Hvað gerir myndlistarmaður og hvers vegna á hann að fá greitt fyrir vinnu sína? Magnús Guðmundsson skrifar 29. október 2015 11:30 Berglind Helgadóttir, verkefnisstjóri Dags myndlistar á vegum SÍM. Visir/Anton Brink Næstkomandi laugardag stendur SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, fyrir Degi myndlistar sem hefur á undanförnum árum skapað sér veigameiri þátt í listviðburðardagatali landsmanna. Berglind Helgadóttir er verkefnisstjóri Dags myndlistar og hún segir að verkefnið hafi verið fært í fastari skorður árið 2015 og umfangið jafnframt aukið. „Markmiðið með Degi myndlistar er að kynna starf myndlistarmannsins fyrir almenningi og kynna jafnframt hversu fjölbreyttur heimur myndlistarinnar er í raun og veru. Við erum með opnar vinnustofur og skólakynningar þar sem listamenn kynna fyrir krökkunum hvað það er sem myndlistarmenn eru að fást við í sínu starfi. Þeir segja frá sínu námi, ferlinum og sýna þeim verk. Í ár eru svo bókasöfnin að taka þátt í fyrsta skipti með því að vekja athygli á myndlistarbókum með ýmsum hætti enda er þar að finna mikinn fróðleik.“ Berglind segir að það sé mikið um að listamenn taki þátt í verkefninu. „Það verða opnar vinnustofur á vegum SÍM á nokkrum stöðum í borginni og svo eru líka myndlistarmenn sem eru með sínar vinnustofur utan SÍM með opið fyrir almenningi. Það er hægt að nálgast upplýsingar um það hvar þessar vinnustofur eru inni á vefnum Dagur myndlistar og það er allt mjög aðgengilegt. Það hefur verið vaxandi straumur hjá okkur á síðustu árum en auðvitað er eftirsóttara að kíkja á suma en aðra. Þetta er einstakt tækifæri til þess að geta labbað inn á svona margar vinnustofur og kynna sér nýja og spennandi listamenn. Í kjölfarið á Degi myndlistar verður farið í herferð á vegum SÍM sem kallast Við borgum myndlistarmönnum. Þar er verið að kynna þá staðreynd að myndlistarmenn fá oft ekki greitt fyrir vinnu sína. Ástæðan er oftar en ekki sú að það er enginn skilningur á því hvað felst í þessu starfi. Að auki hefur verið mikill niðurskurður á fjárframlögum til myndlistarinnar á síðustu árum og það bitnar sérstaklega illa á þeim sem eru ekki að búa til auðseljanleg verk. Bragarbót á þessu hefst með því að veita þekkingu og auka skilning á starfi myndlistarmanna og það er það sem við erum að gera. Og, þar sem fundur Norðurlandaráðs stendur sem hæst þessa dagana, og menn keppast við að stilla sér upp fyrir framan fallegar myndir í sjónvarpsviðtölum, þá vil ég nota tækifærið og skora á þetta góða fólk að bæta nú myndlistarverðlaunum inn í Norrænu verðlaunin. Það er löngu tímabært.“ Myndlist Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Næstkomandi laugardag stendur SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, fyrir Degi myndlistar sem hefur á undanförnum árum skapað sér veigameiri þátt í listviðburðardagatali landsmanna. Berglind Helgadóttir er verkefnisstjóri Dags myndlistar og hún segir að verkefnið hafi verið fært í fastari skorður árið 2015 og umfangið jafnframt aukið. „Markmiðið með Degi myndlistar er að kynna starf myndlistarmannsins fyrir almenningi og kynna jafnframt hversu fjölbreyttur heimur myndlistarinnar er í raun og veru. Við erum með opnar vinnustofur og skólakynningar þar sem listamenn kynna fyrir krökkunum hvað það er sem myndlistarmenn eru að fást við í sínu starfi. Þeir segja frá sínu námi, ferlinum og sýna þeim verk. Í ár eru svo bókasöfnin að taka þátt í fyrsta skipti með því að vekja athygli á myndlistarbókum með ýmsum hætti enda er þar að finna mikinn fróðleik.“ Berglind segir að það sé mikið um að listamenn taki þátt í verkefninu. „Það verða opnar vinnustofur á vegum SÍM á nokkrum stöðum í borginni og svo eru líka myndlistarmenn sem eru með sínar vinnustofur utan SÍM með opið fyrir almenningi. Það er hægt að nálgast upplýsingar um það hvar þessar vinnustofur eru inni á vefnum Dagur myndlistar og það er allt mjög aðgengilegt. Það hefur verið vaxandi straumur hjá okkur á síðustu árum en auðvitað er eftirsóttara að kíkja á suma en aðra. Þetta er einstakt tækifæri til þess að geta labbað inn á svona margar vinnustofur og kynna sér nýja og spennandi listamenn. Í kjölfarið á Degi myndlistar verður farið í herferð á vegum SÍM sem kallast Við borgum myndlistarmönnum. Þar er verið að kynna þá staðreynd að myndlistarmenn fá oft ekki greitt fyrir vinnu sína. Ástæðan er oftar en ekki sú að það er enginn skilningur á því hvað felst í þessu starfi. Að auki hefur verið mikill niðurskurður á fjárframlögum til myndlistarinnar á síðustu árum og það bitnar sérstaklega illa á þeim sem eru ekki að búa til auðseljanleg verk. Bragarbót á þessu hefst með því að veita þekkingu og auka skilning á starfi myndlistarmanna og það er það sem við erum að gera. Og, þar sem fundur Norðurlandaráðs stendur sem hæst þessa dagana, og menn keppast við að stilla sér upp fyrir framan fallegar myndir í sjónvarpsviðtölum, þá vil ég nota tækifærið og skora á þetta góða fólk að bæta nú myndlistarverðlaunum inn í Norrænu verðlaunin. Það er löngu tímabært.“
Myndlist Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira