Kjartan Atli á skammarvegginn: Spilaði betur en flestir leikmenn Hattar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2015 14:30 vísir/Stefán Kjartan Atli Kjartansson dró aftur fram körfuboltaskóna þegar hann tók þátt í bikarævintýri KV, sem er betur þekkt fyrir afrek sín í neðri deildum íslenskrar knattspyrnu. Kjartan Atli þekkir bikarkeppnina afar vel, enda varð hann þrefaldur bikarmeistari með Stjörnunni á sínum tíma - tvívegis sem leikmaður og einu sinni sem aðstoðarþjálfari. Bikarævintýrið reyndist þó skammvinnt að þessu sinni, þar sem að KV tapaði fyrir Keflavík, toppliði Domino's-deildarinnar, með 80 stiga mun, 136-56.Sjá einnig: Áttatíu stiga sigur Keflavíkur Kjartan Atli hefur slegið í gegn sem þáttarstjórnandi Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport þar sem hver umferð í deildinni er gerð upp. Þar hefur hann farið mikinn, rétt eins og hann gerði í umræddum leik. Skotbakvörðurinn Kjartan Atli náði nefnilega þrefaldri tvennu, afrek sem flesta körfuboltamenn dreymir um, þó svo að þessi hafi verið heldur vafasöm - 15 stig, 10 fráköst og 10 tapaðir boltar.Kjartan Atli varð bikarmeistari árið 2009.Vísir/VilhelmTvenna ekki afrek í svona leik „Ég get ekki sagt að ég sé stoltur af þessari vafasömu þrennu, nei,“ sagði Kjartan Atli í samtali við Vísi en fyrirfram vissi hann ekki við hverju hann mátti búast, enda hafði hann ekki spilað í langan tíma. „Tölfræði í svona leikjum er alltaf svo steikt, því það er svo mikill munur á liðunum að enginn er alveg á fullu gasi. Að ná tvennu [15 stig, 10 fráköst] er ekki einu sinni afrek,“ segir hann en Kjartan Atli spilaði af þvílíkri ákefð að hann missti tánögl á stóru tá í miðjum leik og þurfti að skipta um skó í hálfleik. Kjartan Atli spilaði í rúmar 34 mínútur í leiknum og nýtti stuttu skotin sín ágætlega [3/6 í 2ja stiga skotum] auk þess sem vítanýtingin var prýðileg [3/4]. En aðra sögu er að segja af þriggja stiga skotunum - helsta vopni Kjartans Atla. Hann endaði með því að nýta tvö skot af fimmtán - en klikkaði þó á fyrstu þrettán skotunum sínum.Ákallaði alla guði himinhvolfanna „Trúleysinginn ég var farinn að ákalla alla guði himinhvolfanna,“ rifjar hann upp en Kjartan Atli hafði hitt vel í upphitun og leið vel fyrir leikinn. „En svo fann ég kraftinn þverrast eftir því sem ég hitaði lengur upp. Væntanlega var það stressið, því Keflvíkingar litu svo vel út þegar þeir voru að skjóta fyrir leik. Og ég sá Reggie Dupree fyrir mér pressa mig allan völlinn.“Leikmaðurinn Kjartan Atli.Vísir/VilhelmFann körfuna Eftir þrettán misheppnuð skot blasti lausnin við. „Ég hætti að hugsa. Sem er lykillinn að því að hitta. Þá var ég búinn að „finna“ körfuna. Þá varð þetta aldrei spurning því næsta skot fór líka ofan í. Ég vildi að ég hefði dottið fyrr í gang. En svona er þetta bara.“ Kjartan Atli hefur fengið sterk viðbrögð úr körfuboltahreyfingunni eftir frammistöðuna og sjaldnast eru þau góð. Sem honum þykir einkennilegt, sérstaklega miðað við hvað Högni Egilsson vakti mikla lukku þegar hann tók fram skóna með Val og setti niður þriggja stiga körfu í leik gegn KR. „Svo kem ég aftur; hleð í tvennu gegn efsta liði Domino‘s deildarinnar, ber boltann upp á móti tveimur af bestu varnarmönnum deildarinnar í Gumma Jóns og Reggie og gef allt sem ég á í leikinn. En ég fæ ekkert nema skammir og yfirdrull.“Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, með Bandaríkjamanninum Tobin Carberry.Vísir/StefánViðar er með símanúmerið mitt Einn þeirra sem sendi Kjartani Atla pillu var Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari botnliðs Hattar í Domino's-deildinni. Það kom Kjartani Atla á óvart, ekki síst í ljósi þess að Höttur tapaði fyrir Keflavík með 30 stiga mun þegar liðin mættust á föstudagskvöldið. Kjartan Atli bendir á að enginn leikmaður Hattar fékk tvennu í þeim leik.Sjá einnig: Keflavík ósigrað á toppinn „Svo mæti ég, hef ekki spilað leik í langan tíma, og geri betur en flestir leikmennirnir hans. Við Viðar þjálfum u15 ára landsliðið saman, þannig að hann er með símann hjá mér. Ég hef ekki enn fengið samningstilboð. Hann er alltaf að kvarta að leikmenn vilji ekki fara út á land. Hann ætti kannski að pæla í hvaða leikmenn hann er að reyna að fá.“ Þeir sem hafa fylgst með Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport vita af þrennuveggnum fræga. Hann prýða nöfn þeirra leikmanna, úr bæði karla- og kvennadeildunum, sem hafa náð þrennu á tímabilinu. Garðar Örn Arnarson, framleiðandi þáttarins Körfuboltakvöld, var ekki í vafa um hvar þrennan hans Kjartan Atla ætti heima, miðað við neðangreinda færslu hans á Twitter. Þess má geta að Kjartan Atli er starfsmaður 365 sem er útgefandi Vísis.@gummisteinars @kjartansson4 fer á nýjan vegg... Wall of shame— Garðar Örn Arnarson (@gardarorn23) November 1, 2015 Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson dró aftur fram körfuboltaskóna þegar hann tók þátt í bikarævintýri KV, sem er betur þekkt fyrir afrek sín í neðri deildum íslenskrar knattspyrnu. Kjartan Atli þekkir bikarkeppnina afar vel, enda varð hann þrefaldur bikarmeistari með Stjörnunni á sínum tíma - tvívegis sem leikmaður og einu sinni sem aðstoðarþjálfari. Bikarævintýrið reyndist þó skammvinnt að þessu sinni, þar sem að KV tapaði fyrir Keflavík, toppliði Domino's-deildarinnar, með 80 stiga mun, 136-56.Sjá einnig: Áttatíu stiga sigur Keflavíkur Kjartan Atli hefur slegið í gegn sem þáttarstjórnandi Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport þar sem hver umferð í deildinni er gerð upp. Þar hefur hann farið mikinn, rétt eins og hann gerði í umræddum leik. Skotbakvörðurinn Kjartan Atli náði nefnilega þrefaldri tvennu, afrek sem flesta körfuboltamenn dreymir um, þó svo að þessi hafi verið heldur vafasöm - 15 stig, 10 fráköst og 10 tapaðir boltar.Kjartan Atli varð bikarmeistari árið 2009.Vísir/VilhelmTvenna ekki afrek í svona leik „Ég get ekki sagt að ég sé stoltur af þessari vafasömu þrennu, nei,“ sagði Kjartan Atli í samtali við Vísi en fyrirfram vissi hann ekki við hverju hann mátti búast, enda hafði hann ekki spilað í langan tíma. „Tölfræði í svona leikjum er alltaf svo steikt, því það er svo mikill munur á liðunum að enginn er alveg á fullu gasi. Að ná tvennu [15 stig, 10 fráköst] er ekki einu sinni afrek,“ segir hann en Kjartan Atli spilaði af þvílíkri ákefð að hann missti tánögl á stóru tá í miðjum leik og þurfti að skipta um skó í hálfleik. Kjartan Atli spilaði í rúmar 34 mínútur í leiknum og nýtti stuttu skotin sín ágætlega [3/6 í 2ja stiga skotum] auk þess sem vítanýtingin var prýðileg [3/4]. En aðra sögu er að segja af þriggja stiga skotunum - helsta vopni Kjartans Atla. Hann endaði með því að nýta tvö skot af fimmtán - en klikkaði þó á fyrstu þrettán skotunum sínum.Ákallaði alla guði himinhvolfanna „Trúleysinginn ég var farinn að ákalla alla guði himinhvolfanna,“ rifjar hann upp en Kjartan Atli hafði hitt vel í upphitun og leið vel fyrir leikinn. „En svo fann ég kraftinn þverrast eftir því sem ég hitaði lengur upp. Væntanlega var það stressið, því Keflvíkingar litu svo vel út þegar þeir voru að skjóta fyrir leik. Og ég sá Reggie Dupree fyrir mér pressa mig allan völlinn.“Leikmaðurinn Kjartan Atli.Vísir/VilhelmFann körfuna Eftir þrettán misheppnuð skot blasti lausnin við. „Ég hætti að hugsa. Sem er lykillinn að því að hitta. Þá var ég búinn að „finna“ körfuna. Þá varð þetta aldrei spurning því næsta skot fór líka ofan í. Ég vildi að ég hefði dottið fyrr í gang. En svona er þetta bara.“ Kjartan Atli hefur fengið sterk viðbrögð úr körfuboltahreyfingunni eftir frammistöðuna og sjaldnast eru þau góð. Sem honum þykir einkennilegt, sérstaklega miðað við hvað Högni Egilsson vakti mikla lukku þegar hann tók fram skóna með Val og setti niður þriggja stiga körfu í leik gegn KR. „Svo kem ég aftur; hleð í tvennu gegn efsta liði Domino‘s deildarinnar, ber boltann upp á móti tveimur af bestu varnarmönnum deildarinnar í Gumma Jóns og Reggie og gef allt sem ég á í leikinn. En ég fæ ekkert nema skammir og yfirdrull.“Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, með Bandaríkjamanninum Tobin Carberry.Vísir/StefánViðar er með símanúmerið mitt Einn þeirra sem sendi Kjartani Atla pillu var Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari botnliðs Hattar í Domino's-deildinni. Það kom Kjartani Atla á óvart, ekki síst í ljósi þess að Höttur tapaði fyrir Keflavík með 30 stiga mun þegar liðin mættust á föstudagskvöldið. Kjartan Atli bendir á að enginn leikmaður Hattar fékk tvennu í þeim leik.Sjá einnig: Keflavík ósigrað á toppinn „Svo mæti ég, hef ekki spilað leik í langan tíma, og geri betur en flestir leikmennirnir hans. Við Viðar þjálfum u15 ára landsliðið saman, þannig að hann er með símann hjá mér. Ég hef ekki enn fengið samningstilboð. Hann er alltaf að kvarta að leikmenn vilji ekki fara út á land. Hann ætti kannski að pæla í hvaða leikmenn hann er að reyna að fá.“ Þeir sem hafa fylgst með Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport vita af þrennuveggnum fræga. Hann prýða nöfn þeirra leikmanna, úr bæði karla- og kvennadeildunum, sem hafa náð þrennu á tímabilinu. Garðar Örn Arnarson, framleiðandi þáttarins Körfuboltakvöld, var ekki í vafa um hvar þrennan hans Kjartan Atla ætti heima, miðað við neðangreinda færslu hans á Twitter. Þess má geta að Kjartan Atli er starfsmaður 365 sem er útgefandi Vísis.@gummisteinars @kjartansson4 fer á nýjan vegg... Wall of shame— Garðar Örn Arnarson (@gardarorn23) November 1, 2015
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira