Freyr: Leikmenn okkar eiga meiri virðingu skilið en þetta Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2015 14:06 Freyr Alexandersson. vísir/vilhelm „Ég er sáttur að ná að klára þetta,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi um 4-0 sigurinn á Makedóníu í undankeppni EM 2017 í dag. Íslensku stelpurnar skoruðu mörkin fjögur á fyrsta hálftímanum á rennblautum vellinum í Skopje sem var líkari vatnaveröld en fótboltavelli. „Ég hef ekki stýrt leik við erfiðari aðstæður. Vallaraðstæður voru rosalegar og grasið sjálft hræðilegt. Við þurfum að breyta leikáætlun okkar,“ segir Freyr. „Við viljum reyna að halda aðeins í boltann og ná upp tempó og hröðum sendignum en við fórum bara í að koma honum beina leið fram og refsa á síðasta þriðjungi vallarins. Það var það eina sem var í goði.“Kvennaboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta Landsliðsþjálfarinn var eðlilega mjög ósáttur við vallaraðstæður í dag, en pollar voru úti um allt á vellinum og stoppaði boltinn oft þegar reynt var að senda hann á milli manna. „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta“ segir Freyr ósáttur. „Það er klárt að Guðrún Inga [Sívertsen, varaformaður KSí] og Klara [Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ] fara í þetta mál og ég treysti þeim fyrir því. Okkar stelpur eiga meiri virðingu skilið en þetta.“Ekki vallarklukka á vellinum Freyr var samt ánægður með hvernig stelpurnar okkar tækluðu verkefnið. „Miðað við allt fannst mér flott hvernig stelpurnar nálguðust þetta með krafti. Þær sýndu flott viðhorf og kláruðu þetta bara í fyrri hálfleik. Þær létu þetta ekkert pirra sig,“ segir Freyr, en það var ekki einu sinni vallarklukka á vellinum. „Ég var bara með úr á höndinni og þurfti að garga hvað var mikið búið. Þetta er náttúrlega ekki hægt, segir Freyr. Þjálfarinn segist sáttur með að allir leikmennirnir sluppu heilir og án guls spjalds frá leiknum, en hann vildi sjá fleiri mörk. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig það er bara vinna framundan fyrir leikinn gegn Slóveníu um helgina,“ segir Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
„Ég er sáttur að ná að klára þetta,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi um 4-0 sigurinn á Makedóníu í undankeppni EM 2017 í dag. Íslensku stelpurnar skoruðu mörkin fjögur á fyrsta hálftímanum á rennblautum vellinum í Skopje sem var líkari vatnaveröld en fótboltavelli. „Ég hef ekki stýrt leik við erfiðari aðstæður. Vallaraðstæður voru rosalegar og grasið sjálft hræðilegt. Við þurfum að breyta leikáætlun okkar,“ segir Freyr. „Við viljum reyna að halda aðeins í boltann og ná upp tempó og hröðum sendignum en við fórum bara í að koma honum beina leið fram og refsa á síðasta þriðjungi vallarins. Það var það eina sem var í goði.“Kvennaboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta Landsliðsþjálfarinn var eðlilega mjög ósáttur við vallaraðstæður í dag, en pollar voru úti um allt á vellinum og stoppaði boltinn oft þegar reynt var að senda hann á milli manna. „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta“ segir Freyr ósáttur. „Það er klárt að Guðrún Inga [Sívertsen, varaformaður KSí] og Klara [Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ] fara í þetta mál og ég treysti þeim fyrir því. Okkar stelpur eiga meiri virðingu skilið en þetta.“Ekki vallarklukka á vellinum Freyr var samt ánægður með hvernig stelpurnar okkar tækluðu verkefnið. „Miðað við allt fannst mér flott hvernig stelpurnar nálguðust þetta með krafti. Þær sýndu flott viðhorf og kláruðu þetta bara í fyrri hálfleik. Þær létu þetta ekkert pirra sig,“ segir Freyr, en það var ekki einu sinni vallarklukka á vellinum. „Ég var bara með úr á höndinni og þurfti að garga hvað var mikið búið. Þetta er náttúrlega ekki hægt, segir Freyr. Þjálfarinn segist sáttur með að allir leikmennirnir sluppu heilir og án guls spjalds frá leiknum, en hann vildi sjá fleiri mörk. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig það er bara vinna framundan fyrir leikinn gegn Slóveníu um helgina,“ segir Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira