Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2015 18:24 Gylfi Þór Sigurðsson skömmu áður en hann skoraði mark sitt í leiknum. Vísir Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Lettlandi í dag en Gylfi Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn fyrir íslenska liðið og skoraði síðara mark Íslands eftir glæsilegan sprett frá eigin vallarhelmingi. Lettar komu þó til baka í síðari hálfleik og Gylfi var ekki ánægður með niðurstöðuna. „Við erum drullusvekktir. Það er hálfvandræðalegt að hafa tapað þessu niður svona í seinni hálfleik,“ sagði svekktur Gylfi Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. Hann segir að báðir hálfleikarnir hafi verið svipaðir að hans mati. „Eini munurinn er að Lettarnir nýttu færin sín. Þetta var mjög opinn leikur og kannski eins og körfuboltaleikur á köflum.“ „Það gekk vel að sækja í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikið af færum og nálægt því að komast í dauðafæri. Margir leikmenn tóku sénsinn og fóru fram en þar af leiðandi opnaðist mikið á skyndisóknir fyrir þá. Það er þeirra eini styrkur - að sækja hratt á okkur. Við leyfðum þeim að nýta sér það.“ Hann segir að það hafi ekki verið einbeitingarleysi í hópnum í dag og að strákarnir hafi ætlað sér að vinna leikinn og ekkert annað. „Ég held að það sé gott að fá svona kalda vatnsgusu í andlitið áður en við förum til Frakklands.“ Gylfi skoraði gullfallegt mark sem kom Íslandi í 2-0. „Þetta var gott mark og synd að það telji ekki meira. Ég er auðvitað ánægður með hafa skorað en hefði frekar viljað taka þrjú stig.“ Gylfi fór ítrekað illa með Igors Tarasovs á miðjunni og Gylfi telur réttilega að leikurinn hafi verið erfiður fyrir hann. „Ég held að ég hafi átt fínan leik. Hann var í vandræðum og fékk svo gult spjald í síðari hálfleik - þá bakkaði hann aðeins meira aftur.“ Markið skoraði Gylfa eftir að hafa leikið illa á Tarasovs og eftir góðan sprett lét hann vaða. „Ég tók sénsinn og reyndi að klobba miðjumanninn hjá þeim. Það tókst og þá opnaðist mikið pláss fyrir mig. Kolli og Alfreð hlupu í sína hvora áttina og það gaf mér mikinn tíma til að rekja boltann upp að teig hjá þeim. Ég skaut og boltinn fór sem betur fer inn.“ Þetta var sjötta mark Gylfa í undankeppni EM en það er met hjá íslenska liðinu. „Það er frábært að vera búinn að skora sex mörk og hafa náð að hjálpa liðinu að komast á EM. Við eigum einn leik eftir og vonandi kemur eitt mark í viðbót.“ Gylfi segir að þetta breyti engu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Menn ætli sér sigur þar. „Við byrjuðum leikinn vel í dag og vonandi tekst okkur að byrja jafnvel úti í Tyrklandi. En við verðum að láta boltann ganga betur og hraðar á milli manna - taka bara eina, tvær snertingar og láta boltann vinna hratt á milli kanta. Þá á þetta eftir að ganga betur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Lettlandi í dag en Gylfi Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn fyrir íslenska liðið og skoraði síðara mark Íslands eftir glæsilegan sprett frá eigin vallarhelmingi. Lettar komu þó til baka í síðari hálfleik og Gylfi var ekki ánægður með niðurstöðuna. „Við erum drullusvekktir. Það er hálfvandræðalegt að hafa tapað þessu niður svona í seinni hálfleik,“ sagði svekktur Gylfi Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. Hann segir að báðir hálfleikarnir hafi verið svipaðir að hans mati. „Eini munurinn er að Lettarnir nýttu færin sín. Þetta var mjög opinn leikur og kannski eins og körfuboltaleikur á köflum.“ „Það gekk vel að sækja í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikið af færum og nálægt því að komast í dauðafæri. Margir leikmenn tóku sénsinn og fóru fram en þar af leiðandi opnaðist mikið á skyndisóknir fyrir þá. Það er þeirra eini styrkur - að sækja hratt á okkur. Við leyfðum þeim að nýta sér það.“ Hann segir að það hafi ekki verið einbeitingarleysi í hópnum í dag og að strákarnir hafi ætlað sér að vinna leikinn og ekkert annað. „Ég held að það sé gott að fá svona kalda vatnsgusu í andlitið áður en við förum til Frakklands.“ Gylfi skoraði gullfallegt mark sem kom Íslandi í 2-0. „Þetta var gott mark og synd að það telji ekki meira. Ég er auðvitað ánægður með hafa skorað en hefði frekar viljað taka þrjú stig.“ Gylfi fór ítrekað illa með Igors Tarasovs á miðjunni og Gylfi telur réttilega að leikurinn hafi verið erfiður fyrir hann. „Ég held að ég hafi átt fínan leik. Hann var í vandræðum og fékk svo gult spjald í síðari hálfleik - þá bakkaði hann aðeins meira aftur.“ Markið skoraði Gylfa eftir að hafa leikið illa á Tarasovs og eftir góðan sprett lét hann vaða. „Ég tók sénsinn og reyndi að klobba miðjumanninn hjá þeim. Það tókst og þá opnaðist mikið pláss fyrir mig. Kolli og Alfreð hlupu í sína hvora áttina og það gaf mér mikinn tíma til að rekja boltann upp að teig hjá þeim. Ég skaut og boltinn fór sem betur fer inn.“ Þetta var sjötta mark Gylfa í undankeppni EM en það er met hjá íslenska liðinu. „Það er frábært að vera búinn að skora sex mörk og hafa náð að hjálpa liðinu að komast á EM. Við eigum einn leik eftir og vonandi kemur eitt mark í viðbót.“ Gylfi segir að þetta breyti engu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Menn ætli sér sigur þar. „Við byrjuðum leikinn vel í dag og vonandi tekst okkur að byrja jafnvel úti í Tyrklandi. En við verðum að láta boltann ganga betur og hraðar á milli manna - taka bara eina, tvær snertingar og láta boltann vinna hratt á milli kanta. Þá á þetta eftir að ganga betur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09
Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast