Segir núverandi fyrirkomulag vera að eyðileggja samkeppni í flugi Sæunn Gísladóttir skrifar 22. október 2015 15:29 Félag atvinnurekenda fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í dag, um að núverandi fyrirkomulag á úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli hindri samkeppni. Félag atvinnurekenda fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í dag, um að núverandi fyrirkomulag á úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli feli í sér samkeppnishindranir. Félagið tekur ennfremur undir tilmæli Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda, um að þau grípi þegar í stað til aðgerða til að leiðrétta þessa stöðu. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hvatti nýverið til hins sama. Þetta kemur fram í frétt á vef FA.„Hér er um að ræða mjög afdráttarlausa og vel rökstudda niðurstöðu. Þetta er í raun áfellisdómur yfir stjórnvöldum sem hafa ekkert gert til að greiða fyrir samkeppni á þessum markaði sem er einn sá mikilvægasti fyrir samfélag okkar,” segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Hann bendir á að Samkeppniseftirlitið fari hörðum orðum bæði um opinbera hlutafélagið Isavia og um Samgöngustofu, en í tilmælum SE til innanríkisráðuneytisins segir: „Af samskiptum sínum við Samgöngustofu og Isavia getur Samkeppniseftirlitið ekki dregið aðra ályktun en að þessir opinberu aðilar hafi neikvætt viðhorf til samkeppni eða geri sér ekki grein fyrir þeim miklu hagsmunum sem felast í því að virk samkeppni ríki á flugmarkaði.“„Þetta er staðfesting á því sem allir gátu svo sem séð,“ segir Ólafur. „Þetta fyrirkomulag er að eyðileggja samkeppni í flugi til og frá landinu. Það þýðir tap neytenda sem fá dýrari vöru, tap samfélagsins sem fær færri ferðamenn og tap þeirra fyrirtækja sem berjast við að keppa þrátt fyrir að kerfið vinni gegn þeim. Ef stjórnvöld vilja vernda hagsmuni neytenda og almennings þá munu þau bregðast við þessu hratt og með afgerandi hætti. Stjórnvöld sem bera hagsmuni samkeppninnar fyrir brjósti munu auðvitað leggja hart að sér til að ryðja úr vegi þeim samkeppnishindrunum sem eru til staðar. Við tökum því eindregið undir hvatningu Samkeppniseftirlitsins til innanríkisráðherra.“ Ólafur bætir við að Samkeppniseftirlitið sýni þarna mikilvægi sitt í samfélagi okkar. „Framlag stofnunarinnar er hins vegar lítils virði ef það er hunsað af yfirvöldum eins og hefur ítrekað gerst, og er skemmst að minnast þess hvernig Alþingi gekk í sumar þvert á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um breytingar á fyrirkomulagi tollkvóta á búvörum. Hér er um svo stórt hagsmunamál að ræða að ráðherra getur ekki hunsað ábendingar Samkeppniseftirlitsins.“ Alþingi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Yfirvöld grípi til aðgerða vegna mikils samkeppnisforskots Icelandair Sú staðreynd að Icelandair hafi forgang að tilteknum afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli hindrar samkeppni á flugmarkaði hér á landi að mati Samkeppniseftirlitsins. 22. október 2015 14:42 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Félag atvinnurekenda fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í dag, um að núverandi fyrirkomulag á úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli feli í sér samkeppnishindranir. Félagið tekur ennfremur undir tilmæli Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda, um að þau grípi þegar í stað til aðgerða til að leiðrétta þessa stöðu. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hvatti nýverið til hins sama. Þetta kemur fram í frétt á vef FA.„Hér er um að ræða mjög afdráttarlausa og vel rökstudda niðurstöðu. Þetta er í raun áfellisdómur yfir stjórnvöldum sem hafa ekkert gert til að greiða fyrir samkeppni á þessum markaði sem er einn sá mikilvægasti fyrir samfélag okkar,” segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Hann bendir á að Samkeppniseftirlitið fari hörðum orðum bæði um opinbera hlutafélagið Isavia og um Samgöngustofu, en í tilmælum SE til innanríkisráðuneytisins segir: „Af samskiptum sínum við Samgöngustofu og Isavia getur Samkeppniseftirlitið ekki dregið aðra ályktun en að þessir opinberu aðilar hafi neikvætt viðhorf til samkeppni eða geri sér ekki grein fyrir þeim miklu hagsmunum sem felast í því að virk samkeppni ríki á flugmarkaði.“„Þetta er staðfesting á því sem allir gátu svo sem séð,“ segir Ólafur. „Þetta fyrirkomulag er að eyðileggja samkeppni í flugi til og frá landinu. Það þýðir tap neytenda sem fá dýrari vöru, tap samfélagsins sem fær færri ferðamenn og tap þeirra fyrirtækja sem berjast við að keppa þrátt fyrir að kerfið vinni gegn þeim. Ef stjórnvöld vilja vernda hagsmuni neytenda og almennings þá munu þau bregðast við þessu hratt og með afgerandi hætti. Stjórnvöld sem bera hagsmuni samkeppninnar fyrir brjósti munu auðvitað leggja hart að sér til að ryðja úr vegi þeim samkeppnishindrunum sem eru til staðar. Við tökum því eindregið undir hvatningu Samkeppniseftirlitsins til innanríkisráðherra.“ Ólafur bætir við að Samkeppniseftirlitið sýni þarna mikilvægi sitt í samfélagi okkar. „Framlag stofnunarinnar er hins vegar lítils virði ef það er hunsað af yfirvöldum eins og hefur ítrekað gerst, og er skemmst að minnast þess hvernig Alþingi gekk í sumar þvert á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um breytingar á fyrirkomulagi tollkvóta á búvörum. Hér er um svo stórt hagsmunamál að ræða að ráðherra getur ekki hunsað ábendingar Samkeppniseftirlitsins.“
Alþingi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Yfirvöld grípi til aðgerða vegna mikils samkeppnisforskots Icelandair Sú staðreynd að Icelandair hafi forgang að tilteknum afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli hindrar samkeppni á flugmarkaði hér á landi að mati Samkeppniseftirlitsins. 22. október 2015 14:42 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Yfirvöld grípi til aðgerða vegna mikils samkeppnisforskots Icelandair Sú staðreynd að Icelandair hafi forgang að tilteknum afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli hindrar samkeppni á flugmarkaði hér á landi að mati Samkeppniseftirlitsins. 22. október 2015 14:42