Hyundai hannar Genesis flaggskip Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2015 11:25 Svona kemur Genesis G90 til með að líta út. worldcarfans Hyundai er full alvara með stofnun nýrrar lúxusbíladeildar og hefur nú hannað flaggskip í þann flota sem fær nafnið Genesis G90. Heiti nýrrar lúxusbíladeildar verður Genesis og fá því allir bílar hennar það nafn og greinilega einhverja stafi í endann. Genesis G90 kemur til með að leysa af hólmi Hyundai Equus og verður framleiðslu hans hætt í kjölfarið. Genesis verður hlaðinn tækninýjungum og hannaður sem lúxusbíll af stærri gerðinni og sportlegur að auki. Til stendur að Genesis flotinn samanstandi af minnst 5 bílgerðum árið 2020. Genesis verður lágur og langur bíll með stóru húddi, smáum gluggum til að auka á sportlegt útlit og stekar línur og stórt grill til að ná fram sterkum karakter. Ekki er ljóst hvenær til stendur að hefja framleiðslu Genesis G90. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Hyundai er full alvara með stofnun nýrrar lúxusbíladeildar og hefur nú hannað flaggskip í þann flota sem fær nafnið Genesis G90. Heiti nýrrar lúxusbíladeildar verður Genesis og fá því allir bílar hennar það nafn og greinilega einhverja stafi í endann. Genesis G90 kemur til með að leysa af hólmi Hyundai Equus og verður framleiðslu hans hætt í kjölfarið. Genesis verður hlaðinn tækninýjungum og hannaður sem lúxusbíll af stærri gerðinni og sportlegur að auki. Til stendur að Genesis flotinn samanstandi af minnst 5 bílgerðum árið 2020. Genesis verður lágur og langur bíll með stóru húddi, smáum gluggum til að auka á sportlegt útlit og stekar línur og stórt grill til að ná fram sterkum karakter. Ekki er ljóst hvenær til stendur að hefja framleiðslu Genesis G90.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent