Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. nóvember 2015 10:57 Aron Einar Gunnarsson vill vinna leikinn á morgun. vísir/andri marinó „Okkar takmark er að vinna leikinn á morgun þó þetta sé vináttuleikur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á blaðamannafundi í Varsjá í dag. Strákarnir okkar mæta Póllandi í vináttulandsleik á Þjóðarleikvangi Pólverja annað kvöld, en pólska liðið er komið á EM í Frakklandi líkt og okkar menn. Hann vildi ekki svara beint hvort liðið er betra. „Þó þetta sé vináttuleikur viltu alltaf ganga stoltur frá borði. Þetta verður erfiður leikur en við viljum koma á góðum skriði inn á EM. Það er gott að halda í sigurtilfinninguna og vonandi heldur það áfram. Hvort liðið er betra kemur svo í ljós á morgun,“ sagði Aron Einar.Förum ekki bara til að njóta Aron Einar segir íslenska fara fullt sjálfstrausts til Frakklands á næsta ári þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki og eiga í hættu að lenda í mjög erfiðum riðli. „Allir leikirnir verða erfiðir á EM því þarna eru bara góð lið og frábær lið í efsta styrkleikaflokki. Það skiptir engu hvaða liði við mætum. Við komum inn í þetta fullir sjálfstrausts og berjumst fyrir hvern annan. Það er það sem við gerum,“ sagði Aron Einar sem tekur undir með Lars Lagerbäck að Ísland er ekki að fara til Frakklands bara til að vera með. „Við ætlum ekki bara að fara þangað og njóta heldur vonandi komast upp úr riðli. Vonandi komumst við bara eins langt og hægt er.“ „Það eru allir sammála um að við erum ekki besta lið heims en við getum verið skipulagðir og barist fyrir hvorn annan. Það hefur skilað okkur þetta langt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn.Sigurinn í Amsterdam stærstur Íslenska liðið vann flotta sigra á stórþjóðum eins og Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi í undankeppninni. Það vann Holland meira að segja tvisvar sinnum án þess að fá á sig mark. Aðspurður hver sigranna var stærstur sagði fyrirliðinn það hljóta að vera þegar strákarnir felldu Holland á þeirra eigin heimavelli í Amsterdam. „Fyrsti leikurinn gegn Tyrklandi var frábærlega spilaður að okkar hálfu og setti tóninn. Hann fékk alla þjóðina með okkur og þar bjuggum við til eitthvað sem fólkið gat stutt okkur í,“ sagði Aron Einar. „Stærstu úrslitin hljóta samt að vera að vinna Holland úti. Það kom mest á óvart. Það var frábær tilfinning að vinna Holland,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ Sjá meira
„Okkar takmark er að vinna leikinn á morgun þó þetta sé vináttuleikur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á blaðamannafundi í Varsjá í dag. Strákarnir okkar mæta Póllandi í vináttulandsleik á Þjóðarleikvangi Pólverja annað kvöld, en pólska liðið er komið á EM í Frakklandi líkt og okkar menn. Hann vildi ekki svara beint hvort liðið er betra. „Þó þetta sé vináttuleikur viltu alltaf ganga stoltur frá borði. Þetta verður erfiður leikur en við viljum koma á góðum skriði inn á EM. Það er gott að halda í sigurtilfinninguna og vonandi heldur það áfram. Hvort liðið er betra kemur svo í ljós á morgun,“ sagði Aron Einar.Förum ekki bara til að njóta Aron Einar segir íslenska fara fullt sjálfstrausts til Frakklands á næsta ári þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki og eiga í hættu að lenda í mjög erfiðum riðli. „Allir leikirnir verða erfiðir á EM því þarna eru bara góð lið og frábær lið í efsta styrkleikaflokki. Það skiptir engu hvaða liði við mætum. Við komum inn í þetta fullir sjálfstrausts og berjumst fyrir hvern annan. Það er það sem við gerum,“ sagði Aron Einar sem tekur undir með Lars Lagerbäck að Ísland er ekki að fara til Frakklands bara til að vera með. „Við ætlum ekki bara að fara þangað og njóta heldur vonandi komast upp úr riðli. Vonandi komumst við bara eins langt og hægt er.“ „Það eru allir sammála um að við erum ekki besta lið heims en við getum verið skipulagðir og barist fyrir hvorn annan. Það hefur skilað okkur þetta langt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn.Sigurinn í Amsterdam stærstur Íslenska liðið vann flotta sigra á stórþjóðum eins og Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi í undankeppninni. Það vann Holland meira að segja tvisvar sinnum án þess að fá á sig mark. Aðspurður hver sigranna var stærstur sagði fyrirliðinn það hljóta að vera þegar strákarnir felldu Holland á þeirra eigin heimavelli í Amsterdam. „Fyrsti leikurinn gegn Tyrklandi var frábærlega spilaður að okkar hálfu og setti tóninn. Hann fékk alla þjóðina með okkur og þar bjuggum við til eitthvað sem fólkið gat stutt okkur í,“ sagði Aron Einar. „Stærstu úrslitin hljóta samt að vera að vinna Holland úti. Það kom mest á óvart. Það var frábær tilfinning að vinna Holland,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ Sjá meira