Tíu Lazio-menn skoruðu þrisvar hjá Hólmari og félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2015 19:02 Hólmar Örn Eyjólfsson svekkir sig á sama tíma og Lazio-menn fagna einu marka sinna í kvöld. Vísir/Getty Lazio voru manni færri í 84 mínútur á móti norska liðinu Rosenborg í Evrópudeildinni í kvöld en það kom ekki í veg fyrir 3-1 sigur ítalska liðsins á Ólympíuleikvanginum í Róm. Alessandro Matri var Hólmari Erni Eyjólfssyni og félögum í vörn Rosenborg erfiður en hann skoraði eitt og átti þátt í hinum tveimur mörkunum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn en Matthías Vilhjálmsson kom inná sem varamaður undir lok leiksins.Annað Íslendingalið tapaði líka í Evrópudeildinni í kvöld en Basel tapaði þá 2-1 á heimavelli á móti portúgalska liðinu Belenenses. Birkir Bjarnason kom inná sem varamaður á 58. mínútu en þá var staðan orðin 2-1 fyrir Belenenses. Lazio situr í toppsæti G-riðilsins með sjö stig af níu mögulegum en Rosenborg er á botninum með aðeins eitt stig. Lazio fékk tvö góð færi í upphafi leiks en missti síðan Maurício af velli með rautt spjald eftir aðeins sex mínútna leik eftir að hann felldi Ole Kristian Selnæs sem var að sleppa einn í gegn. Rosenborg hafði samt ekki heppnina með sér í færunum í fyrri hálfleiknum því tvisvar small boltinn í markrammanum hjá Lazio, fyrst eftir skot Jörgen Skjelvik og svo eftir skalla Alexanders Söderlund. Þess í stað voru það heimamenn sem skoruðu manni færri. Hólmar Örn Eyjólfsson missti augun af Alessandro Matri í smá stund og ítalski framherjinn nýtti sér það, fékk flotta sendingu inn fyrir frá Antonio Candreva og kom Lazio í 1-0 á 28. mínútu. Hólmar Örn gerði mistök í öðru marki Lazio þegar hann missti frá sér boltann og gaf Lazio tækifæri á að vinna boltann frétt fyrir framan teiginn. Alessandro Matri nýtti sér það, vann boltann og sendi hann á Felipe Anderson sem kom Lazio í 2-0 á 54. mínútu. Alexander Søderlund minnkaði muninn í 2-1 með skalla á 69. mínútu og fékk einnig færi til að jafna aðeins fjórum mínútum síðar. Alessandro Matri fiskaði víti á 80. mínútu en Antonio Candreva lét verja hjá sér. Hann skoraði hinsvegar úr frákastinu og kom Lazio í 3-1. Hólmar Örn bjargaði vel skömmu fyrir leikslok þegar Lazio gat komist í 4-1. Lazio-liðið gaf ekkert eftir og landaði tveggja marka sigri og um leið þriggja stiga forystu á toppi riðilsins. Alexander Søderlund fékk reyndar vítaspyrnu í uppbótartíma en lét Etrit Berisha verja frá sér. Evrópudeild UEFA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Lazio voru manni færri í 84 mínútur á móti norska liðinu Rosenborg í Evrópudeildinni í kvöld en það kom ekki í veg fyrir 3-1 sigur ítalska liðsins á Ólympíuleikvanginum í Róm. Alessandro Matri var Hólmari Erni Eyjólfssyni og félögum í vörn Rosenborg erfiður en hann skoraði eitt og átti þátt í hinum tveimur mörkunum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn en Matthías Vilhjálmsson kom inná sem varamaður undir lok leiksins.Annað Íslendingalið tapaði líka í Evrópudeildinni í kvöld en Basel tapaði þá 2-1 á heimavelli á móti portúgalska liðinu Belenenses. Birkir Bjarnason kom inná sem varamaður á 58. mínútu en þá var staðan orðin 2-1 fyrir Belenenses. Lazio situr í toppsæti G-riðilsins með sjö stig af níu mögulegum en Rosenborg er á botninum með aðeins eitt stig. Lazio fékk tvö góð færi í upphafi leiks en missti síðan Maurício af velli með rautt spjald eftir aðeins sex mínútna leik eftir að hann felldi Ole Kristian Selnæs sem var að sleppa einn í gegn. Rosenborg hafði samt ekki heppnina með sér í færunum í fyrri hálfleiknum því tvisvar small boltinn í markrammanum hjá Lazio, fyrst eftir skot Jörgen Skjelvik og svo eftir skalla Alexanders Söderlund. Þess í stað voru það heimamenn sem skoruðu manni færri. Hólmar Örn Eyjólfsson missti augun af Alessandro Matri í smá stund og ítalski framherjinn nýtti sér það, fékk flotta sendingu inn fyrir frá Antonio Candreva og kom Lazio í 1-0 á 28. mínútu. Hólmar Örn gerði mistök í öðru marki Lazio þegar hann missti frá sér boltann og gaf Lazio tækifæri á að vinna boltann frétt fyrir framan teiginn. Alessandro Matri nýtti sér það, vann boltann og sendi hann á Felipe Anderson sem kom Lazio í 2-0 á 54. mínútu. Alexander Søderlund minnkaði muninn í 2-1 með skalla á 69. mínútu og fékk einnig færi til að jafna aðeins fjórum mínútum síðar. Alessandro Matri fiskaði víti á 80. mínútu en Antonio Candreva lét verja hjá sér. Hann skoraði hinsvegar úr frákastinu og kom Lazio í 3-1. Hólmar Örn bjargaði vel skömmu fyrir leikslok þegar Lazio gat komist í 4-1. Lazio-liðið gaf ekkert eftir og landaði tveggja marka sigri og um leið þriggja stiga forystu á toppi riðilsins. Alexander Søderlund fékk reyndar vítaspyrnu í uppbótartíma en lét Etrit Berisha verja frá sér.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira