Truflanir á innflutningi nauðsynja vegna verkfalls Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2015 14:11 "Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar truflanir verða á innflutningi vegna verkfalls opinberra starfsmanna.“ Vísir/HARI Félag atvinnurekenda segir mat, barnamjólk og sprautunálar ekki fá tollagreiðslu vegna verkfalls SFR. Í tilkynningu frá félaginu segir að vitað sé að farmskrár frá flutningafélögum lesist oft ekki sjálfkrafa inn í rafrænt kerfi Tollstjóra. Þar sem enginn sinni slíkum uppákomum í verkfallinu fáist vörurnar því ekki tollafgreiddar. Þá er bent á í tilkynningunni að Tollstjóri gefið út að verkfallið myndi ekki hafa áhrif á tollagreiðslu skipa og flugvéla. „Innflytjendur heilbrigðisvara á borð við sprautunálar og sprautur, sem notaðar eru á sjúkrahúsum, hafa sótt um undanþágur til undanþágunefndar SFR, en þær hafa enn ekki fengist afgreiddar. Er Landspítalinn þó til dæmis í brýnni þörf fyrir að vörurnar fáist afhentar,“ segir í tilkynningunni.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Vísir/ValliÞar að auki er starfsmaður Matvælastofnunar sem skrifar upp á heilbrigðisvottorð fyrir þurrmjólk fyrir ungabörn í verkfalli og því er sú vara ekki heldur tollafgreidd. „Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar truflanir verða á innflutningi vegna verkfalls opinberra starfsmanna. Því miður stefnir í skort á ýmsum nauðsynjavörum dragist verkfallið á langinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Eins og í verkfalli BHM beinum við þeim tilmælum til forstöðumanna og stjórnenda ríkisstofnana, sem ekki eru í verkfalli, að þeir sinni skyldum sínum og takmarki það tjón sem af verkfallinu leiðir. Þeir hafa heimild til að ganga í störf undirmanna samkvæmt skýrum fordæmum í íslenskum vinnurétti og geta þannig bjargað verðmætum og afstýrt fjárhagstjóni umfram það sem óumflýjanlega fylgir verkfalli.“ Verkfall 2016 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Félag atvinnurekenda segir mat, barnamjólk og sprautunálar ekki fá tollagreiðslu vegna verkfalls SFR. Í tilkynningu frá félaginu segir að vitað sé að farmskrár frá flutningafélögum lesist oft ekki sjálfkrafa inn í rafrænt kerfi Tollstjóra. Þar sem enginn sinni slíkum uppákomum í verkfallinu fáist vörurnar því ekki tollafgreiddar. Þá er bent á í tilkynningunni að Tollstjóri gefið út að verkfallið myndi ekki hafa áhrif á tollagreiðslu skipa og flugvéla. „Innflytjendur heilbrigðisvara á borð við sprautunálar og sprautur, sem notaðar eru á sjúkrahúsum, hafa sótt um undanþágur til undanþágunefndar SFR, en þær hafa enn ekki fengist afgreiddar. Er Landspítalinn þó til dæmis í brýnni þörf fyrir að vörurnar fáist afhentar,“ segir í tilkynningunni.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Vísir/ValliÞar að auki er starfsmaður Matvælastofnunar sem skrifar upp á heilbrigðisvottorð fyrir þurrmjólk fyrir ungabörn í verkfalli og því er sú vara ekki heldur tollafgreidd. „Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar truflanir verða á innflutningi vegna verkfalls opinberra starfsmanna. Því miður stefnir í skort á ýmsum nauðsynjavörum dragist verkfallið á langinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Eins og í verkfalli BHM beinum við þeim tilmælum til forstöðumanna og stjórnenda ríkisstofnana, sem ekki eru í verkfalli, að þeir sinni skyldum sínum og takmarki það tjón sem af verkfallinu leiðir. Þeir hafa heimild til að ganga í störf undirmanna samkvæmt skýrum fordæmum í íslenskum vinnurétti og geta þannig bjargað verðmætum og afstýrt fjárhagstjóni umfram það sem óumflýjanlega fylgir verkfalli.“
Verkfall 2016 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira