Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í Rosenborg þurftu að sætta sig við tap gegn silfurliðinu Dnipro Dnipropetrovsk á heimavelli í Evrópudeildinni í kvöld.
Matthías Vilhjálmsson kom ekki við sögu í norska liðinu í dag en Hólmar Örn var að vanda í byrjunarliðinu og lék allar nítíu mínútur leiksins í hjarta varnarinnar.
Jafnræði var með liðunum í leiknum en gestunum tókst að skora eina mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok. Var þar að verki Yevhen Seleznyov eftir sendingu frá Matheus.
Leikmönnum Rosenborg tókst ekki að svara fyrir markið og lauk leiknum með 1-0 sigri úkraínska félagsins. Rosenborg er því ásamt St. Etienne með eitt stig eftir tvo leiki, þremur stigum á eftir Lazio og Dnipro.
Úrslit dagsins:
Augsburg 1-3 Partizan
AZ Alkmaar 2-1 Athletic Bilbao
Belenenses 0-4 Fiorentina
Besiktas 1-1 Sporting Lisbon
Lazio 3-2 St Etienne
Lokomotiv Moscow 2-0 Skenderbeu
Qarabag 1-0 Anderlecht
Schalke 4-0 Asteras Tripolis
Sparta Prague 2-0 APOEL
Silfurliðið hafði betur á Lerkendal | Úrslit dagsins
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti


Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn
