Sara Björk: Svíavæll í Guggu Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2015 13:30 Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eru klárar í slaginn. mynd/skjáskot Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru mættar til Makedóníu þar sem þær eiga leik gegn heimakonum í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017 á morgun. Ísland byrjaði á 2-0 sigri gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli í fyrstu umferð, en á nú tvo leiki á útivelli gegn Makedóníu og Slóveníu. Tveir lykilmenn liðsins; Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir, eru nýkrýndir landsmeistarar. Guðbjörg með Lilleström í Noregi en Sara með Rosengård í Svíþjóð. Í viðtali við SportTV töluðu þær um fögnuðinn eftir að vinna deildina, en töluvert meira fjör var hjá Söru og stöllum hennar í Rosengård í Svíþjóð. „Þetta var aðeins meira spennandi hjá Söru því þær tryggðu titillinn í lokaumferðinni. Við erum búnar að vita svolítinn tíma að við myndum vinna og enn eru tveir leikir eru eftir. Þetta var pínu formsatriði hjá okkur,“ segir Guðbjörg sem ver mark Lilleström. „Það var æðislegt að vinna titilinn í lokaumferðinni eftir langt og erfitt tímabil,“ segir Sara Björk sem viðurkennir að það sé skemmtilegra að mæta í landsliðsferðir eftir sigur í deildinni í stað þess að fá silfur. „Ég hefði verið mjög súr. En ég næ að kúpla mig út úr þessu með landsliðinu. Þetta er annað verkefni, en ég er ánægð í dag,“ sagði hún. Stelpunum líst vel á aðstæður í Makedóníu, en grasið á leikvanginum þar sem spilað er lítur vel út að sögn Guðbjargar. „Maður veit aldrei við hverju maður á að búast þegar maður kemur til þessara landa. En ég held þetta sé bara í góðu lagi,“ segir Guðbjörg sem fékk frí á æfingu í gær. „Hún er orðin eins og Svíi. Það er einhver væll í henni,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir þá kímin að lokum. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru mættar til Makedóníu þar sem þær eiga leik gegn heimakonum í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017 á morgun. Ísland byrjaði á 2-0 sigri gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli í fyrstu umferð, en á nú tvo leiki á útivelli gegn Makedóníu og Slóveníu. Tveir lykilmenn liðsins; Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir, eru nýkrýndir landsmeistarar. Guðbjörg með Lilleström í Noregi en Sara með Rosengård í Svíþjóð. Í viðtali við SportTV töluðu þær um fögnuðinn eftir að vinna deildina, en töluvert meira fjör var hjá Söru og stöllum hennar í Rosengård í Svíþjóð. „Þetta var aðeins meira spennandi hjá Söru því þær tryggðu titillinn í lokaumferðinni. Við erum búnar að vita svolítinn tíma að við myndum vinna og enn eru tveir leikir eru eftir. Þetta var pínu formsatriði hjá okkur,“ segir Guðbjörg sem ver mark Lilleström. „Það var æðislegt að vinna titilinn í lokaumferðinni eftir langt og erfitt tímabil,“ segir Sara Björk sem viðurkennir að það sé skemmtilegra að mæta í landsliðsferðir eftir sigur í deildinni í stað þess að fá silfur. „Ég hefði verið mjög súr. En ég næ að kúpla mig út úr þessu með landsliðinu. Þetta er annað verkefni, en ég er ánægð í dag,“ sagði hún. Stelpunum líst vel á aðstæður í Makedóníu, en grasið á leikvanginum þar sem spilað er lítur vel út að sögn Guðbjargar. „Maður veit aldrei við hverju maður á að búast þegar maður kemur til þessara landa. En ég held þetta sé bara í góðu lagi,“ segir Guðbjörg sem fékk frí á æfingu í gær. „Hún er orðin eins og Svíi. Það er einhver væll í henni,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir þá kímin að lokum. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Sjá meira