Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2015 15:00 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Vísir/Andri Marinó Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. "Það verður ekki auðveldara en kannski aðeins þægilegra þar sem við þekkjum liðið og hvernig fótbolta þær spila. Þetta er geysisterkt lið en við ætlum okkur sigur í þetta skipti," sagði Ásgerður á æfingu Stjörnuliðsins í gær. Stjarnan og Zvezda mættust einnig í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem rússneska liðið hafði betur; vann fyrri leikinn á Samsung-vellinum 2-5 og þann seinni á heimavelli 3-1, og fóru áfram, 8-3 samanlagt. "Við þurfum aðallega að passa markið okkar og verðum eiginlega að halda hreinu hérna heima," sagði Ásgerður um leikinn í kvöld. "Það tókst mjög illa í fyrra þannig að við þurfum að gera betur í ár og allavega ná jafntefli. Auðvitað stefnum við að sigri en jafntefli væru ekki vond úrslit fyrir okkur að fara með út," bætti Ásgerður við. Framherjinn Josée Nahi frá Fílabeinsströndinni fór illa með Stjörnuvörnina í fyrri leiknum í fyrra þar sem hún skoraði fjögur af fimm mörkum Zvezda. Ásgerður segir að það sé mikilvægt að hafa góður gætur á henni. "Við ætlum að reyna að stoppa hana. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í í fyrra, við vorum bara búnar að sjá nokkur myndbönd af henni. En núna vitum við meira og við þurfum mæta fast á hana og taka á henni," sagði Ásgerður sem segir leikformið á Stjörnuliðinu ágætt þótt það sé tæpur mánuður síðan Íslandsmótið kláraðist. "Það er ágætt, við spiluðum tvo æfingaleiki sem hjálpuðu talsvert. En leikformið dettur ekki niður á tæpum mánuði. Síðan vorum við nokkrar í landsliðsverkefnum þannig að ég hef engar áhyggjur af leikforminu," sagði Ásgerður að lokum.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35 Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. "Það verður ekki auðveldara en kannski aðeins þægilegra þar sem við þekkjum liðið og hvernig fótbolta þær spila. Þetta er geysisterkt lið en við ætlum okkur sigur í þetta skipti," sagði Ásgerður á æfingu Stjörnuliðsins í gær. Stjarnan og Zvezda mættust einnig í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem rússneska liðið hafði betur; vann fyrri leikinn á Samsung-vellinum 2-5 og þann seinni á heimavelli 3-1, og fóru áfram, 8-3 samanlagt. "Við þurfum aðallega að passa markið okkar og verðum eiginlega að halda hreinu hérna heima," sagði Ásgerður um leikinn í kvöld. "Það tókst mjög illa í fyrra þannig að við þurfum að gera betur í ár og allavega ná jafntefli. Auðvitað stefnum við að sigri en jafntefli væru ekki vond úrslit fyrir okkur að fara með út," bætti Ásgerður við. Framherjinn Josée Nahi frá Fílabeinsströndinni fór illa með Stjörnuvörnina í fyrri leiknum í fyrra þar sem hún skoraði fjögur af fimm mörkum Zvezda. Ásgerður segir að það sé mikilvægt að hafa góður gætur á henni. "Við ætlum að reyna að stoppa hana. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í í fyrra, við vorum bara búnar að sjá nokkur myndbönd af henni. En núna vitum við meira og við þurfum mæta fast á hana og taka á henni," sagði Ásgerður sem segir leikformið á Stjörnuliðinu ágætt þótt það sé tæpur mánuður síðan Íslandsmótið kláraðist. "Það er ágætt, við spiluðum tvo æfingaleiki sem hjálpuðu talsvert. En leikformið dettur ekki niður á tæpum mánuði. Síðan vorum við nokkrar í landsliðsverkefnum þannig að ég hef engar áhyggjur af leikforminu," sagði Ásgerður að lokum.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35 Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35