Arnar Pétursson: Ekki boðlegar aðstæður Tryggvi Páll Tryggvason í Víkinni skrifar 12. október 2015 21:26 Arnar Pétursson messar yfir sínum mönnum í kvöld. vísir/pjetur Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var vægast sagt ósáttur við aðstæður í Víkinni í kvöld þar sem meistaraefnin frá Eyjum unnu sigur á nýliðum Víkings, 26-22, í áttundu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Stephen Nielsen, markvörður ÍBV, og stórskyttan Andri Heimir Friðriksson meiddust báðir og lét Arnar dómara og ritara leiksins heyra það þegar leikmenn sínir meiddust enda sagðist hann hafa verið búinn að kvarta yfir gólfinu. Hann segir að leikmenn sínir hafi verið orðnir smeykir við að gera ákveðna hluti vegna meiðslahættu. „Aðstæðurnar voru bara ekki boðlegar. Við gerðum athugasemdið við gólfið fyrir leik. Það var bara ekki nógu gott, sérstaklega ekki í einum teignum og við missum svo Stephen út eftir tvær mínútur.“ „Í fyrri hálfleik voru strákar hjá mér sem voru smeykir, þorðu ekki í ákveðna hluti sem mér finnst eðllegt þegar þeir eru búnir að horfa upp á þrjá leikmenn meiðast.“ Arnar segir að þetta hafi haft áhrif á sjálfan sig og leik sinna manna en hann er þó ánægður með að hafa landað tveimur stigum. „Þetta var tæpt og við vorum farnir að einbeita okkur að einhverju öðru á tímabili í leiknum. Við komum þó sterkir inn og náum að klára þetta. Við vorum smeykir við Víkingana, þeir töpuðu illa í síðasta leik og við vissum að þeir myndu selja sig dýrt.“ Framundan eru tveir Evrópuleikir en óvíst er með þáttöku Stephen og Andra Heimis í þeim leik, Stephen meiddist á hnéi en Andri Heimir á ökkla. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var vægast sagt ósáttur við aðstæður í Víkinni í kvöld þar sem meistaraefnin frá Eyjum unnu sigur á nýliðum Víkings, 26-22, í áttundu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Stephen Nielsen, markvörður ÍBV, og stórskyttan Andri Heimir Friðriksson meiddust báðir og lét Arnar dómara og ritara leiksins heyra það þegar leikmenn sínir meiddust enda sagðist hann hafa verið búinn að kvarta yfir gólfinu. Hann segir að leikmenn sínir hafi verið orðnir smeykir við að gera ákveðna hluti vegna meiðslahættu. „Aðstæðurnar voru bara ekki boðlegar. Við gerðum athugasemdið við gólfið fyrir leik. Það var bara ekki nógu gott, sérstaklega ekki í einum teignum og við missum svo Stephen út eftir tvær mínútur.“ „Í fyrri hálfleik voru strákar hjá mér sem voru smeykir, þorðu ekki í ákveðna hluti sem mér finnst eðllegt þegar þeir eru búnir að horfa upp á þrjá leikmenn meiðast.“ Arnar segir að þetta hafi haft áhrif á sjálfan sig og leik sinna manna en hann er þó ánægður með að hafa landað tveimur stigum. „Þetta var tæpt og við vorum farnir að einbeita okkur að einhverju öðru á tímabili í leiknum. Við komum þó sterkir inn og náum að klára þetta. Við vorum smeykir við Víkingana, þeir töpuðu illa í síðasta leik og við vissum að þeir myndu selja sig dýrt.“ Framundan eru tveir Evrópuleikir en óvíst er með þáttöku Stephen og Andra Heimis í þeim leik, Stephen meiddist á hnéi en Andri Heimir á ökkla.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira