Frumsýnt á Vísi: Lagið fjallar um að sakna kærustunnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. október 2015 09:00 Auðunn Lúthersson gefur út sitt fyrsta myndband í dag. Vísir/Vilhelm Þetta er fyrsta myndbandið sem ég sendi frá mér,“ segir tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, en í dag fer myndbandið við lagið South America í spilun. Myndbandið var frumsýnt á Prikinu í gærkvöldi og mun eflaust vekja mikla athygli, enda Auðunn upprennandi tónlistarmaður. Í næsta mánuði fer hann til Frakklands, þar sem hann tekur þátt í hinni vinsælu tónlistarakademíu sem kennd er við Red Bull. Þaðan hafa margar stjörnur stigið stórt skref í átt að góðum frama innan tónlistarheimsins.Allt í einni töku „Ég gerði myndbandið í samstarfi við Árna Beintein vin minn. Það er tekið upp á Þjóðarbókhlöðunni. Ég var búinn að vera með þessa hugmynd í maganum í nokkurn tíma og er mjög ánægður með útkomuna,“ útskýrir Auðunn. Athygli vekur að myndbandið er ein löng sena og má með sanni segja að ástin blómstri fyrir aftan Auðun. Inntakið í laginu er einmitt ástin, en lagið var samið þegar kærasta hans var í öðrum heimshluta. „Lagið er hluti af plötu sem ég er með tilbúna og er samin yfir tímabil þar sem kærastan mín var í reisu um Suður-Ameríku. Ég bjó þarna einn í alltof stóru húsi í Hafnarfirðinum, því foreldrar mínir búa í Bandaríkjunum. Ég var aleinn og vesæll. Þá kviknar á skáldskapargyðjunum, heldur betur,“ segir Auðunn.Undirbýr sig andlega Auðunn er ekki byrjaður að pakka fyrir ferðina til Frakklands, en hann mun dvelja í París á meðan hann tekur þátt í Red Bull-akademíunni. Stjörnur á borð við Aloe Blacc og Hudson Mohawke hafa útskrifast úr Akademíunni. Auðunn verður í tvær vikur í París og mun sitja fyrirlestra hjá goðsögnum í franskri tónlist auk þess að koma fram á sýningarkvöldum. „Nei, ég er ekki farinn að pakka, en ég er farinn að undirbúa mig andlega. Þetta verður rosaleg törn, tveggja vikna keyrsla. Ég hef heyrt mikið um hversu stíft prógramm þetta verður og er því bara að gíra mig upp í það.“Frumflytur efnið á Airwaves Næst á döfinni hjá Auðuni er Iceland Airwaves. „Þar mun ég frumflytja allt efnið á nýju plötunni. Ég verð í Tjarnarbíói föstudagskvöldið 6. nóvember. Ég verð með Baldvin Snæ Hlynsson með mér, sem er ákaflega efnilegur hljóðfæraleikari. Við ætlum að hafa „live element“ í þessu, þó svo að tónlistin sé elektrónísk í grunninn.“ Tónlist Auðuns má skilgreina sem R&B, nánar tiltekið PB R&B, sem er kennt við bjórinn Pabst Blue Ribbon, sem er vinsæll á meðal hipstera. Þannig má í raun segja að þetta sé eins konar „hipstera-R&B-tónlist“. Tónlist Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Þetta er fyrsta myndbandið sem ég sendi frá mér,“ segir tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, en í dag fer myndbandið við lagið South America í spilun. Myndbandið var frumsýnt á Prikinu í gærkvöldi og mun eflaust vekja mikla athygli, enda Auðunn upprennandi tónlistarmaður. Í næsta mánuði fer hann til Frakklands, þar sem hann tekur þátt í hinni vinsælu tónlistarakademíu sem kennd er við Red Bull. Þaðan hafa margar stjörnur stigið stórt skref í átt að góðum frama innan tónlistarheimsins.Allt í einni töku „Ég gerði myndbandið í samstarfi við Árna Beintein vin minn. Það er tekið upp á Þjóðarbókhlöðunni. Ég var búinn að vera með þessa hugmynd í maganum í nokkurn tíma og er mjög ánægður með útkomuna,“ útskýrir Auðunn. Athygli vekur að myndbandið er ein löng sena og má með sanni segja að ástin blómstri fyrir aftan Auðun. Inntakið í laginu er einmitt ástin, en lagið var samið þegar kærasta hans var í öðrum heimshluta. „Lagið er hluti af plötu sem ég er með tilbúna og er samin yfir tímabil þar sem kærastan mín var í reisu um Suður-Ameríku. Ég bjó þarna einn í alltof stóru húsi í Hafnarfirðinum, því foreldrar mínir búa í Bandaríkjunum. Ég var aleinn og vesæll. Þá kviknar á skáldskapargyðjunum, heldur betur,“ segir Auðunn.Undirbýr sig andlega Auðunn er ekki byrjaður að pakka fyrir ferðina til Frakklands, en hann mun dvelja í París á meðan hann tekur þátt í Red Bull-akademíunni. Stjörnur á borð við Aloe Blacc og Hudson Mohawke hafa útskrifast úr Akademíunni. Auðunn verður í tvær vikur í París og mun sitja fyrirlestra hjá goðsögnum í franskri tónlist auk þess að koma fram á sýningarkvöldum. „Nei, ég er ekki farinn að pakka, en ég er farinn að undirbúa mig andlega. Þetta verður rosaleg törn, tveggja vikna keyrsla. Ég hef heyrt mikið um hversu stíft prógramm þetta verður og er því bara að gíra mig upp í það.“Frumflytur efnið á Airwaves Næst á döfinni hjá Auðuni er Iceland Airwaves. „Þar mun ég frumflytja allt efnið á nýju plötunni. Ég verð í Tjarnarbíói föstudagskvöldið 6. nóvember. Ég verð með Baldvin Snæ Hlynsson með mér, sem er ákaflega efnilegur hljóðfæraleikari. Við ætlum að hafa „live element“ í þessu, þó svo að tónlistin sé elektrónísk í grunninn.“ Tónlist Auðuns má skilgreina sem R&B, nánar tiltekið PB R&B, sem er kennt við bjórinn Pabst Blue Ribbon, sem er vinsæll á meðal hipstera. Þannig má í raun segja að þetta sé eins konar „hipstera-R&B-tónlist“.
Tónlist Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira