Að græða land eða ekki Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. október 2015 09:21 Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. Um áætlunina, sem hrinda á í framkvæmd næsta vor og umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar stendur fyrir, var fjallað í Fréttablaðinu í gær. Mörgum hnykkti við að nota ætti að hluta gjöreyðingarlyfið Roundup til eitrunarinnar, en varað er sérstaklega við virka efninu í því vegna hættu á að það sé krabbameinsvaldur í mönnum. Á vettvangi Evrópusambandsins er verið að vinna sérstakt hættumat vegna þessa sem ljúka á fyrir árslok og viðbúið að heimildir til að nota Roundup verði þrengdar verulega. Umhverfisfulltrúinn dró þó aðeins í land á samfélagsmiðlum í gær og áréttaði að ekki ætti að nota Roundup nema á svæðum þar sem eyða ætti öllum öðrum gróðri líka. Þá verði haldið áfram tilraunum með að beita sauðfé á lúpínu. Hvort það er vænlegt til árangurs er svo annað mál, sé ætlunin á annað borð að efla einhvern gróður á svæðinu. Eins og Roundup-ið er sauðkindin skaðvaldur flestum nýgræðingi. Í grein sem Þröstur Eysteinsson birti í Skógræktarritinu árið 2011 fjallar hann um slíkt beitarhólf í Bæjarstaðaskógi þar sem samanburður var við svæði sem lúpína hafði fengið að græða í friði. Þar var reynslan sú að sauðfé óð í gegnum lúpínuna til að komast að öðrum gróðri, svo sem birki og víði. Þetta hafi svo sem verið vitað eftir rannsóknir sem Rannsóknastofnun landbúnaðarins gerði á níunda áratug síðustu aldar sem sýndu að kindur væru ekki líklegar til að kjósa að éta lúpínu umfram annan gróður. „Þá kom fram að meltanleiki lúpínu var minnstur fyrripart sumars en eykst eftir því sem líður á sumarið. Af því leiðir að kindur vilja lúpínu síst fyrripart sumars þegar hún er viðkvæmust fyrir beit,“ segir í greininni. Innan beitarhólfsins var því eyðilegt um að litast, en utan þess hafði lúpínan hins vegar fengið frið til að búa til frjóan jarðveg (plantan framleiðir nefnilega köfnunarefni sem auðgar jarðveginn) og svo hopað fyrir hærri trjágróðri á þessum um þrjátíu árum, frá því henni var sáð á svæðinu. „Það tókst að bjarga Bæjarstaðaskógi frá eyðingu og enginn vafi leikur á að þar gegndi lúpínan lykilhlutverki,“ segir í greininni og sagt ljóst að þeir sem haldi því fram að lúpína hopi seint eða ekki og skilji eftir sig „sviðna jörð“ fari með rangt mál. „Lúpínan er hlekkur í gróðurframvindu sem endar í öflugri gróði en var fyrir á viðkomandi stað.“ Spurningin um ágæti lúpínunnar snýst því um hvort fólk vilji fá öflugri gróður, eða hvort halda eigi í fábreytt útlit gróðursnauðra mela. Á láglendi er berjalyng merki um hnignun jarðvegar, því það er harðger hálendisgróður sem vex þar sem aðrar plöntur þrífast ekki. Mögulega ætti Dalvíkurbyggð að endurhugsa áætlanir sínar um verndun jarðvegshnignunar og velta fyrir sér hvort öflugri gróður myndi ekki sóma sér betur. [Uppfært 14.10.2015 kl. 10:05 - Upphaflega stóð í inngangi að áætlunin hafi verið samþykkt á fundi byggðaráðs Dalvíkur, en hún var lögð fram til kynningar.] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. Um áætlunina, sem hrinda á í framkvæmd næsta vor og umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar stendur fyrir, var fjallað í Fréttablaðinu í gær. Mörgum hnykkti við að nota ætti að hluta gjöreyðingarlyfið Roundup til eitrunarinnar, en varað er sérstaklega við virka efninu í því vegna hættu á að það sé krabbameinsvaldur í mönnum. Á vettvangi Evrópusambandsins er verið að vinna sérstakt hættumat vegna þessa sem ljúka á fyrir árslok og viðbúið að heimildir til að nota Roundup verði þrengdar verulega. Umhverfisfulltrúinn dró þó aðeins í land á samfélagsmiðlum í gær og áréttaði að ekki ætti að nota Roundup nema á svæðum þar sem eyða ætti öllum öðrum gróðri líka. Þá verði haldið áfram tilraunum með að beita sauðfé á lúpínu. Hvort það er vænlegt til árangurs er svo annað mál, sé ætlunin á annað borð að efla einhvern gróður á svæðinu. Eins og Roundup-ið er sauðkindin skaðvaldur flestum nýgræðingi. Í grein sem Þröstur Eysteinsson birti í Skógræktarritinu árið 2011 fjallar hann um slíkt beitarhólf í Bæjarstaðaskógi þar sem samanburður var við svæði sem lúpína hafði fengið að græða í friði. Þar var reynslan sú að sauðfé óð í gegnum lúpínuna til að komast að öðrum gróðri, svo sem birki og víði. Þetta hafi svo sem verið vitað eftir rannsóknir sem Rannsóknastofnun landbúnaðarins gerði á níunda áratug síðustu aldar sem sýndu að kindur væru ekki líklegar til að kjósa að éta lúpínu umfram annan gróður. „Þá kom fram að meltanleiki lúpínu var minnstur fyrripart sumars en eykst eftir því sem líður á sumarið. Af því leiðir að kindur vilja lúpínu síst fyrripart sumars þegar hún er viðkvæmust fyrir beit,“ segir í greininni. Innan beitarhólfsins var því eyðilegt um að litast, en utan þess hafði lúpínan hins vegar fengið frið til að búa til frjóan jarðveg (plantan framleiðir nefnilega köfnunarefni sem auðgar jarðveginn) og svo hopað fyrir hærri trjágróðri á þessum um þrjátíu árum, frá því henni var sáð á svæðinu. „Það tókst að bjarga Bæjarstaðaskógi frá eyðingu og enginn vafi leikur á að þar gegndi lúpínan lykilhlutverki,“ segir í greininni og sagt ljóst að þeir sem haldi því fram að lúpína hopi seint eða ekki og skilji eftir sig „sviðna jörð“ fari með rangt mál. „Lúpínan er hlekkur í gróðurframvindu sem endar í öflugri gróði en var fyrir á viðkomandi stað.“ Spurningin um ágæti lúpínunnar snýst því um hvort fólk vilji fá öflugri gróður, eða hvort halda eigi í fábreytt útlit gróðursnauðra mela. Á láglendi er berjalyng merki um hnignun jarðvegar, því það er harðger hálendisgróður sem vex þar sem aðrar plöntur þrífast ekki. Mögulega ætti Dalvíkurbyggð að endurhugsa áætlanir sínar um verndun jarðvegshnignunar og velta fyrir sér hvort öflugri gróður myndi ekki sóma sér betur. [Uppfært 14.10.2015 kl. 10:05 - Upphaflega stóð í inngangi að áætlunin hafi verið samþykkt á fundi byggðaráðs Dalvíkur, en hún var lögð fram til kynningar.]
Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun