Solskjær aftur kominn heim til Molde Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2015 09:00 Ole Gunnar Solskjær gerði Molde að Noregsmeisturum tvö ár í röð. vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherji Manchester United, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Molde, en hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við uppeldisfélag sitt. Þetta er í annað sinn sem Solkskjær tekur við Molde, en hann stýrði liðinu til síns fyrsta meistaratitils á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari árið 2011. Hann vann deildina svo aftur ári síðar. Velgengni hans í Noregi og leikmannaferill á Englandi varð til þess að hann fékk knattspyrnustjóra starfið hjá Cardiff þegar velska liðið spilaði í ensku úrvalsdeildinni 2014. Norðmaðurinn átti dapra tíma hjá Cardiff þar sem hann féll með liðið og var svo rekinn snemma á næstu leiktíð þegar Cardiff byrjaði illa í B-deildinni. Solkskjær tók því rólega eftir það og fór að þjálfa unglingalið Clausenengen þar sem sonur hans spilar. Clausenengen kom til Íslands til að spila á Rey Cup í sumar og var Solskjær með í för. Solskjær tekur við starfinu af Erling Moe sem hefur stýrt Molde síðan Tor Ole Skullerud var rekinn í byrjun mánaðarins. Skullerud gerði eins og Solskjær og vann deildina í fyrstu tilraun á síðustu leiktíð og bætti bikarnum við. Molde er í sjöunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar, en árangur liðsins þykir ekki nógu góður og var Skullerud því látinn fara. Solskjær fer strax af stað með Molde-liðið, en hann stýrir því í Evrópudeildinni gegn Celtic á heimavelli annað kvöld. Molde byrjar vel í Evrópudeildinni, en liðið er í fyrsta sæti með fjögur stig í ansi erfiðum riðli. Það er búið að gera 1-1 jafntefli við Ajax á útivelli og vinna Fenerbache á útivelli. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherji Manchester United, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Molde, en hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við uppeldisfélag sitt. Þetta er í annað sinn sem Solkskjær tekur við Molde, en hann stýrði liðinu til síns fyrsta meistaratitils á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari árið 2011. Hann vann deildina svo aftur ári síðar. Velgengni hans í Noregi og leikmannaferill á Englandi varð til þess að hann fékk knattspyrnustjóra starfið hjá Cardiff þegar velska liðið spilaði í ensku úrvalsdeildinni 2014. Norðmaðurinn átti dapra tíma hjá Cardiff þar sem hann féll með liðið og var svo rekinn snemma á næstu leiktíð þegar Cardiff byrjaði illa í B-deildinni. Solkskjær tók því rólega eftir það og fór að þjálfa unglingalið Clausenengen þar sem sonur hans spilar. Clausenengen kom til Íslands til að spila á Rey Cup í sumar og var Solskjær með í för. Solskjær tekur við starfinu af Erling Moe sem hefur stýrt Molde síðan Tor Ole Skullerud var rekinn í byrjun mánaðarins. Skullerud gerði eins og Solskjær og vann deildina í fyrstu tilraun á síðustu leiktíð og bætti bikarnum við. Molde er í sjöunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar, en árangur liðsins þykir ekki nógu góður og var Skullerud því látinn fara. Solskjær fer strax af stað með Molde-liðið, en hann stýrir því í Evrópudeildinni gegn Celtic á heimavelli annað kvöld. Molde byrjar vel í Evrópudeildinni, en liðið er í fyrsta sæti með fjögur stig í ansi erfiðum riðli. Það er búið að gera 1-1 jafntefli við Ajax á útivelli og vinna Fenerbache á útivelli.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti