Pellegrini: Þetta var heppnissigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 08:30 Sergio Aguero fagnar hér sigurmarki sínu. Vísir/EPA Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, viðurkennir að heppnin hafi verið með hans mönnum í 2-1 sigri á Borussia Mönchengladbach í Meistaradeildinni í gær. Gladbach-liðið komst í 1-0 en Joe Hart, markvörður Manchester City, hafði áður varið víti og fjölda annarra dauðafæra frá leikmönnum þýska liðsins. Nicolas Otamendi jafnaði metin og það var síðan Argentínumaðurinn Sergio Aguero sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. „Við höfðum heppnina með okkur í þessum leik," sagði hinn 62 ára gamli Manuel Pellegrini eftir leikinn. Manchester City hafði tapað á móti Juventus, West Ham og Tottenham í síðustu fjórum leikjum sínum og sigurinn var því nauðsynlegur. „Við áttum ekki skilið að tapa leikjunum á móti Juventus og West Ham. Við áttum kannski ekki skilið að vinna í kvöld en við gerðum það," sagði Pellegrini. Manchester City mátti alls ekki við því að vera stigalaust eftir tvær fyrstu umferðir Meistaradeildarinnar en eftir þennan sigur er liðið í þriðja sæti riðilsins. Liðið á nú aftur ágæta möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þó að mikið sé enn eftir að riðlakeppninni. Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, var ekki með í gær vegna meiðsla og Yaya Toure fór meiddur af velli í hálfleik. Næst er leikur við Newcastle um helgina og svo tveggja vikna landsleikjahlé. „Við þurfum á þessu landsleikjahléi að halda því það eru átta leikmenn meiddir og ekki of margir möguleikar í stöðunni. Það er mikilvægt fyrir leikmennina okkar að ná sigri á móti Newcastle á laugardaginn og eftir það eru fimmtán dagar í næsta leik," sagði Pellegrini. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Agüero bjargaði Manchester City fyrir horn Manchester City er búið að tapa tveimur leikjum í röð í deildinni og liðið tapaði einnig fyrsta leiknum í Meistaradeildinni. 30. september 2015 20:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Sjá meira
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, viðurkennir að heppnin hafi verið með hans mönnum í 2-1 sigri á Borussia Mönchengladbach í Meistaradeildinni í gær. Gladbach-liðið komst í 1-0 en Joe Hart, markvörður Manchester City, hafði áður varið víti og fjölda annarra dauðafæra frá leikmönnum þýska liðsins. Nicolas Otamendi jafnaði metin og það var síðan Argentínumaðurinn Sergio Aguero sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. „Við höfðum heppnina með okkur í þessum leik," sagði hinn 62 ára gamli Manuel Pellegrini eftir leikinn. Manchester City hafði tapað á móti Juventus, West Ham og Tottenham í síðustu fjórum leikjum sínum og sigurinn var því nauðsynlegur. „Við áttum ekki skilið að tapa leikjunum á móti Juventus og West Ham. Við áttum kannski ekki skilið að vinna í kvöld en við gerðum það," sagði Pellegrini. Manchester City mátti alls ekki við því að vera stigalaust eftir tvær fyrstu umferðir Meistaradeildarinnar en eftir þennan sigur er liðið í þriðja sæti riðilsins. Liðið á nú aftur ágæta möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þó að mikið sé enn eftir að riðlakeppninni. Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, var ekki með í gær vegna meiðsla og Yaya Toure fór meiddur af velli í hálfleik. Næst er leikur við Newcastle um helgina og svo tveggja vikna landsleikjahlé. „Við þurfum á þessu landsleikjahléi að halda því það eru átta leikmenn meiddir og ekki of margir möguleikar í stöðunni. Það er mikilvægt fyrir leikmennina okkar að ná sigri á móti Newcastle á laugardaginn og eftir það eru fimmtán dagar í næsta leik," sagði Pellegrini.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Agüero bjargaði Manchester City fyrir horn Manchester City er búið að tapa tveimur leikjum í röð í deildinni og liðið tapaði einnig fyrsta leiknum í Meistaradeildinni. 30. september 2015 20:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Sjá meira
Agüero bjargaði Manchester City fyrir horn Manchester City er búið að tapa tveimur leikjum í röð í deildinni og liðið tapaði einnig fyrsta leiknum í Meistaradeildinni. 30. september 2015 20:30