Stefnir í mesta bílsöluár Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2015 14:48 Pallbílar, jeppar og jepplingar rjúka nú út í Bandaríkjunum. Sala nýrra bíla í Bandaríkjunum í ár hefur verið einkar góð og þrátt fyrir að sölutölur fyrir nýliðinn október séu ekki komnar í hús er búist við því að hann verði sá næst söluhæsti frá upphafi. Spáð er allt að 1,42 milljón bíla sölu og að heildarsala ársins stefni í 17,3 til 17,6 milljónir bíla. Ef að salan nær 1,42 milljónum væri það 12% aukning frá fyrra ári. Árið 2001 náði sala bíla í október 1,7 milljónum bíla. Það voru svokölluð 0% bílalán sem kynnt voru í kjölfar 9/11 hryðjuverkaárásarinnar í þeim mánuði sem örvaði svo stórlega söluna. Besta söluár nýrra bíla í Bandaríkjunum var aldamótaárið 2000 en þá seldust 17,402 milljón bíla.Enn stærra bílasöluár á næsta áriÁrið í ár gæti hæglega náð þeirri tölu og búist er við því að næsta ár verði enn meira bílasöluár og spár til þess bærra aðila er 17,8 milljón bílar. Á fyrri hluta október voru 58% seldra nýrra bíla pallbílar, jepplingar og jeppar og svo virðist sem eingöngu hefðbundnir fólksbílar renni ekki út sem heitar lummur. J.D. Power spáir 15% söluaukningu pallbíla, jeppa og jepplinga og 2,6% söluminnkun fólksbíla í október og væri það í takti við sölu ársins fram að þessu. Fyrirtækið spáir að Volkswagen bílafjölskyldan muni auka söluna um 5,1% þrátt fyrir dísilvélasvindlið, en góð sala Audi bíla muni vega upp söluminnkun Volkswagen bíla. J.D. Power spáir því ennfremur að GM, Ford og Fiat Chrysler muni auka markaðshlutdeild sína í október á meðan Toyota, Honda og Nissan muni tapa hlutdeild. Það eru því bjartir tímar hjá bandaríksum bílaframleiðendum á meðan þeir japönsku eru að verja sína hlutdeild. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent
Sala nýrra bíla í Bandaríkjunum í ár hefur verið einkar góð og þrátt fyrir að sölutölur fyrir nýliðinn október séu ekki komnar í hús er búist við því að hann verði sá næst söluhæsti frá upphafi. Spáð er allt að 1,42 milljón bíla sölu og að heildarsala ársins stefni í 17,3 til 17,6 milljónir bíla. Ef að salan nær 1,42 milljónum væri það 12% aukning frá fyrra ári. Árið 2001 náði sala bíla í október 1,7 milljónum bíla. Það voru svokölluð 0% bílalán sem kynnt voru í kjölfar 9/11 hryðjuverkaárásarinnar í þeim mánuði sem örvaði svo stórlega söluna. Besta söluár nýrra bíla í Bandaríkjunum var aldamótaárið 2000 en þá seldust 17,402 milljón bíla.Enn stærra bílasöluár á næsta áriÁrið í ár gæti hæglega náð þeirri tölu og búist er við því að næsta ár verði enn meira bílasöluár og spár til þess bærra aðila er 17,8 milljón bílar. Á fyrri hluta október voru 58% seldra nýrra bíla pallbílar, jepplingar og jeppar og svo virðist sem eingöngu hefðbundnir fólksbílar renni ekki út sem heitar lummur. J.D. Power spáir 15% söluaukningu pallbíla, jeppa og jepplinga og 2,6% söluminnkun fólksbíla í október og væri það í takti við sölu ársins fram að þessu. Fyrirtækið spáir að Volkswagen bílafjölskyldan muni auka söluna um 5,1% þrátt fyrir dísilvélasvindlið, en góð sala Audi bíla muni vega upp söluminnkun Volkswagen bíla. J.D. Power spáir því ennfremur að GM, Ford og Fiat Chrysler muni auka markaðshlutdeild sína í október á meðan Toyota, Honda og Nissan muni tapa hlutdeild. Það eru því bjartir tímar hjá bandaríksum bílaframleiðendum á meðan þeir japönsku eru að verja sína hlutdeild.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent