Birkir Bjarnason: Veit ekki hvað gerðist í seinni hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2015 00:00 Birkir sækir hér að marki í fyrri hálfleik. Vísir/Vilhelm Birkir Bjarnason átti ekki skýringu á því hvað hefði gerst hjá íslenska landsliðinu í stöðunni 2-0 gegn Lettlandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Íslenska liðið spilaði fyrri hálfleikinn vel en gaf mikið eftir í seinni hálfleik og þurfti að lokum að sætta sig við 2-2 jafntefli. "Við byrjuðum mjög vel og fyrri hálfleikurinn var mjög fínn. Við spiluðum mjög vel, vorum ákveðnir og sóttum stíft. "En ég veit ekki hvað gerðist í seinni hálfleik. Það er erfitt að segja, við verðum að kíkja á myndbandið og sjá hvað gerðist," sagði Birkir eftir leik. Hann segir að íslenska liðið hafi ekki verið of afslappað í stöðunni 2-0.Það fjaraði undan Birki í seinni hálfleik.Vísir"Nei, ég held ekki. Eins og ég sagði, þá get ég ekki komið með neinar útskýringar núna. Þetta á ekki að gerast, við vorum alltof slakir í seinni hálfleik," sagði Birkir sem sagði Lettana hafi komið sér aðeins á óvart í seinni hálfleiknum þegar þeir skoruðu tvö mörk og áttu möguleika á að gera sigurmarkið. "Já, þeir voru góðir. Það var engin pressa á þeim og þeir spiluðu góðan bolta og unnu alltof marga seinni bolta." Íslenska liðið lék án fyrirliða síns, Arons Einars Gunnarssonar, í dag. Birkir segir að fjarvera hans hafi ekki haft úrslitaáhrif í leiknum. "Við erum með leikmenn sem eiga að geta komið inn. Við vorum ekkert slakir þótt Aron Einar væri ekki á miðjunni. Svona er þetta bara stundum," sagði Birkir sem segir að íslenska liðið stefni enn á að vinna riðilinn en það mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppninni á þriðjudaginn. "Við viljum vinna þennan riðil og höfum sagt það. Ef það á að gerast þurfum við líklega að vinna leikinn gegn Tyrkjum," sagði Birkir að endingu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Birkir Bjarnason átti ekki skýringu á því hvað hefði gerst hjá íslenska landsliðinu í stöðunni 2-0 gegn Lettlandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Íslenska liðið spilaði fyrri hálfleikinn vel en gaf mikið eftir í seinni hálfleik og þurfti að lokum að sætta sig við 2-2 jafntefli. "Við byrjuðum mjög vel og fyrri hálfleikurinn var mjög fínn. Við spiluðum mjög vel, vorum ákveðnir og sóttum stíft. "En ég veit ekki hvað gerðist í seinni hálfleik. Það er erfitt að segja, við verðum að kíkja á myndbandið og sjá hvað gerðist," sagði Birkir eftir leik. Hann segir að íslenska liðið hafi ekki verið of afslappað í stöðunni 2-0.Það fjaraði undan Birki í seinni hálfleik.Vísir"Nei, ég held ekki. Eins og ég sagði, þá get ég ekki komið með neinar útskýringar núna. Þetta á ekki að gerast, við vorum alltof slakir í seinni hálfleik," sagði Birkir sem sagði Lettana hafi komið sér aðeins á óvart í seinni hálfleiknum þegar þeir skoruðu tvö mörk og áttu möguleika á að gera sigurmarkið. "Já, þeir voru góðir. Það var engin pressa á þeim og þeir spiluðu góðan bolta og unnu alltof marga seinni bolta." Íslenska liðið lék án fyrirliða síns, Arons Einars Gunnarssonar, í dag. Birkir segir að fjarvera hans hafi ekki haft úrslitaáhrif í leiknum. "Við erum með leikmenn sem eiga að geta komið inn. Við vorum ekkert slakir þótt Aron Einar væri ekki á miðjunni. Svona er þetta bara stundum," sagði Birkir sem segir að íslenska liðið stefni enn á að vinna riðilinn en það mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppninni á þriðjudaginn. "Við viljum vinna þennan riðil og höfum sagt það. Ef það á að gerast þurfum við líklega að vinna leikinn gegn Tyrkjum," sagði Birkir að endingu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira