Nafn Heimis fjarlægt að beiðni KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2015 11:02 Umrædd auglýsing frá Úrval Útsýn. Sigurður er til hægri á myndinni. Samsett mynd/Vísir/Getty Nafn Heimis Hallgrímssonar, annars þjálfara A-landsliðs karla, var fjarlægt úr heiti knattspyrnuskóla sem ferðaskrifstofan Úrval Útsýn skipuleggur fyrir unga knattspyrnuiðkendur. Námskeiðið fer fram á Spáni í lok júlí næstkomandi. Upphaflega var vikulangt námskeiðið auglýst sem Knattspyrnuskóli Heimis Hallgríms, Errea og Coca Cola, líkt og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu. Á heimasíðu Úrvals Útsýnar heitir það nú einfaldlega „Knattspyrnuskólinn“. „Einhverjum fannst óviðeigandi að nafn mitt væri sett við skólann á þennan hátt og því dró ég mig úr skólastjórastöðunni,“ sagði Heimir í samtali við Vísi í dag vegna málsins. Hann reiknar þó með að eiga aðkomu að námskeiðinu eins og upphaflega stóð til. „Það var farið af stað með góðum vilja en fyrst þetta fór fyrir brjóstið á einhverjum þá taldi ég þetta bestu niðurstöðuna,“ segir Heimir og bætir við að sonur hans verði þátttakandi á námskeiðinu og því verði hann staddur ytra á meðan það fer fram. Sigurður Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, er yfirmaður íþróttadeildar Úrvals Útsýnar. Hann segir að það sé rétt að nafn Heimis hafi verið fjarlægt að beiðni Heimis og KSÍ. „KSÍ vildi tóna niður hans aðkomu, enda er hann í vinnu þar. Það var gert til að koma í veg fyrir einhverjar hugsanlegar raddir um hagsmunaárekstra.“ Sigurður bætir við að enginn hafi hætt við eftir að námskeiðslýsingunni var breytt og að vel hafi selst á námskeiðið. Líklegt er að það verði uppselt strax í næstu viku. „Þetta er frábær skóli fyrir íslenska krakka og hefur verið tekið gríðarlega jákvætt í verkefnið. Það er rós í hnappagatið fyrir alla þá sem að því koma.“ Ekki náðist í Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Nafn Heimis Hallgrímssonar, annars þjálfara A-landsliðs karla, var fjarlægt úr heiti knattspyrnuskóla sem ferðaskrifstofan Úrval Útsýn skipuleggur fyrir unga knattspyrnuiðkendur. Námskeiðið fer fram á Spáni í lok júlí næstkomandi. Upphaflega var vikulangt námskeiðið auglýst sem Knattspyrnuskóli Heimis Hallgríms, Errea og Coca Cola, líkt og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu. Á heimasíðu Úrvals Útsýnar heitir það nú einfaldlega „Knattspyrnuskólinn“. „Einhverjum fannst óviðeigandi að nafn mitt væri sett við skólann á þennan hátt og því dró ég mig úr skólastjórastöðunni,“ sagði Heimir í samtali við Vísi í dag vegna málsins. Hann reiknar þó með að eiga aðkomu að námskeiðinu eins og upphaflega stóð til. „Það var farið af stað með góðum vilja en fyrst þetta fór fyrir brjóstið á einhverjum þá taldi ég þetta bestu niðurstöðuna,“ segir Heimir og bætir við að sonur hans verði þátttakandi á námskeiðinu og því verði hann staddur ytra á meðan það fer fram. Sigurður Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, er yfirmaður íþróttadeildar Úrvals Útsýnar. Hann segir að það sé rétt að nafn Heimis hafi verið fjarlægt að beiðni Heimis og KSÍ. „KSÍ vildi tóna niður hans aðkomu, enda er hann í vinnu þar. Það var gert til að koma í veg fyrir einhverjar hugsanlegar raddir um hagsmunaárekstra.“ Sigurður bætir við að enginn hafi hætt við eftir að námskeiðslýsingunni var breytt og að vel hafi selst á námskeiðið. Líklegt er að það verði uppselt strax í næstu viku. „Þetta er frábær skóli fyrir íslenska krakka og hefur verið tekið gríðarlega jákvætt í verkefnið. Það er rós í hnappagatið fyrir alla þá sem að því koma.“ Ekki náðist í Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira