Afrakstur af starfsemi síðustu ára í Hafnarborg Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 09:45 Eiríkur á langan feril að baki og breytti um stíl í takt við tíðarandann. Vísir/Arnþór Birgisson Eiríkur Smith listmálari varð níræður á árinu. Hann tók þá ákvörðun að leggja penslana á hilluna árið 2008, í kjölfar veikinda en eftir hann liggur gríðarlegur fjöldi verka og rúmlega 400 þeirra eru varðveitt í Hafnarborg, menningar-og listamiðstöð Hafnarfjarðar. „Ég var fyrst í landslagsmálun, fór svo yfir í abstrakt en sótti í landslagið aftur,“ sagði hann á níræðisafmælinu í ágúst. Sýningin Á eintali við tilveruna sem opnuð er í dag klukkan 15 er samsett úr myndum Eiríks frá tímabilinu 1983 til 2008 og er lokasýningin í fimm sýninga röð. Ólöf Sigurðardóttir sýningarstjóri segir þá röð hafa verið vissan kjarna í starfsemi Hafnarborgar frá árinu 2010, en hún stýrði þeirri menningarstofnun þar til í maí á þessu ári er hún gerðist safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.„Ég er afar ánægð að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði,“ segir Ólöf sem er safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en stýrði áður Hafnarborg.Mynd/anton Brink„Ég hef ánægju af að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði og ekki síður bókinni sem Hafnarborg gefur út í dag um hann Eirík,“ segir hún og lýsir bókinni nánar. „Þetta er 200 síðna bók og henni er skipt upp í kafla eftir sýningunum fimm og myndefnið tengist þeim eins og þeim var raðað upp. Textar um hvert tímabil fyrir sig eru eftir mig og einnig er grein eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing. Síðan er æviágrip Eiríks sem starfaði að list sinni allan seinni hluta 20. aldar og fram á þá 21. Æviágripið er unnið af tveimur ungum listfræðingum, Aldísi Arnardóttur og Heiðari Kára Rannverssyni, og er jafnframt skemmtilegt innlit í íslenska listasögu því auk þess að lýsa ævi Eiríks kemur fram hverjir voru með honum í skóla, með hverjum hann var að sýna og svo framvegis.“ Á morgun, sunnudag, klukkan 15 verður boðið upp á sýningarstjóraspjall í Hafnarborg í tengslum við sýninguna. Myndlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Eiríkur Smith listmálari varð níræður á árinu. Hann tók þá ákvörðun að leggja penslana á hilluna árið 2008, í kjölfar veikinda en eftir hann liggur gríðarlegur fjöldi verka og rúmlega 400 þeirra eru varðveitt í Hafnarborg, menningar-og listamiðstöð Hafnarfjarðar. „Ég var fyrst í landslagsmálun, fór svo yfir í abstrakt en sótti í landslagið aftur,“ sagði hann á níræðisafmælinu í ágúst. Sýningin Á eintali við tilveruna sem opnuð er í dag klukkan 15 er samsett úr myndum Eiríks frá tímabilinu 1983 til 2008 og er lokasýningin í fimm sýninga röð. Ólöf Sigurðardóttir sýningarstjóri segir þá röð hafa verið vissan kjarna í starfsemi Hafnarborgar frá árinu 2010, en hún stýrði þeirri menningarstofnun þar til í maí á þessu ári er hún gerðist safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.„Ég er afar ánægð að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði,“ segir Ólöf sem er safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en stýrði áður Hafnarborg.Mynd/anton Brink„Ég hef ánægju af að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði og ekki síður bókinni sem Hafnarborg gefur út í dag um hann Eirík,“ segir hún og lýsir bókinni nánar. „Þetta er 200 síðna bók og henni er skipt upp í kafla eftir sýningunum fimm og myndefnið tengist þeim eins og þeim var raðað upp. Textar um hvert tímabil fyrir sig eru eftir mig og einnig er grein eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing. Síðan er æviágrip Eiríks sem starfaði að list sinni allan seinni hluta 20. aldar og fram á þá 21. Æviágripið er unnið af tveimur ungum listfræðingum, Aldísi Arnardóttur og Heiðari Kára Rannverssyni, og er jafnframt skemmtilegt innlit í íslenska listasögu því auk þess að lýsa ævi Eiríks kemur fram hverjir voru með honum í skóla, með hverjum hann var að sýna og svo framvegis.“ Á morgun, sunnudag, klukkan 15 verður boðið upp á sýningarstjóraspjall í Hafnarborg í tengslum við sýninguna.
Myndlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira