Harpa: Komið gott af rússneskum liðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2015 17:00 Harpa Þorsteinsdóttir. Vísir/Andri Marinó Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir segir að Stjörnukonur séu reynslunni ríkari frá því í fyrra en annað árið í röð mæta Garðbæinga rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Zvezda fór illa með Stjörnuna í fyrra og vann einvígið 8-3 samanlagt. Harpa vonast að sjálfsögðu eftir betri úrslitum í ár. "Núna vitum við nákvæmlega við hverju er að búast. Við erum bæði búnar að skoða myndbönd af þeim og leikina frá því í fyrra," sagði Harpa á æfingu Stjörnuliðsins í gær. "Þær voru svo að spila bikarúrslitaleik fyrir stuttu síðan þar sem þær tefldu væntanlega fram sínu sterkasta liði þannig við vitum við hverju er að búast og hverjir veikleikar þeirra eru. "Við eigum alveg að vera klárar í þennan leik," bætti Harpa við en tímabilið í Rússlandi stendur enn yfir. Zvezda er með eins stigs forystu á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og þá vann liðið Kubanochka í bikarúrslitaleiknum. En hvað getur Stjörnuliðið bætt frá leikjunum í fyrra? "Við megum ekki gera mistök. Við vorum alveg inni í leikjunum í fyrra en við gerðum ódýr mistök, gáfum mörk og klúðrum góðum stöðum í sókninni. Við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur og spila góðan varnarleik," sagði Harpa sem segir leikformið á Stjörnuliðinu vera ágætt þrátt fyrir að Íslandsmótið hafi klárast fyrir tæpum mánuði síðan. "Það er gott. Við erum búnar að spila æfingaleiki við U-17 og U-19 ára landsliðin, strákana í Stjörnunni og vinkonur okkar í Breiðabliki. Svo erum við með leikmenn sem voru í landsliðsverkefnum." Þetta er fjórða árið í röð sem íslensk lið mæta liðum frá Rússlandi í Meistaradeild Evrópu en í öll þrjú skiptin sem Stjarnan hefur komist í Meistaradeildina hefur liðið dregist á móti rússneskum liðum. Harpa segir að þetta sé orðið fínt í bili. "Jú, klárlega. Þetta er komið gott. Við verðum að vinna þær og komast áfram," sagði Harpa að endingu.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. 7. október 2015 15:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Sjá meira
Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir segir að Stjörnukonur séu reynslunni ríkari frá því í fyrra en annað árið í röð mæta Garðbæinga rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Zvezda fór illa með Stjörnuna í fyrra og vann einvígið 8-3 samanlagt. Harpa vonast að sjálfsögðu eftir betri úrslitum í ár. "Núna vitum við nákvæmlega við hverju er að búast. Við erum bæði búnar að skoða myndbönd af þeim og leikina frá því í fyrra," sagði Harpa á æfingu Stjörnuliðsins í gær. "Þær voru svo að spila bikarúrslitaleik fyrir stuttu síðan þar sem þær tefldu væntanlega fram sínu sterkasta liði þannig við vitum við hverju er að búast og hverjir veikleikar þeirra eru. "Við eigum alveg að vera klárar í þennan leik," bætti Harpa við en tímabilið í Rússlandi stendur enn yfir. Zvezda er með eins stigs forystu á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og þá vann liðið Kubanochka í bikarúrslitaleiknum. En hvað getur Stjörnuliðið bætt frá leikjunum í fyrra? "Við megum ekki gera mistök. Við vorum alveg inni í leikjunum í fyrra en við gerðum ódýr mistök, gáfum mörk og klúðrum góðum stöðum í sókninni. Við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur og spila góðan varnarleik," sagði Harpa sem segir leikformið á Stjörnuliðinu vera ágætt þrátt fyrir að Íslandsmótið hafi klárast fyrir tæpum mánuði síðan. "Það er gott. Við erum búnar að spila æfingaleiki við U-17 og U-19 ára landsliðin, strákana í Stjörnunni og vinkonur okkar í Breiðabliki. Svo erum við með leikmenn sem voru í landsliðsverkefnum." Þetta er fjórða árið í röð sem íslensk lið mæta liðum frá Rússlandi í Meistaradeild Evrópu en í öll þrjú skiptin sem Stjarnan hefur komist í Meistaradeildina hefur liðið dregist á móti rússneskum liðum. Harpa segir að þetta sé orðið fínt í bili. "Jú, klárlega. Þetta er komið gott. Við verðum að vinna þær og komast áfram," sagði Harpa að endingu.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. 7. október 2015 15:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Sjá meira
Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. 7. október 2015 15:00