Skref í rétta átt Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. október 2015 07:55 Niðurstöður kynningar stjórnvalda á undanþágu Seðlabankans til slitabúa föllnu bankanna frá lögum um gjaldeyrismál og áhrifum nauðasamninga við þá í gær eru gleðilegar fyrir land og þjóð. Slitabúin uppfylla stöðugleikaskilyrði og til þjóðarbúsins renna verðmæti upp á fleiri hundruð milljarða króna. Slitabúin reiða fram stöðugleikaframlög, lengja í gjaldeyrisinnlánum, greiða upp lán ríkis og Seðlabanka og þar fram eftir götum. Séu allar mótvægisaðgerðir teknar saman eru þær sagðar nema að minnsta kosti 856 milljörðum króna. Már Guðmundsson seðlabankastjóri lýsti því á fundinum í gær hvernig hrein skuldastaða þjóðarbúsins færi úr tæpum þriðjungi af landsframleiðslu í ár undir tíu prósent á næsta ári, að stærstum hluta til vegna þessara aðgerða. „Þetta er lægsta skuldastaða síðan á síldarárunum, síðan á sjöunda áratug síðustu aldar,“ áréttaði Már í kynningu sinni. Uppgjör vegna slitabúanna er á lokametrunum, á bara eftir að fara í gegnum lokasamþykkt hjá kröfuhöfum og svo fá uppáskrift dómstóla hér. „Með þessu hefur verið leyst úr þessum þætti greiðslujafnaðarvandans og við getum farið í næsta þátt og væntanlega leyst úr höftunum fljótlega í framhaldinu.“ Gangi allt eftir sem að er stefnt virðist bara ein skuggahlið á atburðarásinni allri. Hún er að gjaldmiðillinn sem hér er notast við verður áfram króna. Króna sem enn er jafnviðkvæm fyrir utanaðkomandi áhrifum, sveiflugjörn og sjálfstæð uppspretta efnahagssveiflna á minnsta myntsvæði heims sem kallar á einhverja hæstu vexti sem þekkjast á byggðu bóli. Verkfæri til þess að hægt sé að smyrja hagstjórnarmistökum inn í framtíðina þar sem sauðsvartur almúginn eyðir næstu 25 til 40 árum í að greiða kostnaðinn með verðtryggðum lánum sínum. Engan vanda leysir að „banna verðtryggingu“ því það er líka verðtrygging þegar kostnaði vegna vaxtaskots óverðtryggðs láns er bætt við höfuðstólinn „að aftan“ eins og gert hefur verið. Vandinn er hávaxtamyntsvæði og verðbólga. Daníel Svavarsson, aðalhagfræðingur Landsbankans, lýsti ágætlega í frétt Stöðvar 2 í byrjun vikunnar áhrifum þess fyrir Íslendinga ef hér yrði notast við annan gjaldmiðil. „Við sjáum að vaxtastigið á öðrum gjaldmiðlasvæðum er mun lægra en á Íslandi,“ sagði hann. Í slíku umhverfi gætu bankar hér boðið hagstæðari vexti. Ungt fólk sem sér fram á að taka há lán vegna húsnæðiskaupa hefur eðlilega áhyggjur af vaxtastiginu hér. Það endurspeglaðist líka í ályktun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í vikunni. Málamiðlunartillaga var reyndar á þá leið að kanna ætti til „þrautar“ upptöku myntar sem væri gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum í stað íslensku krónunnar. Fundurinn virðist hafa gleymt því að þetta er fyrir löngu búið að gera. Seðlabankinn birti 2012 skýrslu um valkosti landsins. Þar eru kostirnir króna (með þjóðhagsvarúðarreglum) eða upptaka evru með aðild að Evrópusambandinu. Þótt umræða um krónuna fari í hringi, er fagnaðarefni að peningamálin komust aftur á dagskrá. Með því vaknar von um vitræna niðurstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun
Niðurstöður kynningar stjórnvalda á undanþágu Seðlabankans til slitabúa föllnu bankanna frá lögum um gjaldeyrismál og áhrifum nauðasamninga við þá í gær eru gleðilegar fyrir land og þjóð. Slitabúin uppfylla stöðugleikaskilyrði og til þjóðarbúsins renna verðmæti upp á fleiri hundruð milljarða króna. Slitabúin reiða fram stöðugleikaframlög, lengja í gjaldeyrisinnlánum, greiða upp lán ríkis og Seðlabanka og þar fram eftir götum. Séu allar mótvægisaðgerðir teknar saman eru þær sagðar nema að minnsta kosti 856 milljörðum króna. Már Guðmundsson seðlabankastjóri lýsti því á fundinum í gær hvernig hrein skuldastaða þjóðarbúsins færi úr tæpum þriðjungi af landsframleiðslu í ár undir tíu prósent á næsta ári, að stærstum hluta til vegna þessara aðgerða. „Þetta er lægsta skuldastaða síðan á síldarárunum, síðan á sjöunda áratug síðustu aldar,“ áréttaði Már í kynningu sinni. Uppgjör vegna slitabúanna er á lokametrunum, á bara eftir að fara í gegnum lokasamþykkt hjá kröfuhöfum og svo fá uppáskrift dómstóla hér. „Með þessu hefur verið leyst úr þessum þætti greiðslujafnaðarvandans og við getum farið í næsta þátt og væntanlega leyst úr höftunum fljótlega í framhaldinu.“ Gangi allt eftir sem að er stefnt virðist bara ein skuggahlið á atburðarásinni allri. Hún er að gjaldmiðillinn sem hér er notast við verður áfram króna. Króna sem enn er jafnviðkvæm fyrir utanaðkomandi áhrifum, sveiflugjörn og sjálfstæð uppspretta efnahagssveiflna á minnsta myntsvæði heims sem kallar á einhverja hæstu vexti sem þekkjast á byggðu bóli. Verkfæri til þess að hægt sé að smyrja hagstjórnarmistökum inn í framtíðina þar sem sauðsvartur almúginn eyðir næstu 25 til 40 árum í að greiða kostnaðinn með verðtryggðum lánum sínum. Engan vanda leysir að „banna verðtryggingu“ því það er líka verðtrygging þegar kostnaði vegna vaxtaskots óverðtryggðs láns er bætt við höfuðstólinn „að aftan“ eins og gert hefur verið. Vandinn er hávaxtamyntsvæði og verðbólga. Daníel Svavarsson, aðalhagfræðingur Landsbankans, lýsti ágætlega í frétt Stöðvar 2 í byrjun vikunnar áhrifum þess fyrir Íslendinga ef hér yrði notast við annan gjaldmiðil. „Við sjáum að vaxtastigið á öðrum gjaldmiðlasvæðum er mun lægra en á Íslandi,“ sagði hann. Í slíku umhverfi gætu bankar hér boðið hagstæðari vexti. Ungt fólk sem sér fram á að taka há lán vegna húsnæðiskaupa hefur eðlilega áhyggjur af vaxtastiginu hér. Það endurspeglaðist líka í ályktun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í vikunni. Málamiðlunartillaga var reyndar á þá leið að kanna ætti til „þrautar“ upptöku myntar sem væri gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum í stað íslensku krónunnar. Fundurinn virðist hafa gleymt því að þetta er fyrir löngu búið að gera. Seðlabankinn birti 2012 skýrslu um valkosti landsins. Þar eru kostirnir króna (með þjóðhagsvarúðarreglum) eða upptaka evru með aðild að Evrópusambandinu. Þótt umræða um krónuna fari í hringi, er fagnaðarefni að peningamálin komust aftur á dagskrá. Með því vaknar von um vitræna niðurstöðu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun