Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2015 19:53 Hólmfríður Magnúsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Hólmfríður Magnúsdóttir bættist í hóp þeirra útvalinna leikmanna sem hafa spilað 100 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún var í byrjunarliði Íslands sem vann 6-0 sigur á Slóveníu ytra í kvöld. Hólmfríður þurfti þó að fara af velli strax á 30. mínútu er hnémeiðsli tóku sig upp. Hún segist hafa vitað að þetta myndi standa tæpt hjá henni í kvöld, enda missti Hólmfríður af leiknum gegn Makedóníu á fimmtudag vegna meiðslanna. „Ég vissi að ég var tæp þegar ég kom inn í þetta landsliðsverkefni,“ sagði Hólmfríður í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Ég var ekki búin að taka 100 prósent þátt í neinni æfingu fyrir leikinn og hafði ekki verið í neinum „kontakt“ á æfingum. En ég er auðvitað afar ánægð með sigurinn og stigin þrjú,“ segir Hólmfríður. Hún var með bólgu í liðbandi í hægra hné en meiðslin tóku sig upp þegar hún var að gefa innanfótarsendingu inn fyrir varnarlínu Slóvena. „Ég fékk slink á hnéð og þá var þetta búið,“ segir Hólmfríður sem átti eina marktilraun í leiknum. „Venjulega hefði ég farið lengra og klárað skotið með hægri, í stað þess að skjóta þarna með vinstri.“ „En ég er afar ánægð með liðsheildina og að hafa unnið 6-0. Við getum verið stoltar af því. Við erum, sem liðsheild, að sýna meira og meira. Það er ekki létt verk að vinna þessa útileiki en þetta gætu reynst mikilvægustu sigrarnir okkar.“ „Þetta var frábær vika fyrir okkur enda umgjörðin í kringum liðið frábær,“ bætir Hólmfríður við en hún er vitanlega stolt af því að hafa náð 100 landsleikjum. „Auðvitað. Það er mikið afrek og ég er mjög stolt. Ég man eftir öllum hinum 99 leikjunum og ég mun líka muna eftir þeim hundraðasta.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir bættist í hóp þeirra útvalinna leikmanna sem hafa spilað 100 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún var í byrjunarliði Íslands sem vann 6-0 sigur á Slóveníu ytra í kvöld. Hólmfríður þurfti þó að fara af velli strax á 30. mínútu er hnémeiðsli tóku sig upp. Hún segist hafa vitað að þetta myndi standa tæpt hjá henni í kvöld, enda missti Hólmfríður af leiknum gegn Makedóníu á fimmtudag vegna meiðslanna. „Ég vissi að ég var tæp þegar ég kom inn í þetta landsliðsverkefni,“ sagði Hólmfríður í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Ég var ekki búin að taka 100 prósent þátt í neinni æfingu fyrir leikinn og hafði ekki verið í neinum „kontakt“ á æfingum. En ég er auðvitað afar ánægð með sigurinn og stigin þrjú,“ segir Hólmfríður. Hún var með bólgu í liðbandi í hægra hné en meiðslin tóku sig upp þegar hún var að gefa innanfótarsendingu inn fyrir varnarlínu Slóvena. „Ég fékk slink á hnéð og þá var þetta búið,“ segir Hólmfríður sem átti eina marktilraun í leiknum. „Venjulega hefði ég farið lengra og klárað skotið með hægri, í stað þess að skjóta þarna með vinstri.“ „En ég er afar ánægð með liðsheildina og að hafa unnið 6-0. Við getum verið stoltar af því. Við erum, sem liðsheild, að sýna meira og meira. Það er ekki létt verk að vinna þessa útileiki en þetta gætu reynst mikilvægustu sigrarnir okkar.“ „Þetta var frábær vika fyrir okkur enda umgjörðin í kringum liðið frábær,“ bætir Hólmfríður við en hún er vitanlega stolt af því að hafa náð 100 landsleikjum. „Auðvitað. Það er mikið afrek og ég er mjög stolt. Ég man eftir öllum hinum 99 leikjunum og ég mun líka muna eftir þeim hundraðasta.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira