Breytt vinnumarkaðslíkan eða nýtt samfélagslíkan? Skjóðan skrifar 21. október 2015 07:00 Ekkert vinnumarkaðslíkan er í notkun hérlendis – alla vega ekkert sem nein sátt ríkir um. Aðilar hins almenna vinnumarkaðar reka upp harmakvein þegar háskólamenntað fólk krefst leiðréttingar á launakjörum sínum og algerlega er talið fráleitt að hífa laun láglaunafólks svo hátt að fólk eigi raunhæfa möguleika á að lifa af launum sínum. Slíkt veldur allt að sögn of mikilli þenslu í hagkerfinu, sem aftur leiðir til verðbólgu sem allir vita að hækkar verðtryggðu lánin sem flestir burðast með sem myllustein um hálsinn. Þess vegna eru skilaboðin frá aðilum hins almenna vinnumarkaðar, Seðlabankanum og stjórnvöldum skýr; þrátt fyrir að allir séu af vilja gerðir til að lagfæra launakjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og láglaunafólks skal fólk sætta sig við örlitla flís því verðtryggingin gleypir allar leiðréttingar og lagfæringar, og gott betur. Allt umfram flísina veldur kjaraskerðingu þegar upp er staðið. Hví skilur fólkið þetta ekki? Kannski ríflega fjögur hundruð milljarða hagnaður nýju bankanna frá hruni, á sama tíma og fólkið hefur mátt herða sultarólar, glepji sýn? Skyldi launaskrið stjórnenda stórfyrirtækja og banka skapa glýju í augum almúgans? Skyldi afhending sameiginlegra þjóðarauðlinda til fámennrar klíku fyrir slikk pirra pupulinn svo mjög að hann ani endalaust út í vinnudeilur? Er þetta kannski bara öfundsýki? Eða er kannski kominn tími til að gera róttækar breytingar; ekki aðeins skipta um vinnumarkaðslíkan heldur ráðast á sjálft samfélagslíkanið? Taka til endurskoðunar hinn svonefnda „samfélagssáttmála“ sem hvort eð er stendur ekki undir nafni þar sem hér er engin sátt. Það sést af síendurteknum vinnudeilum, sem skaða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Nú er Ísland ekki eina landið sem stendur frammi fyrir því að gríðarlegur auður safnast á hendur örfárra á meðan millistéttin breytist í lágstétt og lægst launaða fólkið getur mögulega átt í sig, eða á, eða þak yfir höfuðið – en alls ekki allt í senn. Það réttlætir ekki ástandið hér á landi að aðrir búi við sams konar vanda. Samkeppnisstaða flestra íslenskra fyrirtækja, annarra en útgerðarfyrirtækja og nokkurra stærstu fyrirtækja landsins, er afleit vegna gríðarlega mikils fjármagnskostnaðar. Öll milljarðahundruðin sem renna inn í bankana draga úr getu íslensks atvinnulífs til að greiða mannsæmandi laun á sama tíma og háir vextir og gjaldtaka banka sogar til sín sífellt stærri hluta ráðstöfunartekna almennings. Nýtt vinnumarkaðslíkan á Íslandi hlýtur að byggjast á því að tekið verði á ofurhagnaði banka og markaðslausnir verði notaðar til að verðleggja aðgang að takmörkuðum auðlindum í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Málið snýst ekki um réttlæti eitt og sér heldur ekki síður um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs til framtíðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Ekkert vinnumarkaðslíkan er í notkun hérlendis – alla vega ekkert sem nein sátt ríkir um. Aðilar hins almenna vinnumarkaðar reka upp harmakvein þegar háskólamenntað fólk krefst leiðréttingar á launakjörum sínum og algerlega er talið fráleitt að hífa laun láglaunafólks svo hátt að fólk eigi raunhæfa möguleika á að lifa af launum sínum. Slíkt veldur allt að sögn of mikilli þenslu í hagkerfinu, sem aftur leiðir til verðbólgu sem allir vita að hækkar verðtryggðu lánin sem flestir burðast með sem myllustein um hálsinn. Þess vegna eru skilaboðin frá aðilum hins almenna vinnumarkaðar, Seðlabankanum og stjórnvöldum skýr; þrátt fyrir að allir séu af vilja gerðir til að lagfæra launakjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og láglaunafólks skal fólk sætta sig við örlitla flís því verðtryggingin gleypir allar leiðréttingar og lagfæringar, og gott betur. Allt umfram flísina veldur kjaraskerðingu þegar upp er staðið. Hví skilur fólkið þetta ekki? Kannski ríflega fjögur hundruð milljarða hagnaður nýju bankanna frá hruni, á sama tíma og fólkið hefur mátt herða sultarólar, glepji sýn? Skyldi launaskrið stjórnenda stórfyrirtækja og banka skapa glýju í augum almúgans? Skyldi afhending sameiginlegra þjóðarauðlinda til fámennrar klíku fyrir slikk pirra pupulinn svo mjög að hann ani endalaust út í vinnudeilur? Er þetta kannski bara öfundsýki? Eða er kannski kominn tími til að gera róttækar breytingar; ekki aðeins skipta um vinnumarkaðslíkan heldur ráðast á sjálft samfélagslíkanið? Taka til endurskoðunar hinn svonefnda „samfélagssáttmála“ sem hvort eð er stendur ekki undir nafni þar sem hér er engin sátt. Það sést af síendurteknum vinnudeilum, sem skaða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Nú er Ísland ekki eina landið sem stendur frammi fyrir því að gríðarlegur auður safnast á hendur örfárra á meðan millistéttin breytist í lágstétt og lægst launaða fólkið getur mögulega átt í sig, eða á, eða þak yfir höfuðið – en alls ekki allt í senn. Það réttlætir ekki ástandið hér á landi að aðrir búi við sams konar vanda. Samkeppnisstaða flestra íslenskra fyrirtækja, annarra en útgerðarfyrirtækja og nokkurra stærstu fyrirtækja landsins, er afleit vegna gríðarlega mikils fjármagnskostnaðar. Öll milljarðahundruðin sem renna inn í bankana draga úr getu íslensks atvinnulífs til að greiða mannsæmandi laun á sama tíma og háir vextir og gjaldtaka banka sogar til sín sífellt stærri hluta ráðstöfunartekna almennings. Nýtt vinnumarkaðslíkan á Íslandi hlýtur að byggjast á því að tekið verði á ofurhagnaði banka og markaðslausnir verði notaðar til að verðleggja aðgang að takmörkuðum auðlindum í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Málið snýst ekki um réttlæti eitt og sér heldur ekki síður um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs til framtíðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira