Þjóðlög flutt á sérsmíðuð langspil og finnska hörpu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 13:00 Bára Grímsdóttir og Chris Foster skipa tvíeykið Funa. Vísir/GVA Í kvöld mun tvíeykið Funi sem skipað er þeim Báru Grímsdóttur og Chris Foster spila í Mengi. Á tónleikunum mun Funi flytja íslensk og ensk þjóðlög en þau Bára og Chris leika á langspil, gítar, kantele og íslenska fiðlu. Bára segir þjóðlög alla tíð hafa verið sér hugleikin en hún ólst upp við söng og kveðskap. „Hjá mér var það nú þannig að ég ólst upp við kveðskap hjá foreldrum mínum, fyrst í sveitinni og svo þegar við fluttum í bæinn, þá gengu þau í kvæðamannafélagið Iðunni, ég er nú formaður þar í dag,“ segir Bára glöð í bragði. „Svo var ég svo heppin þegar ég var í Barnamúsíkskólanum þegar ég var lítil að þar var ég með kennara sem kenndu okkur skemmtileg þjóðlög, þulur og svona ýmislegt. Þá kynntist ég annarri hlið íslensku þjóðlagatónlistarinnar.“ Bára og Chris hófu svo samstarf árið 2001 og segir Bára hann hafa verið viðloðandi þjóðlagatónlist frá barnæsku líkt og hún sjálf en Chris er alinn upp á Englandi og hefur haldið tónleika víðsvegar um heiminn síðastliðin 40 ár. „Foreldrar hans voru mikið söngfólk og þau voru í enskum danshóp. Svo kynntist hann fólki sem sýndi þessu einnig áhuga og hann var ungur að reka folk club á Englandi. Einnig kynntist hann gömlu fólki sem söng á enskum pöbbum og lærði af þeim.“ Nafnið er vísun í lag sem var á fyrsta disk þeirra Báru og Chris og er kvæðið við lagið samið af ömmu Báru. „Hún amma mín, Petrína, samdi kvæði um Funa sem var einn af uppáhaldshestunum hans afa. Það var á fyrsta disknum okkar og við ákváðum að kalla dúóið Funa, þetta er svona þjált nafn.“ Síðan þau hófu að spila saman hafa þau haldið námskeið og komið fram á ýmsum hátíðum og tónleikum, bæði hér heima og einnig í útlöndum. „Við spilum oft erlendis og höfum gert það í gegnum árin. Við höfum verið svona mest á Bretlandseyjum og svo höfum við líka farið ansi oft til Bandaríkjanna, á austurströndina þá helst, og líka víða í Evrópu.“ Lögin útsetja þau Bára og Chris sjálf og segist Bára, sem er tónskáld, oft lengja íslensku lögin þar sem þau séu oft á tíðum stutt. Einnig voru lögin sem flutt eru oft sungin án nokkurs undirleiks. „Ég geri meira í kringum þau. Bý til millispil og lög við sum versin til þess að ramma þetta meira inn og gera þetta að heilsteyptari lögum,“ segir hún og heldur áfram: „Við erum líka að nota þessi gömlu íslensku hljóðfæri. Við erum með langspilið og höfum stundum verið með íslenska fiðlu og ég spila á litla finnska borðhörpu sem kallast kantele.“ Langspilin létu þau sérsmíða fyrir sig og munu þau í kvöld flytja lag sem Bára gerði við kvæði Jóns Steingrímssonar um móðuharðindin þar sem þau leika á tvö langspil. Einnig mun Bára kveða í kvöld, bæði hluta úr gamalli rímu auk nýlegs kvæðis eftir ungan hagyrðing. Á meðan á tónlistarflutningnum stendur verður myndheimi varpað á vegg Mengis og segir Bára það skýra texta og umfjöllunarefni tónlistarinnar. Tónleikarnir hefjast í Mengi, Óðinsgötu 2, klukkan 21.00 í kvöld og er miðaverð 2.000 krónur. Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Í kvöld mun tvíeykið Funi sem skipað er þeim Báru Grímsdóttur og Chris Foster spila í Mengi. Á tónleikunum mun Funi flytja íslensk og ensk þjóðlög en þau Bára og Chris leika á langspil, gítar, kantele og íslenska fiðlu. Bára segir þjóðlög alla tíð hafa verið sér hugleikin en hún ólst upp við söng og kveðskap. „Hjá mér var það nú þannig að ég ólst upp við kveðskap hjá foreldrum mínum, fyrst í sveitinni og svo þegar við fluttum í bæinn, þá gengu þau í kvæðamannafélagið Iðunni, ég er nú formaður þar í dag,“ segir Bára glöð í bragði. „Svo var ég svo heppin þegar ég var í Barnamúsíkskólanum þegar ég var lítil að þar var ég með kennara sem kenndu okkur skemmtileg þjóðlög, þulur og svona ýmislegt. Þá kynntist ég annarri hlið íslensku þjóðlagatónlistarinnar.“ Bára og Chris hófu svo samstarf árið 2001 og segir Bára hann hafa verið viðloðandi þjóðlagatónlist frá barnæsku líkt og hún sjálf en Chris er alinn upp á Englandi og hefur haldið tónleika víðsvegar um heiminn síðastliðin 40 ár. „Foreldrar hans voru mikið söngfólk og þau voru í enskum danshóp. Svo kynntist hann fólki sem sýndi þessu einnig áhuga og hann var ungur að reka folk club á Englandi. Einnig kynntist hann gömlu fólki sem söng á enskum pöbbum og lærði af þeim.“ Nafnið er vísun í lag sem var á fyrsta disk þeirra Báru og Chris og er kvæðið við lagið samið af ömmu Báru. „Hún amma mín, Petrína, samdi kvæði um Funa sem var einn af uppáhaldshestunum hans afa. Það var á fyrsta disknum okkar og við ákváðum að kalla dúóið Funa, þetta er svona þjált nafn.“ Síðan þau hófu að spila saman hafa þau haldið námskeið og komið fram á ýmsum hátíðum og tónleikum, bæði hér heima og einnig í útlöndum. „Við spilum oft erlendis og höfum gert það í gegnum árin. Við höfum verið svona mest á Bretlandseyjum og svo höfum við líka farið ansi oft til Bandaríkjanna, á austurströndina þá helst, og líka víða í Evrópu.“ Lögin útsetja þau Bára og Chris sjálf og segist Bára, sem er tónskáld, oft lengja íslensku lögin þar sem þau séu oft á tíðum stutt. Einnig voru lögin sem flutt eru oft sungin án nokkurs undirleiks. „Ég geri meira í kringum þau. Bý til millispil og lög við sum versin til þess að ramma þetta meira inn og gera þetta að heilsteyptari lögum,“ segir hún og heldur áfram: „Við erum líka að nota þessi gömlu íslensku hljóðfæri. Við erum með langspilið og höfum stundum verið með íslenska fiðlu og ég spila á litla finnska borðhörpu sem kallast kantele.“ Langspilin létu þau sérsmíða fyrir sig og munu þau í kvöld flytja lag sem Bára gerði við kvæði Jóns Steingrímssonar um móðuharðindin þar sem þau leika á tvö langspil. Einnig mun Bára kveða í kvöld, bæði hluta úr gamalli rímu auk nýlegs kvæðis eftir ungan hagyrðing. Á meðan á tónlistarflutningnum stendur verður myndheimi varpað á vegg Mengis og segir Bára það skýra texta og umfjöllunarefni tónlistarinnar. Tónleikarnir hefjast í Mengi, Óðinsgötu 2, klukkan 21.00 í kvöld og er miðaverð 2.000 krónur.
Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira