Það er veisla! Frosti Logason skrifar 22. október 2015 07:00 Á Vesturlöndum gerast nú víða spennandi hlutir í stjórnmálum. Í Bandaríkjunum fer eldri borgarinn Bernie Sanders um sem öskrandi byltingarmaður, boðar nýjar áherslur sem hingað til hafa þótt helgispjöll þar í landi. Mannsæmandi kjör fyrir almúgann á kostnað hinna moldríku. Skandinavískur sósíalismi er mantran og boðskapurinn selst vel. Í Stóra-Bretlandi hefur annað gamalmenni, Jeremy Corbyn, tekið stjórnartaumana í Verkamannaflokknum og þaðan hljóma svipuð stef. Meira réttlæti, minni ójöfnuður og útrýming fátæktar. Það er alþýðubylting í loftinu. Óvæntur sigur frjálslyndra í Kanada er einnig í þessum sama anda. Þar á nú að nota opinbert fé í framkvæmdir, herða baráttuna gegn loftslagsbreytingum, hækka skatta á hina ríku og lækka á almúgann. Leiðtogi frjálslyndra, sem nú er að verða forsætisráðherra þar í landi, ætlar að gera það að sínu fyrsta embættisverki að lögleiða kannabis. Fólk er að vakna. Á Íslandi erum við svo líka í fínum málum. Sjávarútvegur og ferðaþjónustan mala gull og fá þar af leiðandi að borga lægstu skattana. Ellilífeyrisþegar lepja dauðann úr skel og heilbrigðiskerfið er holað að innan. Reyndir lögreglumenn eru með helmingi lægri laun en nýútskrifaðir prestar. Við viljum meiri útblástur og fleiri dópista í fangelsi. Íslensk stjórnmál snúast nú um kaup og sölu á endurreistum skrímslum hrunsins. Þau eru öðrum þræði viðskiptabankar almennings sem bjóða upp á lífstíðarfangelsi okurvaxta, um leið og þeir eru fjárfestingarbankar smjörkúka sem maka krókinn á vildarkjörum lokaðra hlutabréfaútboða. Það er veisla í gangi en ég kýs að afþakka. Má ég frekar fá einn góðan ellilífeyrisþega sem er til í byltingu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Á Vesturlöndum gerast nú víða spennandi hlutir í stjórnmálum. Í Bandaríkjunum fer eldri borgarinn Bernie Sanders um sem öskrandi byltingarmaður, boðar nýjar áherslur sem hingað til hafa þótt helgispjöll þar í landi. Mannsæmandi kjör fyrir almúgann á kostnað hinna moldríku. Skandinavískur sósíalismi er mantran og boðskapurinn selst vel. Í Stóra-Bretlandi hefur annað gamalmenni, Jeremy Corbyn, tekið stjórnartaumana í Verkamannaflokknum og þaðan hljóma svipuð stef. Meira réttlæti, minni ójöfnuður og útrýming fátæktar. Það er alþýðubylting í loftinu. Óvæntur sigur frjálslyndra í Kanada er einnig í þessum sama anda. Þar á nú að nota opinbert fé í framkvæmdir, herða baráttuna gegn loftslagsbreytingum, hækka skatta á hina ríku og lækka á almúgann. Leiðtogi frjálslyndra, sem nú er að verða forsætisráðherra þar í landi, ætlar að gera það að sínu fyrsta embættisverki að lögleiða kannabis. Fólk er að vakna. Á Íslandi erum við svo líka í fínum málum. Sjávarútvegur og ferðaþjónustan mala gull og fá þar af leiðandi að borga lægstu skattana. Ellilífeyrisþegar lepja dauðann úr skel og heilbrigðiskerfið er holað að innan. Reyndir lögreglumenn eru með helmingi lægri laun en nýútskrifaðir prestar. Við viljum meiri útblástur og fleiri dópista í fangelsi. Íslensk stjórnmál snúast nú um kaup og sölu á endurreistum skrímslum hrunsins. Þau eru öðrum þræði viðskiptabankar almennings sem bjóða upp á lífstíðarfangelsi okurvaxta, um leið og þeir eru fjárfestingarbankar smjörkúka sem maka krókinn á vildarkjörum lokaðra hlutabréfaútboða. Það er veisla í gangi en ég kýs að afþakka. Má ég frekar fá einn góðan ellilífeyrisþega sem er til í byltingu?
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun