Landamæravörður Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 1. október 2015 09:30 Þrjú albönsk börn á Íslandi fá ekki skólavist. Þau eru hælisleitendur og samkvæmt Útlendingastofnun var „þjónustuúrræðið fullnýtt“. Börnin þrjú fengu reyndar strax inni í grunnskólum í því hverfi sem þau búa í þegar Fréttablaðið fór að grennslast fyrir um málið. Upp úr dúrnum kom að einfaldlega hafði ekki verið sótt um skólagöngu fyrir börnin. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins í gær um albönsku börnin upplýstist að tæplega tuttugu börn eru í sömu stöðu. „Þetta eru börn sem eiga rétt á skólagöngu og það er hluti af réttindum þeirra og mikilvægur þáttur í þroska þeirra,“ sagði Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, í samtali við Vísi. Hún lítur þessi vinnubrögð Útlendingastofnunar alvarlegum augum. Þverpólitísk þingmannanefnd skilaði í ágúst drögum að frumvarpi til nýrra útlendingalaga. Þar er lögð sérstök áhersla á réttindi barna og umbætur í þeim efnum. Ýmis orðanotkun er endurskoðuð, til að gera lögin manneskjulegri, til dæmis með því að hætta notkun hugtaksins hælisleitandi og tala frekar um umsækjanda um alþjóðlega vernd. Þjónustustig við útlendinga, sérstaklega umsækjendur um alþjóðlega vernd, á að aukast. Þá er lagt til að öll samskipti útlendinga við íslensk stjórnvöld fari í gegnum eina stofnun, Útlendingastofnun. Fullyrðing starfsmanns stofnunarinnar um að þjónustuúrræðið – það er menntun barnanna – hafi verið fullnýtt er óásættanleg. Það er óásættanlegt að þessi viðkvæmi hópur sem hælisleitendur, eða umsækjendur um alþjóðlega vernd, eru í samfélaginu, skuli þurfa að reiða sig á fjölmiðlaumfjöllun til að ná fram rétti sínum. Myndir af albönsku fjölskyldunni í nær tómri íbúð í ókunnugu landi eru átakanlegar. Börnin hafa nú frá því í júní hangið heima hjá sér og haft lítið annað fyrir stafni en að horfa út um gluggann á lánsömu íslensku börnin sækja sína menntun. Það er vissulega rétt að fjöldi flóttamanna sem hingað leita hefur aukist gríðarlega og er fyrirséð að hann muni aukast frekar. Álag á stofnanir sem þjónusta þetta fólk og fjölskyldur hlýtur að aukast í takt við fjöldann. Það er hins vegar óásættanlegt að bera fyrir sig að úrræði séu fullnýtt þegar hið rétta er að ekki hefur verið sóst eftir þeim fyrir umrædd börn. Öll börn eiga rétt á menntun við hæfi í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, lög um grunnskóla og útlendingalög. Það er hlutverk Útlendingastofnunar að veita börnum, sem hingað koma til að sækjast eftir vernd, þann rétt þeirra. Yfirbragð Útlendingastofnunar hingað til hefur fyrst og síðast verið að þar starfi fólk við að hindra að hér fái fólk að búa í stað þess að veita því þá þjónustu sem fólkið á rétt á. Heimild Dyflinnarreglugerðarinnar til að endursenda hælisleitendur til þess Schengen-ríkis sem þeir komu fyrst til er eðli málsins samkvæmt heimild – ekki skylda. Samt sem áður er hún miskunnarlaust notuð af Útlendingastofnun til að senda hælisleitendur úr landi. Útlendingastofnun, sem mun þurfa að sinna útlendingum sem hingað koma enn meira ef frumvarpið verður leitt í lög, þarf að hætta að haga sér eins og þungvopnaður landamæravörður og fara að sinna sínu hlutverki sem þjónustustofnun við útlendinga.Uppfært: Í upprunalegu útgáfu pistilsins kom fram að fullyrðing starfsmanns Útlendingastofnunar um að þjónustuúrræði fyrir hælisleitendur væri fullnýtt væri ósönn. Það er ekki rétt. Hið rétta er að þjónustuúrræði sveitarfélaganna er fullnýtt - og tekur þá Útlendingastofnun við því hlutverki að veita þjónustuna. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Tengdar fréttir Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30 Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37 Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Albönsku systkinin hlakka til að byrja í skólanum Albönsku systkinin hefja skólagöngu á mánudaginn og verða þau heimsótt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 30. september 2015 16:46 Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Gjafir og góðvild bárust ekki systkinum Þau Laura, Janie og Petrit geta öll hafið skólagöngu á Íslandi innan fárra daga en eiga ekkert til skólagöngunnar. Fjölmargir vildu leggja börnunum lið og gefa þeim gjafir til að létta undir með þeim. 1. október 2015 07:00 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Þrjú albönsk börn á Íslandi fá ekki skólavist. Þau eru hælisleitendur og samkvæmt Útlendingastofnun var „þjónustuúrræðið fullnýtt“. Börnin þrjú fengu reyndar strax inni í grunnskólum í því hverfi sem þau búa í þegar Fréttablaðið fór að grennslast fyrir um málið. Upp úr dúrnum kom að einfaldlega hafði ekki verið sótt um skólagöngu fyrir börnin. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins í gær um albönsku börnin upplýstist að tæplega tuttugu börn eru í sömu stöðu. „Þetta eru börn sem eiga rétt á skólagöngu og það er hluti af réttindum þeirra og mikilvægur þáttur í þroska þeirra,“ sagði Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, í samtali við Vísi. Hún lítur þessi vinnubrögð Útlendingastofnunar alvarlegum augum. Þverpólitísk þingmannanefnd skilaði í ágúst drögum að frumvarpi til nýrra útlendingalaga. Þar er lögð sérstök áhersla á réttindi barna og umbætur í þeim efnum. Ýmis orðanotkun er endurskoðuð, til að gera lögin manneskjulegri, til dæmis með því að hætta notkun hugtaksins hælisleitandi og tala frekar um umsækjanda um alþjóðlega vernd. Þjónustustig við útlendinga, sérstaklega umsækjendur um alþjóðlega vernd, á að aukast. Þá er lagt til að öll samskipti útlendinga við íslensk stjórnvöld fari í gegnum eina stofnun, Útlendingastofnun. Fullyrðing starfsmanns stofnunarinnar um að þjónustuúrræðið – það er menntun barnanna – hafi verið fullnýtt er óásættanleg. Það er óásættanlegt að þessi viðkvæmi hópur sem hælisleitendur, eða umsækjendur um alþjóðlega vernd, eru í samfélaginu, skuli þurfa að reiða sig á fjölmiðlaumfjöllun til að ná fram rétti sínum. Myndir af albönsku fjölskyldunni í nær tómri íbúð í ókunnugu landi eru átakanlegar. Börnin hafa nú frá því í júní hangið heima hjá sér og haft lítið annað fyrir stafni en að horfa út um gluggann á lánsömu íslensku börnin sækja sína menntun. Það er vissulega rétt að fjöldi flóttamanna sem hingað leita hefur aukist gríðarlega og er fyrirséð að hann muni aukast frekar. Álag á stofnanir sem þjónusta þetta fólk og fjölskyldur hlýtur að aukast í takt við fjöldann. Það er hins vegar óásættanlegt að bera fyrir sig að úrræði séu fullnýtt þegar hið rétta er að ekki hefur verið sóst eftir þeim fyrir umrædd börn. Öll börn eiga rétt á menntun við hæfi í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, lög um grunnskóla og útlendingalög. Það er hlutverk Útlendingastofnunar að veita börnum, sem hingað koma til að sækjast eftir vernd, þann rétt þeirra. Yfirbragð Útlendingastofnunar hingað til hefur fyrst og síðast verið að þar starfi fólk við að hindra að hér fái fólk að búa í stað þess að veita því þá þjónustu sem fólkið á rétt á. Heimild Dyflinnarreglugerðarinnar til að endursenda hælisleitendur til þess Schengen-ríkis sem þeir komu fyrst til er eðli málsins samkvæmt heimild – ekki skylda. Samt sem áður er hún miskunnarlaust notuð af Útlendingastofnun til að senda hælisleitendur úr landi. Útlendingastofnun, sem mun þurfa að sinna útlendingum sem hingað koma enn meira ef frumvarpið verður leitt í lög, þarf að hætta að haga sér eins og þungvopnaður landamæravörður og fara að sinna sínu hlutverki sem þjónustustofnun við útlendinga.Uppfært: Í upprunalegu útgáfu pistilsins kom fram að fullyrðing starfsmanns Útlendingastofnunar um að þjónustuúrræði fyrir hælisleitendur væri fullnýtt væri ósönn. Það er ekki rétt. Hið rétta er að þjónustuúrræði sveitarfélaganna er fullnýtt - og tekur þá Útlendingastofnun við því hlutverki að veita þjónustuna. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum.
Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30
Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37
Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12
Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Albönsku systkinin hlakka til að byrja í skólanum Albönsku systkinin hefja skólagöngu á mánudaginn og verða þau heimsótt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 30. september 2015 16:46
Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52
Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45
Gjafir og góðvild bárust ekki systkinum Þau Laura, Janie og Petrit geta öll hafið skólagöngu á Íslandi innan fárra daga en eiga ekkert til skólagöngunnar. Fjölmargir vildu leggja börnunum lið og gefa þeim gjafir til að létta undir með þeim. 1. október 2015 07:00
Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun