Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar vináttuleik í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í janúar á næsta ári.
Þetta kemur fram á fótbolti.net, en það á eftir að ákveða hver mótherji Íslands verður. Það ræðst eftir dráttinn í riðlakeppni EM sem fram fer í byrjun desember.
Sjá einnig:Verður brjálæðislega erfiður leikur
Leikurinn verður ekki á alþjóðlegum leikdegi og verða því aðeins í hópnum strákar sem spila í Pepsi-deildinni, á Norðurlöndum auk „Kínverjanna“ okkar.
Íslenska liðið spilaði vináttuleik gegn Svíþjóð í janúar 2014 og tapaði, 2-0.
Auk leiksins í Abu Dhabi verða vináttuleikir í mars, helst tveir að sögn Lars Lagerbäcks, og svo tveir til þrír leikir í júní áður en kemur að Evrópumótinu sjálfu.
Strákarnir okkar mæta Pólverjum í vináttulandsleik í kvöld í Varsjá og Slóvakíu á þriðjudagskvöldið.
Strákarnir spila í Abu Dhabi í janúar

Tengdar fréttir

Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan
Landsliðsfyrirliðinn segir skipulag og baráttugleði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta skila því langt.

Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða
Strákarnir okkar mæta Póllandi í vináttulandsleik annað kvöld.