Spectre sögð svöl og spennandi en falla fyrir gömlum klisjum Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2015 10:18 Daniel Craig snýr aftur sem James Bond í Spectre. vísir/getty Nýjasta kvikmyndin um njósnara hennar hátignar, James Bond, hefur fengið ágætis dóma frá gagnrýnendum úti í heimi. Nokkrir dómar hafa verið teknir saman um Spectre á vef breska ríkisútvarpsins BBC en hún fær til að mynda fimm stjörnur frá gagnrýnanda breska dagblaðsins The Guardian, Peter Bradshaw. Hann segir Spectre hreinræktaða hasarmynd, hlaðin spennu og brjálæðislega skemmtileg. Gagnrýnandi The Times segir Spectre vera þremur númerum of svöl á meðan gagnrýnandi The Independent segir hana vera jafningja forvera síns Skyfall sem kom út árið 2012. Gagnrýnendur fengu að sjá Spectre í gær en hún verður frumsýnd á mánudag í Bretlandi en verður tekin til sýninga á Íslandi 6. nóvember næstkomandi. Leikstjóri myndarinnar er Sam Mendes, sá hinn sami og leikstýrði Skyfall, en Daniel Craig fer með hlutverk njósnarans sem tekst á við glæpasamtökin Spectre. Tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn Christoph Waltz fer með hlutverk í myndinni ásamt Lea Seydoux og Monicu Belluci. Þetta er 24. myndin í þessari langlífu kvikmyndaseríu. Gagnrýnandi Daily Mirror segir myndina vera til jafns við bestu stundir njósnarans og að hún innihaldi magnaðar hasarsenur. Gagnrýnandi The Sun segir myndina innihalda allt það sem einkenni James Bond og að opnunarsenan sé hreint mögnuð. Gagnrýnandi Variety tekur undir með The Sun og segir Spectre innihalda eina af bestu opnunarsenum í James Bond-seríunni, sem gerist í Mexíkóborg á degi hinna dauðu. Aðrir miðlar sem gera út á kvikmyndaumfjöllun voru ekki eins hrifnir að sögn BBC. Til að mynda gagnrýnandi Hollywood Reporter sem segir Spectre vera verri mynd en Skyfall og að hún geri út á gamlar og þreyttar klisjur úr Bond-myndunum.Screen International segir myndina fara eftir Bond-formúlunni og útkoman sé fremur flöt og gamaldags James Bond-mynd. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bílar að andvirði 4,7 milljarða eyðilagðir við gerð Spectre Eyðilögðu 7 af 10 Aston Martin DB10 bílum sem notaðir voru. 1. október 2015 10:56 Ef Bond verður með Sony síma í Spectre þá er það ekki vegna hrifningar Daniels Craig Aðstandendur myndarinnar sögðu Bond aðeins nota það besta og að Sony Xperia Z4-síminn sé ekki sá besti. 24. apríl 2015 12:46 Reynt að hafa áhættuatriðin raunveruleg - Myndband "Hefðin fyrir Bond er;w raunveruleg áhættuatriði, raunverulegur hasar og alvöru sprengingar.“ 25. september 2015 15:02 Sjáðu myndbandið við nýja Bond-lagið með Sam Smith Fyrir nokkrum dögum kom nýja James Bond lagið í flutningi Sam Smith út en lagið heitir Writing's on the Wall og verður aðallagið í myndinni Spectre. 5. október 2015 11:30 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nýjasta kvikmyndin um njósnara hennar hátignar, James Bond, hefur fengið ágætis dóma frá gagnrýnendum úti í heimi. Nokkrir dómar hafa verið teknir saman um Spectre á vef breska ríkisútvarpsins BBC en hún fær til að mynda fimm stjörnur frá gagnrýnanda breska dagblaðsins The Guardian, Peter Bradshaw. Hann segir Spectre hreinræktaða hasarmynd, hlaðin spennu og brjálæðislega skemmtileg. Gagnrýnandi The Times segir Spectre vera þremur númerum of svöl á meðan gagnrýnandi The Independent segir hana vera jafningja forvera síns Skyfall sem kom út árið 2012. Gagnrýnendur fengu að sjá Spectre í gær en hún verður frumsýnd á mánudag í Bretlandi en verður tekin til sýninga á Íslandi 6. nóvember næstkomandi. Leikstjóri myndarinnar er Sam Mendes, sá hinn sami og leikstýrði Skyfall, en Daniel Craig fer með hlutverk njósnarans sem tekst á við glæpasamtökin Spectre. Tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn Christoph Waltz fer með hlutverk í myndinni ásamt Lea Seydoux og Monicu Belluci. Þetta er 24. myndin í þessari langlífu kvikmyndaseríu. Gagnrýnandi Daily Mirror segir myndina vera til jafns við bestu stundir njósnarans og að hún innihaldi magnaðar hasarsenur. Gagnrýnandi The Sun segir myndina innihalda allt það sem einkenni James Bond og að opnunarsenan sé hreint mögnuð. Gagnrýnandi Variety tekur undir með The Sun og segir Spectre innihalda eina af bestu opnunarsenum í James Bond-seríunni, sem gerist í Mexíkóborg á degi hinna dauðu. Aðrir miðlar sem gera út á kvikmyndaumfjöllun voru ekki eins hrifnir að sögn BBC. Til að mynda gagnrýnandi Hollywood Reporter sem segir Spectre vera verri mynd en Skyfall og að hún geri út á gamlar og þreyttar klisjur úr Bond-myndunum.Screen International segir myndina fara eftir Bond-formúlunni og útkoman sé fremur flöt og gamaldags James Bond-mynd.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bílar að andvirði 4,7 milljarða eyðilagðir við gerð Spectre Eyðilögðu 7 af 10 Aston Martin DB10 bílum sem notaðir voru. 1. október 2015 10:56 Ef Bond verður með Sony síma í Spectre þá er það ekki vegna hrifningar Daniels Craig Aðstandendur myndarinnar sögðu Bond aðeins nota það besta og að Sony Xperia Z4-síminn sé ekki sá besti. 24. apríl 2015 12:46 Reynt að hafa áhættuatriðin raunveruleg - Myndband "Hefðin fyrir Bond er;w raunveruleg áhættuatriði, raunverulegur hasar og alvöru sprengingar.“ 25. september 2015 15:02 Sjáðu myndbandið við nýja Bond-lagið með Sam Smith Fyrir nokkrum dögum kom nýja James Bond lagið í flutningi Sam Smith út en lagið heitir Writing's on the Wall og verður aðallagið í myndinni Spectre. 5. október 2015 11:30 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bílar að andvirði 4,7 milljarða eyðilagðir við gerð Spectre Eyðilögðu 7 af 10 Aston Martin DB10 bílum sem notaðir voru. 1. október 2015 10:56
Ef Bond verður með Sony síma í Spectre þá er það ekki vegna hrifningar Daniels Craig Aðstandendur myndarinnar sögðu Bond aðeins nota það besta og að Sony Xperia Z4-síminn sé ekki sá besti. 24. apríl 2015 12:46
Reynt að hafa áhættuatriðin raunveruleg - Myndband "Hefðin fyrir Bond er;w raunveruleg áhættuatriði, raunverulegur hasar og alvöru sprengingar.“ 25. september 2015 15:02
Sjáðu myndbandið við nýja Bond-lagið með Sam Smith Fyrir nokkrum dögum kom nýja James Bond lagið í flutningi Sam Smith út en lagið heitir Writing's on the Wall og verður aðallagið í myndinni Spectre. 5. október 2015 11:30