„Pabbi neitaði aldrei giggi“ Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. október 2015 10:15 „Við Pálmi Hjartarson töluðum fyrst um þessa tónleika fyrir sex árum í heita pottinum í Breiðholtslaug. Nú er komið að þeim,“ segir Tryggvi sem heldur á syninum, Bjarti Rukundo. Vísir/Vilhelm „Við Pálmi Sigurhjartarson töluðum fyrst um þessa tónleika fyrir sex árum, í heita pottinum í Breiðholtslaug. Nú er komið að þeim,“ segir Trausti Jónsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, um tónleika sem haldnir verða í Salnum í kvöld og annað kvöld til að minnast 90 ára afmælis föður hans, Jóns Sigurðssonar, banka- og tónlistarmanns. Jón var afkastamikill laga- og textasmiður. Margt af því sem hann samdi hitti þráðbeint í mark hjá þjóðinni, náði feikna vinsældum þegar það kom út á 6. og 7. áratugnum og hefur lifað. Hann gerði texta við öll sín lög en einnig orti hann við lög annarra eftir pöntunum. Ljóðið Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði fyrst vinsælt í kringum 1960 með KK sextetti, er eitt þeirra. Það kann hvert mannsbarn á Íslandi í dag og hefur verið nefnt „hinn nýi þjóðsöngur“. Trausti var í tíu ár með föður sínum í hljómsveit sem lék á böllum úti um alla borg. „Við vorum oft í Hreyfilshúsinu á laugardögum og á Hótel Borg á sunnudögum. Svo fór pabbi í bankann morguninn eftir, alveg sama hversu mikið var að gera í spilamennskunni. Pabbi neitaði aldrei giggi. Ég spurði mömmu einhvern tíma af hverju hann spilaði svona mikið, hann þyrfti þess ekki peninganna vegna, en auðvitað var það hans líf og yndi. Þá sagði hún mér frá þeim dögum, sem ég mundi ekkert eftir, þegar þau áttu varla fyrir salti í grautinn og spilamennskan bjargaði buddunni. Eftir það sagði pabbi aldrei nei.“ Flytjendur á tónleikunum í Salnum segir Trausti ekkert minna en frábæra. „Við erum með Heru Björk Þórhallsdóttur og Þór Breiðfjörð, Jogvan Hansen kemur sérstaklega frá Færeyjum til að syngja. Pálmi Sigurhjartar er tónlistarstjóri og við hinn flygilinn er Ástvaldur Traustason. Við erum með trommuleikara Íslands, Ásgeir Óskarsson, Jón Rafnsson eðalkontrabassaleikara og Harald Gunnlaugsson, gríðargóðan gítarleikara. Einnig koma fram tvær ungar söngkonur, Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir og Þórunn Soffía Snæhólm, svo syngur Hjördís Geirs með Heru dóttur sinni Ég bíð við bláan sæ og Gunni og Felix taka tvö lög, Komdu niður og Úti í Hamborg.“ Spurður hvort hann ætli ekkert að spila sjálfur svarar Trausti: „Nei, en ég fæ að syngja eitt lag.“ Tónlist Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Lífið Fleiri fréttir Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Sjá meira
„Við Pálmi Sigurhjartarson töluðum fyrst um þessa tónleika fyrir sex árum, í heita pottinum í Breiðholtslaug. Nú er komið að þeim,“ segir Trausti Jónsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, um tónleika sem haldnir verða í Salnum í kvöld og annað kvöld til að minnast 90 ára afmælis föður hans, Jóns Sigurðssonar, banka- og tónlistarmanns. Jón var afkastamikill laga- og textasmiður. Margt af því sem hann samdi hitti þráðbeint í mark hjá þjóðinni, náði feikna vinsældum þegar það kom út á 6. og 7. áratugnum og hefur lifað. Hann gerði texta við öll sín lög en einnig orti hann við lög annarra eftir pöntunum. Ljóðið Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði fyrst vinsælt í kringum 1960 með KK sextetti, er eitt þeirra. Það kann hvert mannsbarn á Íslandi í dag og hefur verið nefnt „hinn nýi þjóðsöngur“. Trausti var í tíu ár með föður sínum í hljómsveit sem lék á böllum úti um alla borg. „Við vorum oft í Hreyfilshúsinu á laugardögum og á Hótel Borg á sunnudögum. Svo fór pabbi í bankann morguninn eftir, alveg sama hversu mikið var að gera í spilamennskunni. Pabbi neitaði aldrei giggi. Ég spurði mömmu einhvern tíma af hverju hann spilaði svona mikið, hann þyrfti þess ekki peninganna vegna, en auðvitað var það hans líf og yndi. Þá sagði hún mér frá þeim dögum, sem ég mundi ekkert eftir, þegar þau áttu varla fyrir salti í grautinn og spilamennskan bjargaði buddunni. Eftir það sagði pabbi aldrei nei.“ Flytjendur á tónleikunum í Salnum segir Trausti ekkert minna en frábæra. „Við erum með Heru Björk Þórhallsdóttur og Þór Breiðfjörð, Jogvan Hansen kemur sérstaklega frá Færeyjum til að syngja. Pálmi Sigurhjartar er tónlistarstjóri og við hinn flygilinn er Ástvaldur Traustason. Við erum með trommuleikara Íslands, Ásgeir Óskarsson, Jón Rafnsson eðalkontrabassaleikara og Harald Gunnlaugsson, gríðargóðan gítarleikara. Einnig koma fram tvær ungar söngkonur, Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir og Þórunn Soffía Snæhólm, svo syngur Hjördís Geirs með Heru dóttur sinni Ég bíð við bláan sæ og Gunni og Felix taka tvö lög, Komdu niður og Úti í Hamborg.“ Spurður hvort hann ætli ekkert að spila sjálfur svarar Trausti: „Nei, en ég fæ að syngja eitt lag.“
Tónlist Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Lífið Fleiri fréttir Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Sjá meira