Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. nóvember 2015 10:57 Aron Einar Gunnarsson vill vinna leikinn á morgun. vísir/andri marinó „Okkar takmark er að vinna leikinn á morgun þó þetta sé vináttuleikur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á blaðamannafundi í Varsjá í dag. Strákarnir okkar mæta Póllandi í vináttulandsleik á Þjóðarleikvangi Pólverja annað kvöld, en pólska liðið er komið á EM í Frakklandi líkt og okkar menn. Hann vildi ekki svara beint hvort liðið er betra. „Þó þetta sé vináttuleikur viltu alltaf ganga stoltur frá borði. Þetta verður erfiður leikur en við viljum koma á góðum skriði inn á EM. Það er gott að halda í sigurtilfinninguna og vonandi heldur það áfram. Hvort liðið er betra kemur svo í ljós á morgun,“ sagði Aron Einar.Förum ekki bara til að njóta Aron Einar segir íslenska fara fullt sjálfstrausts til Frakklands á næsta ári þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki og eiga í hættu að lenda í mjög erfiðum riðli. „Allir leikirnir verða erfiðir á EM því þarna eru bara góð lið og frábær lið í efsta styrkleikaflokki. Það skiptir engu hvaða liði við mætum. Við komum inn í þetta fullir sjálfstrausts og berjumst fyrir hvern annan. Það er það sem við gerum,“ sagði Aron Einar sem tekur undir með Lars Lagerbäck að Ísland er ekki að fara til Frakklands bara til að vera með. „Við ætlum ekki bara að fara þangað og njóta heldur vonandi komast upp úr riðli. Vonandi komumst við bara eins langt og hægt er.“ „Það eru allir sammála um að við erum ekki besta lið heims en við getum verið skipulagðir og barist fyrir hvorn annan. Það hefur skilað okkur þetta langt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn.Sigurinn í Amsterdam stærstur Íslenska liðið vann flotta sigra á stórþjóðum eins og Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi í undankeppninni. Það vann Holland meira að segja tvisvar sinnum án þess að fá á sig mark. Aðspurður hver sigranna var stærstur sagði fyrirliðinn það hljóta að vera þegar strákarnir felldu Holland á þeirra eigin heimavelli í Amsterdam. „Fyrsti leikurinn gegn Tyrklandi var frábærlega spilaður að okkar hálfu og setti tóninn. Hann fékk alla þjóðina með okkur og þar bjuggum við til eitthvað sem fólkið gat stutt okkur í,“ sagði Aron Einar. „Stærstu úrslitin hljóta samt að vera að vinna Holland úti. Það kom mest á óvart. Það var frábær tilfinning að vinna Holland,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
„Okkar takmark er að vinna leikinn á morgun þó þetta sé vináttuleikur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á blaðamannafundi í Varsjá í dag. Strákarnir okkar mæta Póllandi í vináttulandsleik á Þjóðarleikvangi Pólverja annað kvöld, en pólska liðið er komið á EM í Frakklandi líkt og okkar menn. Hann vildi ekki svara beint hvort liðið er betra. „Þó þetta sé vináttuleikur viltu alltaf ganga stoltur frá borði. Þetta verður erfiður leikur en við viljum koma á góðum skriði inn á EM. Það er gott að halda í sigurtilfinninguna og vonandi heldur það áfram. Hvort liðið er betra kemur svo í ljós á morgun,“ sagði Aron Einar.Förum ekki bara til að njóta Aron Einar segir íslenska fara fullt sjálfstrausts til Frakklands á næsta ári þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki og eiga í hættu að lenda í mjög erfiðum riðli. „Allir leikirnir verða erfiðir á EM því þarna eru bara góð lið og frábær lið í efsta styrkleikaflokki. Það skiptir engu hvaða liði við mætum. Við komum inn í þetta fullir sjálfstrausts og berjumst fyrir hvern annan. Það er það sem við gerum,“ sagði Aron Einar sem tekur undir með Lars Lagerbäck að Ísland er ekki að fara til Frakklands bara til að vera með. „Við ætlum ekki bara að fara þangað og njóta heldur vonandi komast upp úr riðli. Vonandi komumst við bara eins langt og hægt er.“ „Það eru allir sammála um að við erum ekki besta lið heims en við getum verið skipulagðir og barist fyrir hvorn annan. Það hefur skilað okkur þetta langt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn.Sigurinn í Amsterdam stærstur Íslenska liðið vann flotta sigra á stórþjóðum eins og Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi í undankeppninni. Það vann Holland meira að segja tvisvar sinnum án þess að fá á sig mark. Aðspurður hver sigranna var stærstur sagði fyrirliðinn það hljóta að vera þegar strákarnir felldu Holland á þeirra eigin heimavelli í Amsterdam. „Fyrsti leikurinn gegn Tyrklandi var frábærlega spilaður að okkar hálfu og setti tóninn. Hann fékk alla þjóðina með okkur og þar bjuggum við til eitthvað sem fólkið gat stutt okkur í,“ sagði Aron Einar. „Stærstu úrslitin hljóta samt að vera að vinna Holland úti. Það kom mest á óvart. Það var frábær tilfinning að vinna Holland,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira