Tiltekt fyrir kosningar Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. október 2015 00:01 Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og sú staða að samkvæmt könnunum vill nú ekki nema rétt rúmur fimmtungur kjósenda leggja lag sitt við hann er líkleg orsök þess titrings sem vart verður úr herbúðum flokksins um þessar mundir. Forystumenn og einstök flokksfélög hafa skorað á Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að bjóða sig fram í embætti varaformanns flokksins á landsfundi undir lok þessa mánaðar. Fram hefur komið í viðtölum við sjálfstæðisfólk að það telji forystu flokksins laskaða vegna lekamálsins og lítt til þess fallna að laða að flokknum aukið fylgi, hvað svo sem þeim sem nú þegar eru í flokkum þykir koma til persóna og leikenda. Við þessu brást Hanna Birna í gær með bréfi til flokksmanna þar sem hún sagðist ekki mundu bjóða sig fram. Líklega er það heillaskref fyrir hana að taka með þessu af skarið og íþyngja flokki sínum ekki frekar með fastheldni á embætti þar sem samflokksmenn hennar vilja margir hverjir sjá annan kandídat. Með því að rétta Ólöfu Nordal kyndilinn nú á hún möguleika á upprisu síðar, fremur en eftir afgerandi tap í kosningu. Taki Ólöf ekki við kyndlinum verður einhver annar til að gera það. En um leið er það ekki svo að skugginn af lekamálinu sé það eina sem hamlað gæti nýliðun í þessum öðrum elsta valdaflokki landsins. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra svarar ekki fjölmiðlum sem reyna að fá hjá honum frekari svör um fjárhagsleg tengsl hans við einkafyrirtækið Orku Energy. Stundin minnir stundum á hversu margir tölvupóstarnir séu sem ráðherrann hafi ekki svarað. Þeir eru á annan tuginn. Þykir einhverjum það boðlegt að einkafyrirtæki í orkugeira eigi hönk upp í bakið á ráðherra í ríkisstjórn Íslands vegna þess að hann á húsnæði sitt undir stjórnarformanni fyrirtækisins? Um þessi hagsmunatengsl var vel að merkja ekki upplýst fyrr en fjölmiðlar fóru að róta í málinu í vor. Áður höfðu stjórnarandstöðuþingmenn furðað sig á veru ráðherrans á fundi með fyrirtækinu í Kína í mars á þessu ári, en í aprílbyrjun sagði Illugi í viðtali við Fréttablaðið að eina tenging hans við fyrirtækið væri frá þeim tíma þegar hann var utan þings og starfaði fyrir það á þeim tíma. Það kann ekki góðri lukku að stýra að stinga höfðinu í sandinn þegar upp koma erfið mál. Þá eru slík viðbrögð ólíkleg til að afla fólki og eða flokkum fylgis. Stundum er haft á orði að ungu fólki hugnist ekki gamaldags pólitík og það skýri uppgang nýrra flokka. Staðreyndin er hins vegar að það eru miklu fleiri en unga fólkið eitt sem fengið hefur nóg. Í stuðningsmannahópi Pírata (stærsta flokks landsins samkvæmt könnunum) er fólk á öllum aldri. Fari sem horfir stefnir í hressilega endurnýjun á vettvangi stjórnmálanna. Ætli aðrir flokkar að ná vopnum sínum áður en að kosningum kemur þarf víðar að fara fram tiltekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og sú staða að samkvæmt könnunum vill nú ekki nema rétt rúmur fimmtungur kjósenda leggja lag sitt við hann er líkleg orsök þess titrings sem vart verður úr herbúðum flokksins um þessar mundir. Forystumenn og einstök flokksfélög hafa skorað á Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að bjóða sig fram í embætti varaformanns flokksins á landsfundi undir lok þessa mánaðar. Fram hefur komið í viðtölum við sjálfstæðisfólk að það telji forystu flokksins laskaða vegna lekamálsins og lítt til þess fallna að laða að flokknum aukið fylgi, hvað svo sem þeim sem nú þegar eru í flokkum þykir koma til persóna og leikenda. Við þessu brást Hanna Birna í gær með bréfi til flokksmanna þar sem hún sagðist ekki mundu bjóða sig fram. Líklega er það heillaskref fyrir hana að taka með þessu af skarið og íþyngja flokki sínum ekki frekar með fastheldni á embætti þar sem samflokksmenn hennar vilja margir hverjir sjá annan kandídat. Með því að rétta Ólöfu Nordal kyndilinn nú á hún möguleika á upprisu síðar, fremur en eftir afgerandi tap í kosningu. Taki Ólöf ekki við kyndlinum verður einhver annar til að gera það. En um leið er það ekki svo að skugginn af lekamálinu sé það eina sem hamlað gæti nýliðun í þessum öðrum elsta valdaflokki landsins. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra svarar ekki fjölmiðlum sem reyna að fá hjá honum frekari svör um fjárhagsleg tengsl hans við einkafyrirtækið Orku Energy. Stundin minnir stundum á hversu margir tölvupóstarnir séu sem ráðherrann hafi ekki svarað. Þeir eru á annan tuginn. Þykir einhverjum það boðlegt að einkafyrirtæki í orkugeira eigi hönk upp í bakið á ráðherra í ríkisstjórn Íslands vegna þess að hann á húsnæði sitt undir stjórnarformanni fyrirtækisins? Um þessi hagsmunatengsl var vel að merkja ekki upplýst fyrr en fjölmiðlar fóru að róta í málinu í vor. Áður höfðu stjórnarandstöðuþingmenn furðað sig á veru ráðherrans á fundi með fyrirtækinu í Kína í mars á þessu ári, en í aprílbyrjun sagði Illugi í viðtali við Fréttablaðið að eina tenging hans við fyrirtækið væri frá þeim tíma þegar hann var utan þings og starfaði fyrir það á þeim tíma. Það kann ekki góðri lukku að stýra að stinga höfðinu í sandinn þegar upp koma erfið mál. Þá eru slík viðbrögð ólíkleg til að afla fólki og eða flokkum fylgis. Stundum er haft á orði að ungu fólki hugnist ekki gamaldags pólitík og það skýri uppgang nýrra flokka. Staðreyndin er hins vegar að það eru miklu fleiri en unga fólkið eitt sem fengið hefur nóg. Í stuðningsmannahópi Pírata (stærsta flokks landsins samkvæmt könnunum) er fólk á öllum aldri. Fari sem horfir stefnir í hressilega endurnýjun á vettvangi stjórnmálanna. Ætli aðrir flokkar að ná vopnum sínum áður en að kosningum kemur þarf víðar að fara fram tiltekt.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun