Íslenskir sjálfboðaliðar þróa máltækni fyrir Google sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2015 07:45 Google hefur þróað ódýrar aðferðir sem henta vel í sjálfboðavinnu til að búa til tölvuraddir fyrir minni málsvæði, vísir/epa Google hefur fengið til liðs við sig tuttugu íslenska sjálfboðaliða sem vinna munu með fyrirtækinu að íslenskri máltækni. Sjálfboðaliðarnir munu lesa um hundrað og tuttugu þúsund íslensk orð og í kjölfarið verður ráðist í að mynda tvær raddir; karlmanns- og kvenmannsrödd. Um þrjú ár eru síðan Íslendingar gátu byrjað að tala íslensku við leitarvélina. Nú er stefnt að því að leitarvélin sjálf geti talað við fólkið. Úlfar Erlingsson er doktor í tölvunarfræði og starfar við öryggismál hjá Google. Hann heldur utan um verkefnið hér á landi. „Venjulega þegar búin er til svona tölvurödd eru fengnir alvöru leikarar, þeim er borgað og það tekur margar vikur, bara eins og talsetning fyrir bíómyndir. Sú leið svarar hins vegar ekki kostnaði fyrir sjaldgæfari tungumál. Því hefur Google þróað ódýrar aðferðir sem henta vel í sjálfboðavinnu til að búa til tölvuraddir fyrir minni málsvæði,“ segir Úlfar. „Núverandi röddin er bara algjör tölvurödd, en hinar raddirnar í svona stærri tungumálum eru orðnar rosa flottar, það er enginn mnur á þeim og venjulegri rödd.“ Stefnt er á að klára verkefnið fyrir jól. Úlfar segir að þetta komi til með að verða afar þýðingarmikið til dæmis fyrir kennslu á Íslandi, og fyrir þá sem hafa hug á að læra íslensku. „Máltæknin er fyrst og fremst þýðingarmikil ef fólk vill halda áfram að tala íslensku. Ein hugmyndin er að grunnskólar geti nýtt sér þetta, en eitt af því sem ég hef verið að vinna að er að það sé ókeypis og auðveldur aðgangur að þessu,“ segir hann. Sem fyrr segir verða sjálfboðaliðarnir tuttugu; tíu karlar og tíu konur. Hver og einn les um nokkur hundruð setningar en sett voru þau skilyrði að þeir sem lesi séu með góða, jafna og skýrmælta rödd og kunni að beita henni rétt. Tekið verður upp með sérstökum búnaði frá Google, sem kemur hingað til lands í næstu viku.Þær hættur sem steðja að íslenskri tungu á stafrænni öld voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í fyrravetur. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum. Tengdar fréttir Ögurstund íslenskunnar Í síðustu viku vakti athygli viðtal hjá RÚV við Úlfar Erlingsson, yfirmann tölvuöryggisrannsókna hjá Google, en íslenskir starfsmenn þess fyrirtækis hafa séð til þess að íslenskan er eina litla tungumálið í heimi sem komið hefur verið fyrir í máltæknigrunni þar. 21. september 2015 07:00 Deyr íslenskan stafrænum dauða? Íslenskan er í mestri útrýmingarhættu á eftir Möltu í Evrópu. 18. nóvember 2014 16:30 Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. 3. september 2012 22:51 Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Google hefur fengið til liðs við sig tuttugu íslenska sjálfboðaliða sem vinna munu með fyrirtækinu að íslenskri máltækni. Sjálfboðaliðarnir munu lesa um hundrað og tuttugu þúsund íslensk orð og í kjölfarið verður ráðist í að mynda tvær raddir; karlmanns- og kvenmannsrödd. Um þrjú ár eru síðan Íslendingar gátu byrjað að tala íslensku við leitarvélina. Nú er stefnt að því að leitarvélin sjálf geti talað við fólkið. Úlfar Erlingsson er doktor í tölvunarfræði og starfar við öryggismál hjá Google. Hann heldur utan um verkefnið hér á landi. „Venjulega þegar búin er til svona tölvurödd eru fengnir alvöru leikarar, þeim er borgað og það tekur margar vikur, bara eins og talsetning fyrir bíómyndir. Sú leið svarar hins vegar ekki kostnaði fyrir sjaldgæfari tungumál. Því hefur Google þróað ódýrar aðferðir sem henta vel í sjálfboðavinnu til að búa til tölvuraddir fyrir minni málsvæði,“ segir Úlfar. „Núverandi röddin er bara algjör tölvurödd, en hinar raddirnar í svona stærri tungumálum eru orðnar rosa flottar, það er enginn mnur á þeim og venjulegri rödd.“ Stefnt er á að klára verkefnið fyrir jól. Úlfar segir að þetta komi til með að verða afar þýðingarmikið til dæmis fyrir kennslu á Íslandi, og fyrir þá sem hafa hug á að læra íslensku. „Máltæknin er fyrst og fremst þýðingarmikil ef fólk vill halda áfram að tala íslensku. Ein hugmyndin er að grunnskólar geti nýtt sér þetta, en eitt af því sem ég hef verið að vinna að er að það sé ókeypis og auðveldur aðgangur að þessu,“ segir hann. Sem fyrr segir verða sjálfboðaliðarnir tuttugu; tíu karlar og tíu konur. Hver og einn les um nokkur hundruð setningar en sett voru þau skilyrði að þeir sem lesi séu með góða, jafna og skýrmælta rödd og kunni að beita henni rétt. Tekið verður upp með sérstökum búnaði frá Google, sem kemur hingað til lands í næstu viku.Þær hættur sem steðja að íslenskri tungu á stafrænni öld voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í fyrravetur. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum.
Tengdar fréttir Ögurstund íslenskunnar Í síðustu viku vakti athygli viðtal hjá RÚV við Úlfar Erlingsson, yfirmann tölvuöryggisrannsókna hjá Google, en íslenskir starfsmenn þess fyrirtækis hafa séð til þess að íslenskan er eina litla tungumálið í heimi sem komið hefur verið fyrir í máltæknigrunni þar. 21. september 2015 07:00 Deyr íslenskan stafrænum dauða? Íslenskan er í mestri útrýmingarhættu á eftir Möltu í Evrópu. 18. nóvember 2014 16:30 Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. 3. september 2012 22:51 Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ögurstund íslenskunnar Í síðustu viku vakti athygli viðtal hjá RÚV við Úlfar Erlingsson, yfirmann tölvuöryggisrannsókna hjá Google, en íslenskir starfsmenn þess fyrirtækis hafa séð til þess að íslenskan er eina litla tungumálið í heimi sem komið hefur verið fyrir í máltæknigrunni þar. 21. september 2015 07:00
Deyr íslenskan stafrænum dauða? Íslenskan er í mestri útrýmingarhættu á eftir Möltu í Evrópu. 18. nóvember 2014 16:30
Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. 3. september 2012 22:51
Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58