Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur 27-26 | Annar sigur FH í röð Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 1. október 2015 21:00 Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH. vísir/stefán FH vann sinn annan leik í röð í Olís-deild karla þegar Víkingar komu í heimsókn í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi og aðeins í stöðunni 3-0 fyrir FH munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Víkingar spiluðu lengst af vel, og sóknarleikurinn var betri en í síðustu leikjum, en FH-ingar reyndust sterkari á svellinu á lokamínútunum og unnu eins marks sigur, 27-26. FH-ingar byrjuðu leikinn betur en sóknarleikur Víkinga var í tómu tjóni fyrstu mínúturnar. Gestirnir skutu þrívegis í vörn FH á fyrstu rúmu tveimur mínútum leiksins og ráðleysið virtist algjört. En smám kom betri taktur í sóknarleik Víkings og þeir jöfnuðu metin í 4-4 eftir Jóhann Reynir Gunnlaugsson skoraði eftir hraðaupphlaup. FH-ingar voru jafnan fyrri til skora næstu mínúturnar og leiddu með 1-2 mörkum þrátt fyrir enga markvörslu. Brynjar Darri Baldursson varði aðeins eitt skot á fyrstu 20 mínútum leiksins en Ágúst Elí Björgvinsson átti fína innkomu og varði fjögur skot á síðustu 10 mínútum fyrri hálfleiks. Einar Baldvin Baldvinsson átti nokkrar fínar vörslur framan af fyrri hálfleiks en hann skipti við reynsluboltann Magnús Gunnar Erlendsson eftir 24 mínútna leik. Magnús kláraði leikinn í markinu og varði alls 10 skot, eða 42% þeirra skota sem hann fékk á sig. Víkingar þéttu vörnina á lokamínútum fyrri hálfleiks og leiddu með einu marki í hálfleik, 12-13, eftir mörk frá Daníel Inga Guðmundssyni og Hjálmari Þór Arnarssyni. Víkingar fengu reyndar gullið tækifæri til að fara með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn en Ágúst Elí varði vítakast Daníels Inga eftir að leiktíminn var runninn út. Arnór Þorri Þorsteinsson kom Víkingum í 12-14 í upphafi seinni hálfleiks en þá komu þrjú FH-mörk í röð og heimamenn náðu forystunni, 15-14. Hafnfirðingar voru með frumkvæðið næstu mínúturnar en líkt og í fyrri hálfleik munaði aldrei meira en 1-2 mörkum á liðunum. Í stöðunni 22-20, FH í vil, kom flottur kafli hjá Víkingum. Hjálmar skoraði tvö mörk í röð eftir línusendingar frá Jóhanni Reyni og Einar Gauti Ólafsson kom svo gestunum yfir, 22-23, þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. FH-ingar tóku þá leikhlé og eitthvað var greinilega sagt af viti þar því Hafnfirðingar reyndust sterkari á lokasprettinum. FH-ingar jöfnuðu í 23-23 og svo aftur í 24-24 og Einar Rafn Eiðsson kom þeim svo yfir með sínu níunda marki eftir að hann komst inn í sendingu Jóhanns Reynis sem gaf mikið eftir á lokamínútunum eftir að hafa spilað vel fram að því. Víkingar jöfnuðu í 25-25 og 26-26 en það var Jón Bjarni Ólafsson sem skoraði síðasta mark leiksins úr vinstra horninu þegar um tvær mínútur lifðu leiks. Jóhann Reynir tapaði boltanum í næstu sókn Víkinga og FH spiluðu svo skynsamlega í lokasókn sinni og komu í veg fyrir að Víkingar fengju boltann aftur. Niðurstaðan eins marks sigur FH, 27-26. Einar Rafn stóð upp úr í liði FH í kvöld en hann skoraði 10 mörk úr aðeins 12 skotum, og mörg hver á mikilvægum augnablikum. Einar Rafn hefur byrjað tímabilið gríðarlega vel og FH-ingar geta þakkað honum að stórum hluta fyrir þau sex stig sem þeir eru komnir með. Ásbjörn Friðriksson kom næstur í liði FH með fimm mörk en hann var með slaka skotnýtingu líkt og Ísak Rafnsson sem gerði fjögur mörk. Jóhann Reynir spilaði lengst af vel í liði Víkings en gerði sig sekan um slæm mistök á lokamínútunum. Hjálmar kláraði færin sín vel á línunni og Magnús átti fínan leik í markinu eftir að hann kom inn á.Halldór: Var skelfilega hægt Þrátt fyrir eins marks sigur, 27-26, á Víkingi í kvöld var Halldór Sigfússon, þjálfari FH, ekkert alltof sáttur með spilamennsku sinna manna. "Það er mjög ánægjulegt að vinna og allt það en mér fannst frammistaðan ekki góð og þetta var ekki fallegur handboltaleikur á að horfa, býst ég við," sagði Halldór sem er á sínu öðru tímabili sem þjálfari FH. "Við byrjuðum leikinn vel en svo dettum við niður og þeir refsa okkur alltof auðveldlega. Við vorum hægir, bara að horfa á liðið hlaupa fram var eins og við værum 45 ára á leið í einhverja skírnarveislu hjá frænku okkar. "Þetta var skelfilega hægt, bæði varnar- og sóknarlega," sagði Halldór sem var þó ánægður með það sem hann sá til FH-liðsins á lokakafla leiksins. "Undir lokin kom allt einu kraftur í okkur í sókninni, menn fóru að mæta á bolta og við unnum betur saman." Einar Rafn Eiðsson hefur byrjað tímabilið virkilega vel og leikurinn í kvöld var engin undirtekning þar frá en hann skoraði 10 mörk úr aðeins 12 skotum, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Aðspurður sagðist Halldór vera ánægður með frammistöðu Einars sem dró vagninn á löngum köflum fyrir FH í kvöld. "Klárlega, Einar er búinn að reynast okkur mjög dýrmætur í byrjun móts og hann var gríðarlega góður í dag og þarf að halda því áfram," sagði Halldór sem þiggur glaður stigin fjögur sem FH hefur fengið út úr tveimur síðustu leikjum þrátt fyrir misjafna spilamennsku. "Það er jákvætt að vinna svona leiki þar sem þú ert ekkert alltof sáttur með spilamennskuna. Liðin sem við höfum unnið eins og Víkingur og Akureyri eru klárlega lið sem við viljum hafa fyrir neðan okkur og þetta eru leikir sem við verðum að vinna á heimavelli," sagði Halldór að lokum.Ágúst: Þurfum að vera kaldari í kollinum á lokamínútunum "Þetta er alveg hrikalega svekkjandi," sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir eins marks tap, 27-26, fyrir FH í kvöld. "Mér fannst við spila mjög vel, sérstaklega í sókninni, og áttum allavega skilið annað stigið úr þessum leik," sagði Ágúst en sóknarleikur Víkinga var mun betri í kvöld en í fyrri leikjum tímabilsins. "Menn voru yfirvegaðir og þolinmóðir og boltinn gekk betur á milli manna. Við sköpuðum okkur góð færi og spiluðum leikkerfin betur. En síðustu mínúturnar gerðum við of marga tæknifeila og förum að reyna að troða boltanum inn á línu." Víkingar byrjuðu leikinn fremur illa og FH-ingar komust fljótlega í 3-0. Ágúst sagði að það hefði tekið hans menn smá tíma að finna taktinn. "Við vorum bara seinir í gang, því miður, en svo komum við okkur almennilega í gang og tókum á hlutunum. Við vorum klaufar að leiða ekki með 2-3 mörkum í hálfleik en síðan var þetta stöngin inn, stöngin út undir lokin og þetta féll með þeim," sagði Ágúst og bætti við að mistökin í sókninni á lokamínútunum hefðu verið dýr. "Við reynum einhverjar 3-4 línusendingar undir lokin þegar þeir liggja aftarlega á móti okkur. Við þurfum að vera aðeins kaldari í kollinum á lokamínútunum og það vantaði líka smá herslumun varnarlega undir lokin. En við höldum bara áfram. Við höfum spilað marga mjög góða leiki í vetur og erum óheppnir að vera ekki með fleiri stig." Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira
FH vann sinn annan leik í röð í Olís-deild karla þegar Víkingar komu í heimsókn í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi og aðeins í stöðunni 3-0 fyrir FH munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Víkingar spiluðu lengst af vel, og sóknarleikurinn var betri en í síðustu leikjum, en FH-ingar reyndust sterkari á svellinu á lokamínútunum og unnu eins marks sigur, 27-26. FH-ingar byrjuðu leikinn betur en sóknarleikur Víkinga var í tómu tjóni fyrstu mínúturnar. Gestirnir skutu þrívegis í vörn FH á fyrstu rúmu tveimur mínútum leiksins og ráðleysið virtist algjört. En smám kom betri taktur í sóknarleik Víkings og þeir jöfnuðu metin í 4-4 eftir Jóhann Reynir Gunnlaugsson skoraði eftir hraðaupphlaup. FH-ingar voru jafnan fyrri til skora næstu mínúturnar og leiddu með 1-2 mörkum þrátt fyrir enga markvörslu. Brynjar Darri Baldursson varði aðeins eitt skot á fyrstu 20 mínútum leiksins en Ágúst Elí Björgvinsson átti fína innkomu og varði fjögur skot á síðustu 10 mínútum fyrri hálfleiks. Einar Baldvin Baldvinsson átti nokkrar fínar vörslur framan af fyrri hálfleiks en hann skipti við reynsluboltann Magnús Gunnar Erlendsson eftir 24 mínútna leik. Magnús kláraði leikinn í markinu og varði alls 10 skot, eða 42% þeirra skota sem hann fékk á sig. Víkingar þéttu vörnina á lokamínútum fyrri hálfleiks og leiddu með einu marki í hálfleik, 12-13, eftir mörk frá Daníel Inga Guðmundssyni og Hjálmari Þór Arnarssyni. Víkingar fengu reyndar gullið tækifæri til að fara með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn en Ágúst Elí varði vítakast Daníels Inga eftir að leiktíminn var runninn út. Arnór Þorri Þorsteinsson kom Víkingum í 12-14 í upphafi seinni hálfleiks en þá komu þrjú FH-mörk í röð og heimamenn náðu forystunni, 15-14. Hafnfirðingar voru með frumkvæðið næstu mínúturnar en líkt og í fyrri hálfleik munaði aldrei meira en 1-2 mörkum á liðunum. Í stöðunni 22-20, FH í vil, kom flottur kafli hjá Víkingum. Hjálmar skoraði tvö mörk í röð eftir línusendingar frá Jóhanni Reyni og Einar Gauti Ólafsson kom svo gestunum yfir, 22-23, þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. FH-ingar tóku þá leikhlé og eitthvað var greinilega sagt af viti þar því Hafnfirðingar reyndust sterkari á lokasprettinum. FH-ingar jöfnuðu í 23-23 og svo aftur í 24-24 og Einar Rafn Eiðsson kom þeim svo yfir með sínu níunda marki eftir að hann komst inn í sendingu Jóhanns Reynis sem gaf mikið eftir á lokamínútunum eftir að hafa spilað vel fram að því. Víkingar jöfnuðu í 25-25 og 26-26 en það var Jón Bjarni Ólafsson sem skoraði síðasta mark leiksins úr vinstra horninu þegar um tvær mínútur lifðu leiks. Jóhann Reynir tapaði boltanum í næstu sókn Víkinga og FH spiluðu svo skynsamlega í lokasókn sinni og komu í veg fyrir að Víkingar fengju boltann aftur. Niðurstaðan eins marks sigur FH, 27-26. Einar Rafn stóð upp úr í liði FH í kvöld en hann skoraði 10 mörk úr aðeins 12 skotum, og mörg hver á mikilvægum augnablikum. Einar Rafn hefur byrjað tímabilið gríðarlega vel og FH-ingar geta þakkað honum að stórum hluta fyrir þau sex stig sem þeir eru komnir með. Ásbjörn Friðriksson kom næstur í liði FH með fimm mörk en hann var með slaka skotnýtingu líkt og Ísak Rafnsson sem gerði fjögur mörk. Jóhann Reynir spilaði lengst af vel í liði Víkings en gerði sig sekan um slæm mistök á lokamínútunum. Hjálmar kláraði færin sín vel á línunni og Magnús átti fínan leik í markinu eftir að hann kom inn á.Halldór: Var skelfilega hægt Þrátt fyrir eins marks sigur, 27-26, á Víkingi í kvöld var Halldór Sigfússon, þjálfari FH, ekkert alltof sáttur með spilamennsku sinna manna. "Það er mjög ánægjulegt að vinna og allt það en mér fannst frammistaðan ekki góð og þetta var ekki fallegur handboltaleikur á að horfa, býst ég við," sagði Halldór sem er á sínu öðru tímabili sem þjálfari FH. "Við byrjuðum leikinn vel en svo dettum við niður og þeir refsa okkur alltof auðveldlega. Við vorum hægir, bara að horfa á liðið hlaupa fram var eins og við værum 45 ára á leið í einhverja skírnarveislu hjá frænku okkar. "Þetta var skelfilega hægt, bæði varnar- og sóknarlega," sagði Halldór sem var þó ánægður með það sem hann sá til FH-liðsins á lokakafla leiksins. "Undir lokin kom allt einu kraftur í okkur í sókninni, menn fóru að mæta á bolta og við unnum betur saman." Einar Rafn Eiðsson hefur byrjað tímabilið virkilega vel og leikurinn í kvöld var engin undirtekning þar frá en hann skoraði 10 mörk úr aðeins 12 skotum, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Aðspurður sagðist Halldór vera ánægður með frammistöðu Einars sem dró vagninn á löngum köflum fyrir FH í kvöld. "Klárlega, Einar er búinn að reynast okkur mjög dýrmætur í byrjun móts og hann var gríðarlega góður í dag og þarf að halda því áfram," sagði Halldór sem þiggur glaður stigin fjögur sem FH hefur fengið út úr tveimur síðustu leikjum þrátt fyrir misjafna spilamennsku. "Það er jákvætt að vinna svona leiki þar sem þú ert ekkert alltof sáttur með spilamennskuna. Liðin sem við höfum unnið eins og Víkingur og Akureyri eru klárlega lið sem við viljum hafa fyrir neðan okkur og þetta eru leikir sem við verðum að vinna á heimavelli," sagði Halldór að lokum.Ágúst: Þurfum að vera kaldari í kollinum á lokamínútunum "Þetta er alveg hrikalega svekkjandi," sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir eins marks tap, 27-26, fyrir FH í kvöld. "Mér fannst við spila mjög vel, sérstaklega í sókninni, og áttum allavega skilið annað stigið úr þessum leik," sagði Ágúst en sóknarleikur Víkinga var mun betri í kvöld en í fyrri leikjum tímabilsins. "Menn voru yfirvegaðir og þolinmóðir og boltinn gekk betur á milli manna. Við sköpuðum okkur góð færi og spiluðum leikkerfin betur. En síðustu mínúturnar gerðum við of marga tæknifeila og förum að reyna að troða boltanum inn á línu." Víkingar byrjuðu leikinn fremur illa og FH-ingar komust fljótlega í 3-0. Ágúst sagði að það hefði tekið hans menn smá tíma að finna taktinn. "Við vorum bara seinir í gang, því miður, en svo komum við okkur almennilega í gang og tókum á hlutunum. Við vorum klaufar að leiða ekki með 2-3 mörkum í hálfleik en síðan var þetta stöngin inn, stöngin út undir lokin og þetta féll með þeim," sagði Ágúst og bætti við að mistökin í sókninni á lokamínútunum hefðu verið dýr. "Við reynum einhverjar 3-4 línusendingar undir lokin þegar þeir liggja aftarlega á móti okkur. Við þurfum að vera aðeins kaldari í kollinum á lokamínútunum og það vantaði líka smá herslumun varnarlega undir lokin. En við höldum bara áfram. Við höfum spilað marga mjög góða leiki í vetur og erum óheppnir að vera ekki með fleiri stig."
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira