Tákn úr heimi íþrótta og leikja Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 10:45 "Þetta eru nokkurs konar leikföng en þó má ekki hrófla við þeim,“ segir Kristín um prikin sem hún er með á leið niður í Núllið. Vísir/GVA „Mér finnst gaman að takast á við þetta rými og hentar það ágætlega. En það er vissulega ólíkt öðrum sýningarstöðum,“ segir Kristín Rúnarsdóttir myndlistarkona þar sem hún er að hefja uppsetningu sýningarinnar prik/strik/ í Nýlistasafninu í Bankastræti núll. Hún er einmitt með marglit prik undir hendinni, þau hefur hún unnið í vinnustofunni sinni og mun finna þeim stað og listræna merkingu í Núllinu. „Þetta eru nokkurs konar leikföng en samt má ekki leika sér með þau eða hrófla við þeim,“ segir hún kankvís. Kristín notar límbönd til að teikna á veggi, gólf og loft. Hún kveðst búin að skissa mynstrin upp að mestu en síðan laga þau að hurðaopum, innréttingum, loftlistum og öðrum hlutföllum og einkennum jarðhússins. „Í verkinu er mikið af beinum línum og réttum hornum og ég nota hallamál og reglustikur til að ná fram réttu formunum,“ segir hún. Kristín byggir myndmál sitt á máluðum línum í umhverfi okkar. „Ég skoða mikið merkingar í almannarýmum, svo sem á flugvöllum, akbrautum, íþróttavöllum og leikvöllum, þessar máluðu línur sem eru allt í kringum okkur og afmarka svæði fyrir hinar ýmsu greinar,“ útskýrir hún. „Þetta er verk sem fólk gengur inn í og verður að koma á staðinn til að sjá hvernig tekur sig út.“ Sýningin verður opnuð klukkan 17 á morgun, föstudag, og stendur til sunnudagsins 6. desember. Núllið er opið fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18. Myndlist Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Mér finnst gaman að takast á við þetta rými og hentar það ágætlega. En það er vissulega ólíkt öðrum sýningarstöðum,“ segir Kristín Rúnarsdóttir myndlistarkona þar sem hún er að hefja uppsetningu sýningarinnar prik/strik/ í Nýlistasafninu í Bankastræti núll. Hún er einmitt með marglit prik undir hendinni, þau hefur hún unnið í vinnustofunni sinni og mun finna þeim stað og listræna merkingu í Núllinu. „Þetta eru nokkurs konar leikföng en samt má ekki leika sér með þau eða hrófla við þeim,“ segir hún kankvís. Kristín notar límbönd til að teikna á veggi, gólf og loft. Hún kveðst búin að skissa mynstrin upp að mestu en síðan laga þau að hurðaopum, innréttingum, loftlistum og öðrum hlutföllum og einkennum jarðhússins. „Í verkinu er mikið af beinum línum og réttum hornum og ég nota hallamál og reglustikur til að ná fram réttu formunum,“ segir hún. Kristín byggir myndmál sitt á máluðum línum í umhverfi okkar. „Ég skoða mikið merkingar í almannarýmum, svo sem á flugvöllum, akbrautum, íþróttavöllum og leikvöllum, þessar máluðu línur sem eru allt í kringum okkur og afmarka svæði fyrir hinar ýmsu greinar,“ útskýrir hún. „Þetta er verk sem fólk gengur inn í og verður að koma á staðinn til að sjá hvernig tekur sig út.“ Sýningin verður opnuð klukkan 17 á morgun, föstudag, og stendur til sunnudagsins 6. desember. Núllið er opið fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18.
Myndlist Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira