Hólmar Örn: Klose er átrúnaðargoðið mitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2015 22:30 Hólmar Örn Eyjólfsson. Vísir/Valli Hólmar Örn Eyjólfsson er spenntur fyrir leik Rosenborg og Lazio í Evrópudeildinni annað kvöld. Hólmar Örn var í viðtali hjá norska blaðinu Adresseavisen. Þýski framherjinn Miroslav Klose spilar með Lazio en enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir þýska landsliðið eða í úrslitakeppni HM. Hólmar Örn viðurkennir það fúslega að hann haldi mikið upp á Klose og hafi gert það lengi. „Ég hef beðið lengi eftir þessum leik," sagði Hólmar Örn í viðtalinu í Adresseavisen. „Við vitum að Lazio er með gott lið og þetta er mikilvægt próf fyrir okkur að mæta einu af stærstu liðunum í keppninni," sagði Hólmar Örn en leikurinn fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm. „Ég elska það að mæta íþróttamönnum á hæsta stigi því það er flott tækifæri fyrir mig að sjá hvar ég stend. Ég ætla að njóta hverrar mínútu á móti Klose ef hann spilar í þessum leik," sagði Hólmar örn. „Ég hef í mörg ár horft á hann spila með þýska landsliðinu og hann hefur verið átrúnaðargoðið mitt síðan að ég var tíu ára," sagði Hólmar Örn. Hólmar Örn var tíu ára gamall árið 2000 en þá lék faðir hans Eyjólfur Sverrisson með Hertha Berlín í Þýskalandi. Rosenborg hefur náð í 1 stig út úr tveimur fyrstu leikjum sínum en það kom í 2-2 jafntefli á útivelli á móti franska liðinu Saint-Étienne. Rosenborg tapaði 1-0 á heimavelli í síðasta leik sínum sem var á móti úkraínska liðinu Dnipro Dnipropetrovsk. Lazio hefur 4 stig og er í efsta sæti riðilsins. Miroslav Klose sem er orðinn 37 ára gamall hefur verið meiddur í upphafi tímabilsins og á enn eftir að spila í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Evrópudeild UEFA Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Hólmar Örn Eyjólfsson er spenntur fyrir leik Rosenborg og Lazio í Evrópudeildinni annað kvöld. Hólmar Örn var í viðtali hjá norska blaðinu Adresseavisen. Þýski framherjinn Miroslav Klose spilar með Lazio en enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir þýska landsliðið eða í úrslitakeppni HM. Hólmar Örn viðurkennir það fúslega að hann haldi mikið upp á Klose og hafi gert það lengi. „Ég hef beðið lengi eftir þessum leik," sagði Hólmar Örn í viðtalinu í Adresseavisen. „Við vitum að Lazio er með gott lið og þetta er mikilvægt próf fyrir okkur að mæta einu af stærstu liðunum í keppninni," sagði Hólmar Örn en leikurinn fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm. „Ég elska það að mæta íþróttamönnum á hæsta stigi því það er flott tækifæri fyrir mig að sjá hvar ég stend. Ég ætla að njóta hverrar mínútu á móti Klose ef hann spilar í þessum leik," sagði Hólmar örn. „Ég hef í mörg ár horft á hann spila með þýska landsliðinu og hann hefur verið átrúnaðargoðið mitt síðan að ég var tíu ára," sagði Hólmar Örn. Hólmar Örn var tíu ára gamall árið 2000 en þá lék faðir hans Eyjólfur Sverrisson með Hertha Berlín í Þýskalandi. Rosenborg hefur náð í 1 stig út úr tveimur fyrstu leikjum sínum en það kom í 2-2 jafntefli á útivelli á móti franska liðinu Saint-Étienne. Rosenborg tapaði 1-0 á heimavelli í síðasta leik sínum sem var á móti úkraínska liðinu Dnipro Dnipropetrovsk. Lazio hefur 4 stig og er í efsta sæti riðilsins. Miroslav Klose sem er orðinn 37 ára gamall hefur verið meiddur í upphafi tímabilsins og á enn eftir að spila í Evrópudeildinni á þessu tímabili.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira