Heiður að fá myndir birtar í Elle Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 09:00 Kári Sverriss keypti sér sína fyrstu myndavél árið 2005. Mynd/KáriSverriss Ljósmyndarinn Kári Sverriss hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið. En hann myndaði nýverið myndaþætti fyrir tímaritið Elle, víetnömsku útgáfuna og þá króatísku, og einnig hefur breska útgáfa tískutímaritsins Vouge lýst yfir áhuga á að fá hann til þess að skjóta fyrir sig myndaþátt.Spennandi fyrirsæta „Ég hef nýlega gert tvo myndaþætti fyrir Elle. Í öðrum þeirra vann ég með stelpu sem var í topp sextán yfir vinsælustu fyrirsæturnar fyrir Spring/Summer 2016 sem var valið af Models.com. Hún var kosin bæði síðasta season og þetta season sem svona líklegust til að ná mjög langt. Hún er búin að gera mörg Vogue-blöð og hefur gengið fyrir meðal annars Chanel og Burberry.“ Fyrirsætan sem um ræðir er hin kínverska Luping Wang sem á tískuvikunni í París gekk pallana fyrir merki á borð við Stella McCartney og Hermès auk Chanel. Einnig hefur hún verið í myndaþáttum fyrir kínverskar útgáfur tímaritana Harper's Bazaar, Cosmopolitan, Vouge og ítalska Glamour. Kári var því spenntur fyrir verkefninu þegar kom í ljós hvaða fyrirsætu hann ætti að mynda. „Ég var beðinn um þetta á mánudegi og þurfti að fljúga strax frá Þýskalandi og yfir til London. Hún var látin fljúga inn frá París sama dag og við skutum þáttinn,“ segir hann.Heiður að fá myndir í Elle Nú í nóvember kemur tískuþáttur eftir Kára í króatíska Elle, þann þátt tók Kári í Þýskalandi. Hann segir það vissulega vera heiður að fá myndir birtar í tímaritum af stærðargráðum á borð við Elle. „Elle er náttúrulega stór samsteypa um allan heim og myndirnar fara í alþjóðlegan myndabanka. Að fá myndir birtar í svona tímariti er heiður myndi ég segja,“ segir Kári. „Þetta kom þannig til að stílisti sem ég kannast við og er búsettur í London hafði samband við mig. Þá voru þeir búnir að skoða myndir eftir mig og leist eitthvað vel á þær. Elle var þá líka búið að skoða heimasíðuna mína og þau vildu endilega fá mig í þetta verkefni.“ „Þetta var mjög gaman. Mér fannst þetta sérstaklega skemmtilegt af því mér fannst stelpan svo áhugaverð. Það lá við að mér þætti meira spennandi að vinna með henni en að þetta væri Elle,“ segir hann glaður í bragði og heldur áfram: „Það er svona eitt og eitt stórt blað sem myndir eftir mig eru búnar að birtast í en það er ekki á hverjum degi sem maður vinnur með svona toppstelpu sem er búin að gera allt það stærsta.“Ein af þeim myndum sem Kári tók af fyrirsætunni Luping Wang fyrir víetnamska Elle.Mynd/KáriSverrissBreska Vogue sýndi áhuga Kári útskrifaðist með meistaragráðu í tískuljósmyndun frá London College of Fashion í desember síðastliðnum og hefur síðan þá haft nóg að gera. Á dögunum hafði breska Vouge samband við hann og lýsti yfir áhuga á að fá hann til að vinna tískumyndaþátt fyrir sig. Kári segir það þó allt vera í startholunum ennþá en því er ekki að neita að um spennandi verkefni er að ræða fyrir nýútskrifaðan ljósmyndara. Áhuginn á ljósmyndun kviknaði þegar Kári starfaði fyrir fyrirtækið NTC. „Ég var þar í alls konar verkefnum. Sem verslunarstjóri, í gluggaútstillingum, að taka myndir fyrir þau og í innkaupum. Út frá því kviknaði áhuginn á tísku,“ segir hann og bætir við að við það hafi heimur tískunnar að einhverju leyti opnast fyrir honum. „Ég keypti mér mína fyrstu myndavél þegar ég var að vinna þar, það var árið 2005 og ég er búinn að vera að fikta síðan.“Samningur við Birgit Stöver Kári er búsettur í Þýskalandi þar sem hann segir nóg um að vera fyrir ljósmyndara og er hann nýkominn á samning hjá þýskri umboðskrifstofu fyrir ljósmyndara. Umboðsskrifstofan heitir Birgit Stöver og hefur í raun svipað hlutverk og umboðsskrifstofur fyrirsætna en skrifstofan setti sig sjálf í samband við Kára sem hann segir vissulega gaman þar sem hún sé ein af þeim bestu í landinu. „Þetta er umboðsskrifstofa sem tekur ekki marga ljósmyndara inn og er mjög vel þekkt hérna í Þýskalandi.“ Kári vinnur þó enn talsvert heima á Íslandi og sækir landið reglulega heim þó stefnan sé sett á að dvelja í Þýskalandi lengur, en hann kom til landsins til að vinna nokkra ljósmyndaþætti og kynntist í kjölfarið fólki úr sama geira. „Ég komst fljótt inn í bransann hérna og verkefnin eru mjög góð. Það er fullt af flottum editorial-verkefnum hérna sem eru kannski miklu meira spennandi en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir hann og bætir við að fólk geri kannski stundum ráð fyrir að bitastæðustu verkefnin séu í London og París. „Það er fullt af flottu efni að koma héðan,“ segir hann að lokum. Hér má sjá heimasíðu Kára. Tíska og hönnun Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Ljósmyndarinn Kári Sverriss hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið. En hann myndaði nýverið myndaþætti fyrir tímaritið Elle, víetnömsku útgáfuna og þá króatísku, og einnig hefur breska útgáfa tískutímaritsins Vouge lýst yfir áhuga á að fá hann til þess að skjóta fyrir sig myndaþátt.Spennandi fyrirsæta „Ég hef nýlega gert tvo myndaþætti fyrir Elle. Í öðrum þeirra vann ég með stelpu sem var í topp sextán yfir vinsælustu fyrirsæturnar fyrir Spring/Summer 2016 sem var valið af Models.com. Hún var kosin bæði síðasta season og þetta season sem svona líklegust til að ná mjög langt. Hún er búin að gera mörg Vogue-blöð og hefur gengið fyrir meðal annars Chanel og Burberry.“ Fyrirsætan sem um ræðir er hin kínverska Luping Wang sem á tískuvikunni í París gekk pallana fyrir merki á borð við Stella McCartney og Hermès auk Chanel. Einnig hefur hún verið í myndaþáttum fyrir kínverskar útgáfur tímaritana Harper's Bazaar, Cosmopolitan, Vouge og ítalska Glamour. Kári var því spenntur fyrir verkefninu þegar kom í ljós hvaða fyrirsætu hann ætti að mynda. „Ég var beðinn um þetta á mánudegi og þurfti að fljúga strax frá Þýskalandi og yfir til London. Hún var látin fljúga inn frá París sama dag og við skutum þáttinn,“ segir hann.Heiður að fá myndir í Elle Nú í nóvember kemur tískuþáttur eftir Kára í króatíska Elle, þann þátt tók Kári í Þýskalandi. Hann segir það vissulega vera heiður að fá myndir birtar í tímaritum af stærðargráðum á borð við Elle. „Elle er náttúrulega stór samsteypa um allan heim og myndirnar fara í alþjóðlegan myndabanka. Að fá myndir birtar í svona tímariti er heiður myndi ég segja,“ segir Kári. „Þetta kom þannig til að stílisti sem ég kannast við og er búsettur í London hafði samband við mig. Þá voru þeir búnir að skoða myndir eftir mig og leist eitthvað vel á þær. Elle var þá líka búið að skoða heimasíðuna mína og þau vildu endilega fá mig í þetta verkefni.“ „Þetta var mjög gaman. Mér fannst þetta sérstaklega skemmtilegt af því mér fannst stelpan svo áhugaverð. Það lá við að mér þætti meira spennandi að vinna með henni en að þetta væri Elle,“ segir hann glaður í bragði og heldur áfram: „Það er svona eitt og eitt stórt blað sem myndir eftir mig eru búnar að birtast í en það er ekki á hverjum degi sem maður vinnur með svona toppstelpu sem er búin að gera allt það stærsta.“Ein af þeim myndum sem Kári tók af fyrirsætunni Luping Wang fyrir víetnamska Elle.Mynd/KáriSverrissBreska Vogue sýndi áhuga Kári útskrifaðist með meistaragráðu í tískuljósmyndun frá London College of Fashion í desember síðastliðnum og hefur síðan þá haft nóg að gera. Á dögunum hafði breska Vouge samband við hann og lýsti yfir áhuga á að fá hann til að vinna tískumyndaþátt fyrir sig. Kári segir það þó allt vera í startholunum ennþá en því er ekki að neita að um spennandi verkefni er að ræða fyrir nýútskrifaðan ljósmyndara. Áhuginn á ljósmyndun kviknaði þegar Kári starfaði fyrir fyrirtækið NTC. „Ég var þar í alls konar verkefnum. Sem verslunarstjóri, í gluggaútstillingum, að taka myndir fyrir þau og í innkaupum. Út frá því kviknaði áhuginn á tísku,“ segir hann og bætir við að við það hafi heimur tískunnar að einhverju leyti opnast fyrir honum. „Ég keypti mér mína fyrstu myndavél þegar ég var að vinna þar, það var árið 2005 og ég er búinn að vera að fikta síðan.“Samningur við Birgit Stöver Kári er búsettur í Þýskalandi þar sem hann segir nóg um að vera fyrir ljósmyndara og er hann nýkominn á samning hjá þýskri umboðskrifstofu fyrir ljósmyndara. Umboðsskrifstofan heitir Birgit Stöver og hefur í raun svipað hlutverk og umboðsskrifstofur fyrirsætna en skrifstofan setti sig sjálf í samband við Kára sem hann segir vissulega gaman þar sem hún sé ein af þeim bestu í landinu. „Þetta er umboðsskrifstofa sem tekur ekki marga ljósmyndara inn og er mjög vel þekkt hérna í Þýskalandi.“ Kári vinnur þó enn talsvert heima á Íslandi og sækir landið reglulega heim þó stefnan sé sett á að dvelja í Þýskalandi lengur, en hann kom til landsins til að vinna nokkra ljósmyndaþætti og kynntist í kjölfarið fólki úr sama geira. „Ég komst fljótt inn í bransann hérna og verkefnin eru mjög góð. Það er fullt af flottum editorial-verkefnum hérna sem eru kannski miklu meira spennandi en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir hann og bætir við að fólk geri kannski stundum ráð fyrir að bitastæðustu verkefnin séu í London og París. „Það er fullt af flottu efni að koma héðan,“ segir hann að lokum. Hér má sjá heimasíðu Kára.
Tíska og hönnun Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira