Framhald Prometheus fær enn eitt nafnið Birgir Olgeirsson skrifar 18. nóvember 2015 10:07 Úr kvikmyndinni Prometheus en framhald hennar hefur fengið nafnið Alien: Covenant. Vísir/20th Century Fox Það hefur margt gengið á við framleiðslu á framhaldi geimævintýris breska leikstjórans Ridley Scott, Prometheus. Myndin bar fyrst vinnuheitið Prometheus 2, fékk síðar nafnið Alien: Paradise Lost en gengur nú undir nafninu Alien: Covenant (sáttmáli). Sama hvaða nafn þessi framhaldsmynd fær þá mun hún fylgja eftir atburðunum sem áttu sér stað í Prometheus sem kom út árið 2012. Þar fengu áhorfendur að fylgjast með landkönnuðum ferðast til tunglsins LV-223 árið 2093 þar sem meiningin var að hitta þá sem einhverjir úr hópnum töldu hafa skapað mannkynið.Búast má við því að vélmennið David muni koma töluvert við sögu í Alien: CovenantVísir/20th Century FoxSú ferð fór ekki eins og vonast hafði verið eftir, allir úr hópnum biðu bana nema vísindakonan Elizabeth Shaw og vélmennið David. Við lok myndarinnar sjá áhorfendur Elizabeth og David fljúga frá tunglinu og var stefnan sett á heimkynni þeirra sem taldir eru hafa skapað mannkynið og leita svara frá þeim hvers vegna þeir ákváðu að skapa mannkynið og hvers vegna þeir höfðu í framhaldinu tekið þá ákvörðun að eyða því. Kvikmyndaverið 20th Century Fox segir Alien: Covenant eiga að vera mynd númer tvö í þríleik kvikmynda sem eiga að vera forsaga Alien-myndanna þar sem ætlunin er að svara hvers vegna skepnan, sem Ellen Ripley þurfti að kljást við í fjórum Alien-myndum, var sköpuð. Neill Bloomkamp, sem á að baki District 9, Elysium og Chappie, átti að leikstýra næstu Alien-mynd en framleiðslu hennar hefur verið frestað um óákveðinn tíma, allavega þangað til Ridley Scott lýkur framleiðsu Alien: Covenant. Myndin mun segja frá áhöfn skipsins Covenant sem uppgötvar plánetu sem hún telur í fyrstu vera einskonar paradís, en kemst síðar að því að plánetan er afar hættulegar staður með aðeins einum íbúa, vélmenninu David. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Það hefur margt gengið á við framleiðslu á framhaldi geimævintýris breska leikstjórans Ridley Scott, Prometheus. Myndin bar fyrst vinnuheitið Prometheus 2, fékk síðar nafnið Alien: Paradise Lost en gengur nú undir nafninu Alien: Covenant (sáttmáli). Sama hvaða nafn þessi framhaldsmynd fær þá mun hún fylgja eftir atburðunum sem áttu sér stað í Prometheus sem kom út árið 2012. Þar fengu áhorfendur að fylgjast með landkönnuðum ferðast til tunglsins LV-223 árið 2093 þar sem meiningin var að hitta þá sem einhverjir úr hópnum töldu hafa skapað mannkynið.Búast má við því að vélmennið David muni koma töluvert við sögu í Alien: CovenantVísir/20th Century FoxSú ferð fór ekki eins og vonast hafði verið eftir, allir úr hópnum biðu bana nema vísindakonan Elizabeth Shaw og vélmennið David. Við lok myndarinnar sjá áhorfendur Elizabeth og David fljúga frá tunglinu og var stefnan sett á heimkynni þeirra sem taldir eru hafa skapað mannkynið og leita svara frá þeim hvers vegna þeir ákváðu að skapa mannkynið og hvers vegna þeir höfðu í framhaldinu tekið þá ákvörðun að eyða því. Kvikmyndaverið 20th Century Fox segir Alien: Covenant eiga að vera mynd númer tvö í þríleik kvikmynda sem eiga að vera forsaga Alien-myndanna þar sem ætlunin er að svara hvers vegna skepnan, sem Ellen Ripley þurfti að kljást við í fjórum Alien-myndum, var sköpuð. Neill Bloomkamp, sem á að baki District 9, Elysium og Chappie, átti að leikstýra næstu Alien-mynd en framleiðslu hennar hefur verið frestað um óákveðinn tíma, allavega þangað til Ridley Scott lýkur framleiðsu Alien: Covenant. Myndin mun segja frá áhöfn skipsins Covenant sem uppgötvar plánetu sem hún telur í fyrstu vera einskonar paradís, en kemst síðar að því að plánetan er afar hættulegar staður með aðeins einum íbúa, vélmenninu David.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira