Réttvísin Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. október 2015 10:15 Hæstiréttur dæmdi í síðustu viku þrjá fyrrverandi stjórnendur Landsbankans í fangelsi. Héraðsdómur hafði áður sýknað tvo þeirra en sakfellt einn, sem fékk vægan dóm. Á árunum fyrir hrun var dómskerfinu oft legið á hálsi fyrir að taka of létt á efnahagsbrotum. Rannsakendur og dómarar í efnahagsbrotamálum voru enda eftir á þegar kom að hraðri og bólukenndri þróun fjármálakerfisins. Frá efnahagshruni hefur mikið gengið á í dómskerfinu, margir sem brutu af sér í aðdraganda hrunsins hafa fengið makleg málagjöld og sitja ýmist í fangelsi eða bíða refsingar sinnar. Yfir því er ekkert hægt að kvarta, við búum í réttarríki – brjóti menn af sér hljóta þeir refsingu. Þannig virkar kerfið, sama hvort menn eru hvítflibbaglæpamenn eða smákrimmar. Blessunarlega. Réttvísin skal vera blind á stétt og stöðu. Dómurinn í síðustu viku, í Imon-málinu svokallaða, er um margt áhugaverður. Í honum voru ákærðu meðal annars dæmd fyrir umboðssvik. Þrjú skilyrði eru fyrir sakfellingu fyrir slíkt brot. Eitt þeirra er að farið sé út fyrir það umboð sem menn hafa eða með öðrum orðum að þeir misnoti aðstöðu sína með því að brjóta lög, reglur eða önnur þekkt viðmið. Öll þrjú skilyrðin þurfa að vera uppfyllt svo að hægt sé að sakfella fyrir umboðssvik. Í málinu lá fyrir og var óumdeilt að félaginu Imon voru lánaðar háar fjárhæðir af hendi þessara aðila skömmu fyrir fall bankans. Hæstiréttur segir í niðurstöðu sinni að ákærðu hafi ekki farið út fyrir heimild sína eftir reglum bankans. Með öðrum orðum fóru bankastjórnendurnir ekki út fyrir aðstöðu sína eða misnotuðu hana við veitingu lánsins – eins og eitt skilyrðið gerir kröfu um. Hæstiréttur bætir því hins vegar við að þeim hafi borið að líta til annarra reglna, jafnt skráðra sem óskráðra, og vísar í fordæmi dóms réttarins í hinu svokallaða Exeter-máli. Í því var málum hins vegar þannig háttað að öll þrjú skilyrði umboðssvika voru uppfyllt. Fordæmið er því ónákvæmt. Í Imon-málinu bendir flest til þess að skilyrði umboðssvika í almennum hegningarlögum hafi ekki verið uppfyllt. Í Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskránni segir að menn skuli taldir saklausir uns sekt þeirra er sönnuð að lögum. Þar segir einnig að engan skuli telja sekan um afbrot hafi sá verknaður sem hann er borinn eigi varðað refsingu að landslögum eða þjóðarétti þegar þau voru framin. Í sakamálalögum kemur fram að skýra skuli allan vafa um sekt ákærða honum í hag. Samt sem áður sakfellir Hæstiréttur í þessu tilviki fyrir umboðssvik. Ekki er hægt annað en að spyrja sig hvernig Hæstarétti tókst að komast að þessari niðurstöðu. Íslensk mannréttindaákvæði og alþjóðasáttmálar eru kristaltær hvað þetta varðar. Engum má refsa nema takist að sanna að hann hafi framið verknað sem var sannarlega refsiverður á þeim tíma sem hann var framinn. Vangaveltur um eftirárökstuðning og fyrirfram ákveðna niðurstöðu koma upp í hugann, þó að auðvitað sé ekki hægt að fullyrða um slíkt, raunar verður að vona að svo sé ekki. Út á við lítur málið þannig út að verið sé að bæta upp fyrir linkindina fyrir hrun með því að gefa í botn og dæma fólk í fangelsi þó að það brjóti ekki beint lög. Er réttvísin hætt að vera blind? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Hæstiréttur dæmdi í síðustu viku þrjá fyrrverandi stjórnendur Landsbankans í fangelsi. Héraðsdómur hafði áður sýknað tvo þeirra en sakfellt einn, sem fékk vægan dóm. Á árunum fyrir hrun var dómskerfinu oft legið á hálsi fyrir að taka of létt á efnahagsbrotum. Rannsakendur og dómarar í efnahagsbrotamálum voru enda eftir á þegar kom að hraðri og bólukenndri þróun fjármálakerfisins. Frá efnahagshruni hefur mikið gengið á í dómskerfinu, margir sem brutu af sér í aðdraganda hrunsins hafa fengið makleg málagjöld og sitja ýmist í fangelsi eða bíða refsingar sinnar. Yfir því er ekkert hægt að kvarta, við búum í réttarríki – brjóti menn af sér hljóta þeir refsingu. Þannig virkar kerfið, sama hvort menn eru hvítflibbaglæpamenn eða smákrimmar. Blessunarlega. Réttvísin skal vera blind á stétt og stöðu. Dómurinn í síðustu viku, í Imon-málinu svokallaða, er um margt áhugaverður. Í honum voru ákærðu meðal annars dæmd fyrir umboðssvik. Þrjú skilyrði eru fyrir sakfellingu fyrir slíkt brot. Eitt þeirra er að farið sé út fyrir það umboð sem menn hafa eða með öðrum orðum að þeir misnoti aðstöðu sína með því að brjóta lög, reglur eða önnur þekkt viðmið. Öll þrjú skilyrðin þurfa að vera uppfyllt svo að hægt sé að sakfella fyrir umboðssvik. Í málinu lá fyrir og var óumdeilt að félaginu Imon voru lánaðar háar fjárhæðir af hendi þessara aðila skömmu fyrir fall bankans. Hæstiréttur segir í niðurstöðu sinni að ákærðu hafi ekki farið út fyrir heimild sína eftir reglum bankans. Með öðrum orðum fóru bankastjórnendurnir ekki út fyrir aðstöðu sína eða misnotuðu hana við veitingu lánsins – eins og eitt skilyrðið gerir kröfu um. Hæstiréttur bætir því hins vegar við að þeim hafi borið að líta til annarra reglna, jafnt skráðra sem óskráðra, og vísar í fordæmi dóms réttarins í hinu svokallaða Exeter-máli. Í því var málum hins vegar þannig háttað að öll þrjú skilyrði umboðssvika voru uppfyllt. Fordæmið er því ónákvæmt. Í Imon-málinu bendir flest til þess að skilyrði umboðssvika í almennum hegningarlögum hafi ekki verið uppfyllt. Í Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskránni segir að menn skuli taldir saklausir uns sekt þeirra er sönnuð að lögum. Þar segir einnig að engan skuli telja sekan um afbrot hafi sá verknaður sem hann er borinn eigi varðað refsingu að landslögum eða þjóðarétti þegar þau voru framin. Í sakamálalögum kemur fram að skýra skuli allan vafa um sekt ákærða honum í hag. Samt sem áður sakfellir Hæstiréttur í þessu tilviki fyrir umboðssvik. Ekki er hægt annað en að spyrja sig hvernig Hæstarétti tókst að komast að þessari niðurstöðu. Íslensk mannréttindaákvæði og alþjóðasáttmálar eru kristaltær hvað þetta varðar. Engum má refsa nema takist að sanna að hann hafi framið verknað sem var sannarlega refsiverður á þeim tíma sem hann var framinn. Vangaveltur um eftirárökstuðning og fyrirfram ákveðna niðurstöðu koma upp í hugann, þó að auðvitað sé ekki hægt að fullyrða um slíkt, raunar verður að vona að svo sé ekki. Út á við lítur málið þannig út að verið sé að bæta upp fyrir linkindina fyrir hrun með því að gefa í botn og dæma fólk í fangelsi þó að það brjóti ekki beint lög. Er réttvísin hætt að vera blind?
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun