Guðbjörg fékk tvo bikara í fangið í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2015 12:30 Guðbjörg Gunnarsdóttir. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir fagnaði í gær með liðsfélögum sínum í Lilleström þegar Noregsmeistararnir fengu gullverðlaun sín afhent eftir lokaleikinn. Guðbjörg gat ekki spilað lokaleikina vegna meiðsla sem hún hlaut í landsleik á móti Slóvenum á dögunum. Lilleström saknaði hennar greinilega því liðið fékk á sig fjögur mörk í leiknum. Gull um hálsinn, gullhattur á höfuðið og Noregsbikarinn í fangið voru þó ekki einu verðlaunin sem Guðbjörg fékk í gær. Guðbjörg var nefnilega kosin besti markvörður norsku deildarinnar á þessu tímabili og var hún verðlaunuð við sama tilefni. Guðbjörg fékk því ólíkt öðrum liðsfélögum sínum tvo bikara í fangið í gær. Lilleström var búið að tryggja sér meistaratitilinn fyrir nokkru og áður en Guðbjörg meiddist. Leikirnir tveir sem hún missti af í lokaumferðunum skiptu liðið því engu máli. Þetta 4-0 tap Lilleström á móti Kolbotn í lokaumferðinni þýddi hinsvegar að Lilleström-liðið fékk ekki á sig fæst mörk í deildinni því liðið fékk á sig einu marki meira en Avaldsnes. Guðbjörg spilaði 20 af 22 leikjum Lilleström á tímabilinu og fékk á sig 12 mörk í þeim. Hún hélt hreinu í 11 af þessum 20 leikjum. Það er nóg framundan því Lilleström spilar tvo leiki við þýska stórliðið FFC Frankfurt í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og í framhaldi af því er síðan bikarúrslitaleikur við Avaldsnes. Guðbjörg er í kapphlaupi um að ná sér góðri af meiðslum sínum fyrir þessa stórleiki. Hún var óheppin að meiðast í umræddum landsleik en fékk tvö tækifæri til að brosa út að eyrum í gær.Posted by LSK Kvinner on 8. nóvember 2015 Posted by LSK Kvinner on 8. nóvember 2015 Posted by LSK Kvinner on 8. nóvember 2015 Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Hólmfríður valin sóknarmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Avaldsnes og íslenska landsliðsins, var í dag valin sóknarmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni 7. nóvember 2015 22:30 Gunnhildur Yrsa á skotskónum í lokaumferðinni í Noregi Gunnhildur Yrsa komst á blað í 4-1 sigri Stabæk í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar en liðsfélagar Guðbjargar Gunnarsdóttir fengu óvæntan 0-4 skell í fjarveru hennar. 7. nóvember 2015 14:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir fagnaði í gær með liðsfélögum sínum í Lilleström þegar Noregsmeistararnir fengu gullverðlaun sín afhent eftir lokaleikinn. Guðbjörg gat ekki spilað lokaleikina vegna meiðsla sem hún hlaut í landsleik á móti Slóvenum á dögunum. Lilleström saknaði hennar greinilega því liðið fékk á sig fjögur mörk í leiknum. Gull um hálsinn, gullhattur á höfuðið og Noregsbikarinn í fangið voru þó ekki einu verðlaunin sem Guðbjörg fékk í gær. Guðbjörg var nefnilega kosin besti markvörður norsku deildarinnar á þessu tímabili og var hún verðlaunuð við sama tilefni. Guðbjörg fékk því ólíkt öðrum liðsfélögum sínum tvo bikara í fangið í gær. Lilleström var búið að tryggja sér meistaratitilinn fyrir nokkru og áður en Guðbjörg meiddist. Leikirnir tveir sem hún missti af í lokaumferðunum skiptu liðið því engu máli. Þetta 4-0 tap Lilleström á móti Kolbotn í lokaumferðinni þýddi hinsvegar að Lilleström-liðið fékk ekki á sig fæst mörk í deildinni því liðið fékk á sig einu marki meira en Avaldsnes. Guðbjörg spilaði 20 af 22 leikjum Lilleström á tímabilinu og fékk á sig 12 mörk í þeim. Hún hélt hreinu í 11 af þessum 20 leikjum. Það er nóg framundan því Lilleström spilar tvo leiki við þýska stórliðið FFC Frankfurt í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og í framhaldi af því er síðan bikarúrslitaleikur við Avaldsnes. Guðbjörg er í kapphlaupi um að ná sér góðri af meiðslum sínum fyrir þessa stórleiki. Hún var óheppin að meiðast í umræddum landsleik en fékk tvö tækifæri til að brosa út að eyrum í gær.Posted by LSK Kvinner on 8. nóvember 2015 Posted by LSK Kvinner on 8. nóvember 2015 Posted by LSK Kvinner on 8. nóvember 2015
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Hólmfríður valin sóknarmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Avaldsnes og íslenska landsliðsins, var í dag valin sóknarmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni 7. nóvember 2015 22:30 Gunnhildur Yrsa á skotskónum í lokaumferðinni í Noregi Gunnhildur Yrsa komst á blað í 4-1 sigri Stabæk í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar en liðsfélagar Guðbjargar Gunnarsdóttir fengu óvæntan 0-4 skell í fjarveru hennar. 7. nóvember 2015 14:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Hólmfríður valin sóknarmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Avaldsnes og íslenska landsliðsins, var í dag valin sóknarmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni 7. nóvember 2015 22:30
Gunnhildur Yrsa á skotskónum í lokaumferðinni í Noregi Gunnhildur Yrsa komst á blað í 4-1 sigri Stabæk í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar en liðsfélagar Guðbjargar Gunnarsdóttir fengu óvæntan 0-4 skell í fjarveru hennar. 7. nóvember 2015 14:00