Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2015 13:03 „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi,“ segir Jón Gnarr, ritstjóri innlendrar dagskrágerðar Stöðvar 2, en nú hefur verið ákveðið að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni af hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. Fjórði dómarinn verður kynntur til leiks eftir helgi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðastliðin tvö ár. „Ég býst við því að við kynnum fjórða dómarann til leiks strax eftir helgi,“ segir Jón. „Mér finnst þetta bara mjög skrítið og skemmtilegt,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni.Sá sköllóttan mann í draumi sínum „Frá því að ég fékk þessar upplýsingar hefur mig dreymt þetta nokkrum sinnum. Í þessum draumi var ég að hlusta á einhvern sköllóttan mann sem var að spila eitthvað og mér fannst allt sem ég hafði um það að segja voðalega fyndið,“ segir Dr. Gunni sem bætir því við að hann hafi sagt við sköllótta manninn í drauminum að hann ætti nú bara að fá sér hárkollu og kjól og taka lagið þannig. „Þetta var auðvitað ekkert fyndið, þegar ég vaknaði.“ Gunnar segir að það sé vissulega sérstakt að þurfa hafa skoðanir á fólki sem er að reyna koma sér á framfæri.„Það tekur eflaust smá tíma að finna svona hvað maður vill gera, hvort maður vilji vera leiðinlegi gæinn, fúli gæinn eða glaði gæinn.“ Dr. Gunni þekkir það vel að koma fram í sjónvarpi en hann sá lengi vel um þáttinn Popppunkt á RÚV. „Krökkunum finnst þetta rosalega skemmtilegt, að ég sé að taka þátt í þessu og það má segja að ég sé eiginlega að gera þetta fyrir þau.“ „Mér þykir þetta bara mjög spennandi,“ segir Marta María Jónasdóttir sem kemur einnig inn í dómnefndina.Ekki með neina leikaramenntun „Ég ætla bara að vera ég sjálf, ég held að það komi best út. Ég er ekki með neina leikaramenntun og ef ég ætla að fara leika eitthvað þá myndi það klárlega klúðrast. Þetta er viss áskorun, því ég gæti ekki bjargað lífi mínu með söng. Svo segja mínir nánustu aðstandendur að ég sé mögulega versti dansari á Íslandi.“ Marta segist fylgjast vel með þáttum á borð við Ísland Got Talent og horfði hún mikið á síðustu seríu. „Ég fylgdist vel með þegar systir mín var að taka þátt í síðustu þáttaröð og náði meðal annars þeim hápunkti að fella tár í sjónvarpssal. Stundum eru tilfinningarnar bara pínulítið utan á og maður verður bara að fá að vera eins og maður er.“ Jón Gnarr segir að þessi þáttaröð verði eitt stærsta verkefnið í sögu Stöðvar 2. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
„Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi,“ segir Jón Gnarr, ritstjóri innlendrar dagskrágerðar Stöðvar 2, en nú hefur verið ákveðið að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni af hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. Fjórði dómarinn verður kynntur til leiks eftir helgi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðastliðin tvö ár. „Ég býst við því að við kynnum fjórða dómarann til leiks strax eftir helgi,“ segir Jón. „Mér finnst þetta bara mjög skrítið og skemmtilegt,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni.Sá sköllóttan mann í draumi sínum „Frá því að ég fékk þessar upplýsingar hefur mig dreymt þetta nokkrum sinnum. Í þessum draumi var ég að hlusta á einhvern sköllóttan mann sem var að spila eitthvað og mér fannst allt sem ég hafði um það að segja voðalega fyndið,“ segir Dr. Gunni sem bætir því við að hann hafi sagt við sköllótta manninn í drauminum að hann ætti nú bara að fá sér hárkollu og kjól og taka lagið þannig. „Þetta var auðvitað ekkert fyndið, þegar ég vaknaði.“ Gunnar segir að það sé vissulega sérstakt að þurfa hafa skoðanir á fólki sem er að reyna koma sér á framfæri.„Það tekur eflaust smá tíma að finna svona hvað maður vill gera, hvort maður vilji vera leiðinlegi gæinn, fúli gæinn eða glaði gæinn.“ Dr. Gunni þekkir það vel að koma fram í sjónvarpi en hann sá lengi vel um þáttinn Popppunkt á RÚV. „Krökkunum finnst þetta rosalega skemmtilegt, að ég sé að taka þátt í þessu og það má segja að ég sé eiginlega að gera þetta fyrir þau.“ „Mér þykir þetta bara mjög spennandi,“ segir Marta María Jónasdóttir sem kemur einnig inn í dómnefndina.Ekki með neina leikaramenntun „Ég ætla bara að vera ég sjálf, ég held að það komi best út. Ég er ekki með neina leikaramenntun og ef ég ætla að fara leika eitthvað þá myndi það klárlega klúðrast. Þetta er viss áskorun, því ég gæti ekki bjargað lífi mínu með söng. Svo segja mínir nánustu aðstandendur að ég sé mögulega versti dansari á Íslandi.“ Marta segist fylgjast vel með þáttum á borð við Ísland Got Talent og horfði hún mikið á síðustu seríu. „Ég fylgdist vel með þegar systir mín var að taka þátt í síðustu þáttaröð og náði meðal annars þeim hápunkti að fella tár í sjónvarpssal. Stundum eru tilfinningarnar bara pínulítið utan á og maður verður bara að fá að vera eins og maður er.“ Jón Gnarr segir að þessi þáttaröð verði eitt stærsta verkefnið í sögu Stöðvar 2.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43
Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30