Rio: Við spörkuðum skemmtaranum úr Ronaldo þannig hann fór að gefa boltann Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2015 12:30 vísir/getty Rio Ferdinand, Paul Scholes og Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmenn Manchester United, voru allir gestir í myndveri BT Sport í gærkvöldi þar sem þeir fóru yfir fyrri leikina í fjórðu leikviku Meistaradeildarinnar. Einn leikjanna var viðureign Real Madrid og PSG sem spænska stórliðið vann, 1-0, með marki Nacho. Gary Lineker, sem stýrir Meistaradeildarumfjöllun BT Sport, nýtti tækifærið og spurði Rio og Scholes út í kafla í nýrri bók Ronaldo þar sem hann segir frá því að eldri leikmenn Manchester United nánast lögðu hann í einelti þegar hann gekk í raðir liðsins. „Það gerðum við ekki. Við sáum allir hversu góður hann gæti orðið. Þegar hann kom vildi hann bara skemmta fólki en við vildum vinna. Við vissum að ef hann myndi bæta sig væru meiri líkur að okkur myndi ganga vel,“ sagði Rio. „Við spörkuðum þessum skemmtara úr honum þannig hann bætti sig og fór að skila mörkum og stoðsendingum.“Rio Ferdinand og Paul Scholes í myndveri BT sport.mynd/skjáskotO'Shea náði ekki andanum „Þetta var ekkert sem við ræddum um. Við vissum bara að hann var nógu góður til að koma liðinu upp á næsta þrep en þá þurfti hann að fara að gefa boltann. Ég man að Ruud van Nistelrooy ætlaði einu sinni að yfirgefa æfingu því Ronaldo var búinn að taka 50 skæri og hann nennti ekki að standa í þessu,“ sagði Rio. Lineker grínaðist á með að nokkrar Paul Scholes-tæklingar hefðu átt að duga, en Scholes var góður í flestu öðru en að tækla. „Ég hefði þurft að ná honum fyrst,“ sagði Scholes glettinn. „Þetta var sama sagan og með alla leikmenn sem eru hæfileikaríkir. Þeir þurfa að vinna fyrir liðið.“ „Hann hafði takmarkaðan áhuga á að verjast en þannig var hann alinn upp. En hann var svo hæfileikaríkur að okkur var alveg sama undir lokin,“ sagði Scholes. Ronaldo var keyptur eftir vináttuleik sem United spilaði á móti Sporting í Lissabon. Leikmenn Manchester United vissu að þarna var einstakur leikmaður á ferð. „Við sögðum við hvorn annan að við þyrftum að kaupa hann. John O'Shea náði ekki andanum eftir að verjast honum í leiknum. Það var búið að ganga frá kaupunum á Ronaldo áður en við lentum aftur í Manchester,“ sagði Rio Ferdinand. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Rio Ferdinand, Paul Scholes og Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmenn Manchester United, voru allir gestir í myndveri BT Sport í gærkvöldi þar sem þeir fóru yfir fyrri leikina í fjórðu leikviku Meistaradeildarinnar. Einn leikjanna var viðureign Real Madrid og PSG sem spænska stórliðið vann, 1-0, með marki Nacho. Gary Lineker, sem stýrir Meistaradeildarumfjöllun BT Sport, nýtti tækifærið og spurði Rio og Scholes út í kafla í nýrri bók Ronaldo þar sem hann segir frá því að eldri leikmenn Manchester United nánast lögðu hann í einelti þegar hann gekk í raðir liðsins. „Það gerðum við ekki. Við sáum allir hversu góður hann gæti orðið. Þegar hann kom vildi hann bara skemmta fólki en við vildum vinna. Við vissum að ef hann myndi bæta sig væru meiri líkur að okkur myndi ganga vel,“ sagði Rio. „Við spörkuðum þessum skemmtara úr honum þannig hann bætti sig og fór að skila mörkum og stoðsendingum.“Rio Ferdinand og Paul Scholes í myndveri BT sport.mynd/skjáskotO'Shea náði ekki andanum „Þetta var ekkert sem við ræddum um. Við vissum bara að hann var nógu góður til að koma liðinu upp á næsta þrep en þá þurfti hann að fara að gefa boltann. Ég man að Ruud van Nistelrooy ætlaði einu sinni að yfirgefa æfingu því Ronaldo var búinn að taka 50 skæri og hann nennti ekki að standa í þessu,“ sagði Rio. Lineker grínaðist á með að nokkrar Paul Scholes-tæklingar hefðu átt að duga, en Scholes var góður í flestu öðru en að tækla. „Ég hefði þurft að ná honum fyrst,“ sagði Scholes glettinn. „Þetta var sama sagan og með alla leikmenn sem eru hæfileikaríkir. Þeir þurfa að vinna fyrir liðið.“ „Hann hafði takmarkaðan áhuga á að verjast en þannig var hann alinn upp. En hann var svo hæfileikaríkur að okkur var alveg sama undir lokin,“ sagði Scholes. Ronaldo var keyptur eftir vináttuleik sem United spilaði á móti Sporting í Lissabon. Leikmenn Manchester United vissu að þarna var einstakur leikmaður á ferð. „Við sögðum við hvorn annan að við þyrftum að kaupa hann. John O'Shea náði ekki andanum eftir að verjast honum í leiknum. Það var búið að ganga frá kaupunum á Ronaldo áður en við lentum aftur í Manchester,“ sagði Rio Ferdinand. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn