Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 20-14 | Afturelding á afturfótunum Elvar Geir Magnússon í Safamýri skrifar 15. október 2015 21:45 Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. vísir/vilhelm Framarar unnu góðan sigur á Aftureldingu, 20-14, þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Þetta er þriðji sigur Framrara í röð og nú á sterku liði Mosfellinga sem unnu Hauka í síðustu umferð. Sigurður Örn Þorsteinsson skoraði sjö mörk fyrir Fram og Kristófer Fannar Guðmundsson var með 57 prósent hlutfallsmarkvörslu. Afturelding byrjaði leikinn af krafti en þegar líða fór á gekk allt á afturfótunum hjá Mosfellingum. Framarar fylltust sjálfstrausti eftir góða byrjun seinni hálfleiks, þeir náðu góðri forystu og hleyptu gestunum aldrei of nálægt sér. Framarar fögnuðu ákaft eftir leik enda gríðarlega sterkur og flottur sigur hjá liðinu. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var hinsvegar hundsvekktur með sitt lið og sagði við fjölmiðlamenn að það væri ýmislegt sem fara þyrfti yfir eftir þennan leik. Hér að neðan má sjá hvað þjálfararnir höfðu að segja eftir leik:Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram: „Þeir byrjuðu betur en við og við vorum í vandræðum með að skora fyrstu mínúturnar. Svo er þetta bara leikur gríðarlega sterkra varna og við vinnum þá baráttu í dag. Leikurinn var kaflaskiptur en við vorum betri," segir Guðlaugur en staðan var 8-8 í hálfleik. „Við töluðum vel saman í hálfleik. Við vorum með þá varnarlega, þeir voru í vandræðum með 3-2-1 vörnina hjá okkur. Við þurftum að vera skynsamari sóknarlega og þá kom þetta jafnt og þétt. Að fá 14 mörk á sig gegn Aftureldingu er gríðarlega vel gert." „Ég er gríðarlega ánægður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Það voru lítið um mistök, við vorum agaðir og héldum kraftinum út hálfleikinn. Vörnin og markvarslan var verulega góð í kvöld, þetta hefur verið okkar helsta vopn. Að skora 20 mörk gegn liðinu sem hefur fengið fæst mörk á sig hingað til er ekkert óeðlilegt." „Við vorum ofan á í baráttunni í seinni hálfleik. Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og er framhald af okkar vinnu að undanförnu. Við höfum unnið þrjá leiki í röð og þetta styrkir okkur klárlega."Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar:„Frammistaðan eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum eins og byrjendur á löngum köflum. Ég hef ekki séð liðið spila svona áður. Sóknarlega vorum við að kasta tveggja metra sendingar í fæturna og út af," segir Einar Andri. „Spilamennskan varnarlega og markvarslan á að duga okkur til sigurs." „Ég er sammála þér í því að við byrjuðum af krafti varnarlega og vorum allt í lagi í sókninni. Þegar líða fór á leikinn varð þetta erfiðara og erfiðara. Fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik voru bara hörmulegar sóknarlega. Við klúðruðum góðum færum og gerðum barnaleg mistök." „Andlega hliðin sóknarlega var ekki góð. Við þurfum að fara yfir þetta. Kannski var undirbúningurinn ekki nægilega góður hjá okkur? Við þurfum að fara yfir þetta með strákunum. Við erum komnir í 9 daga frí núna og einhverjir dagar fara í að sleikja sárin en eftir frábæran leik í síðustu umferð var svekkjandi að spila svona í dag." Olís-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira
Framarar unnu góðan sigur á Aftureldingu, 20-14, þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Þetta er þriðji sigur Framrara í röð og nú á sterku liði Mosfellinga sem unnu Hauka í síðustu umferð. Sigurður Örn Þorsteinsson skoraði sjö mörk fyrir Fram og Kristófer Fannar Guðmundsson var með 57 prósent hlutfallsmarkvörslu. Afturelding byrjaði leikinn af krafti en þegar líða fór á gekk allt á afturfótunum hjá Mosfellingum. Framarar fylltust sjálfstrausti eftir góða byrjun seinni hálfleiks, þeir náðu góðri forystu og hleyptu gestunum aldrei of nálægt sér. Framarar fögnuðu ákaft eftir leik enda gríðarlega sterkur og flottur sigur hjá liðinu. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var hinsvegar hundsvekktur með sitt lið og sagði við fjölmiðlamenn að það væri ýmislegt sem fara þyrfti yfir eftir þennan leik. Hér að neðan má sjá hvað þjálfararnir höfðu að segja eftir leik:Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram: „Þeir byrjuðu betur en við og við vorum í vandræðum með að skora fyrstu mínúturnar. Svo er þetta bara leikur gríðarlega sterkra varna og við vinnum þá baráttu í dag. Leikurinn var kaflaskiptur en við vorum betri," segir Guðlaugur en staðan var 8-8 í hálfleik. „Við töluðum vel saman í hálfleik. Við vorum með þá varnarlega, þeir voru í vandræðum með 3-2-1 vörnina hjá okkur. Við þurftum að vera skynsamari sóknarlega og þá kom þetta jafnt og þétt. Að fá 14 mörk á sig gegn Aftureldingu er gríðarlega vel gert." „Ég er gríðarlega ánægður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Það voru lítið um mistök, við vorum agaðir og héldum kraftinum út hálfleikinn. Vörnin og markvarslan var verulega góð í kvöld, þetta hefur verið okkar helsta vopn. Að skora 20 mörk gegn liðinu sem hefur fengið fæst mörk á sig hingað til er ekkert óeðlilegt." „Við vorum ofan á í baráttunni í seinni hálfleik. Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og er framhald af okkar vinnu að undanförnu. Við höfum unnið þrjá leiki í röð og þetta styrkir okkur klárlega."Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar:„Frammistaðan eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum eins og byrjendur á löngum köflum. Ég hef ekki séð liðið spila svona áður. Sóknarlega vorum við að kasta tveggja metra sendingar í fæturna og út af," segir Einar Andri. „Spilamennskan varnarlega og markvarslan á að duga okkur til sigurs." „Ég er sammála þér í því að við byrjuðum af krafti varnarlega og vorum allt í lagi í sókninni. Þegar líða fór á leikinn varð þetta erfiðara og erfiðara. Fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik voru bara hörmulegar sóknarlega. Við klúðruðum góðum færum og gerðum barnaleg mistök." „Andlega hliðin sóknarlega var ekki góð. Við þurfum að fara yfir þetta. Kannski var undirbúningurinn ekki nægilega góður hjá okkur? Við þurfum að fara yfir þetta með strákunum. Við erum komnir í 9 daga frí núna og einhverjir dagar fara í að sleikja sárin en eftir frábæran leik í síðustu umferð var svekkjandi að spila svona í dag."
Olís-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira