Leiðin lá niður á við Jónas Sen skrifar 26. nóvember 2015 13:00 Kammermúsíklúbburinn. Clarke, Beethoven og Brahms Kammermúsíkklúbburinn Flytjendur: Einar Jóhannesson, Nicola Lolli, Mark Reedman, Ásdís Valdimarsdóttir og Sigurgeir Agnarsson Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 22. nóvember Fordómarnir fyrir kventónskáldum voru svakalegir fyrir ekki nema tæpum hundrað árum. Þá sendi Rebecca Clarke verk í keppni og deildi hún fyrstu verðlaununum með Ernest Bloch. Blaðamenn voru sannfærðir um að Bloch hefði svindlað, að hann hefði sent tónsmíð í keppnina undir eigin nafni og LÍKA undir dulnefninu Rebecca Clarke. Kona gat einfaldlega ekki samið svo fína tónlist. En Clarke var með merkari tónskáldum Bretlands á sínum tíma. Það var gaman að heyra tónlist eftir hana í Kammermúsíkklúbbnum á sunnudagskvöldið. Ásdís Valdimarsdóttir, sá eðalfíni víóluleikari, og jafnoki hennar á klarinettu, Einar Jóhannesson, léku verk sem hét því óskáldlega nafni Prelude, Allegro and Pastorale. Prelude þýðir forspil, allegro merkir hratt og pastorale er sveitasæla. Tónlistin var íhugul og lágstemmd. Hún var líka full af heillandi litbrigðum sem hljóðfæraleikararnir útfærðu af listfengi. Tæknilega séð var flutningurinn óaðfinnanlegur, hann var hreinn og nákvæmur. Túlkunin var þrungin ljúfsárri angurværð, akkúrat eins og hún átti að hljóma. Til allrar óhamingju var þetta hápunkturinn á tónleikunum. Restin var ekki nærri því eins góð. Strengjakvartett í G dúr op. 18 nr. 2 í meðförum Ásdísar, Nicola Lolli, Marks Reedman og Sigurgeirs Agnarssonar var ekki fullnægjandi. Jú, inn á milli voru fínir sprettir en í það heila var tónlistin óttalega bragðdauf og flatneskjuleg. Auk þess var leikurinn ekki alltaf hreinn. Sumir fiðlutónar voru leiðinlega falskir og það skemmdi heildarmyndina. Ekki var kvintett fyrir klarinettu og strengjakvartett op. 115 eftir Brahms skemmtilegri. Aftur voru óhreinir fiðlutónar að þvælast fyrir, svo mjög að það fór um mann á tímabili. Almennt var flutningurinn fremur losaralegur, og það vantaði alla stígandi í hann. Nú veit ég ekkert um hve mikið fimmmenningarnir æfðu fyrir tónleikana. En oft hef ég heyrt kammerhópa sem hafa spilað saman í mörg ár. Slíkt samspil er venjulega fágað, fólkið leikur eins og ein manneskja. Það sem hér var boðið upp á var engan veginn þannig. Þetta var of hrátt og hljómaði ekki eins og einhver raunveruleg hugsun lægi að baki. Það var leiðinlegt.Niðurstaða: Fyrsta atriði tónleikanna var frábært, en hitt var ekki gott. Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Clarke, Beethoven og Brahms Kammermúsíkklúbburinn Flytjendur: Einar Jóhannesson, Nicola Lolli, Mark Reedman, Ásdís Valdimarsdóttir og Sigurgeir Agnarsson Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 22. nóvember Fordómarnir fyrir kventónskáldum voru svakalegir fyrir ekki nema tæpum hundrað árum. Þá sendi Rebecca Clarke verk í keppni og deildi hún fyrstu verðlaununum með Ernest Bloch. Blaðamenn voru sannfærðir um að Bloch hefði svindlað, að hann hefði sent tónsmíð í keppnina undir eigin nafni og LÍKA undir dulnefninu Rebecca Clarke. Kona gat einfaldlega ekki samið svo fína tónlist. En Clarke var með merkari tónskáldum Bretlands á sínum tíma. Það var gaman að heyra tónlist eftir hana í Kammermúsíkklúbbnum á sunnudagskvöldið. Ásdís Valdimarsdóttir, sá eðalfíni víóluleikari, og jafnoki hennar á klarinettu, Einar Jóhannesson, léku verk sem hét því óskáldlega nafni Prelude, Allegro and Pastorale. Prelude þýðir forspil, allegro merkir hratt og pastorale er sveitasæla. Tónlistin var íhugul og lágstemmd. Hún var líka full af heillandi litbrigðum sem hljóðfæraleikararnir útfærðu af listfengi. Tæknilega séð var flutningurinn óaðfinnanlegur, hann var hreinn og nákvæmur. Túlkunin var þrungin ljúfsárri angurværð, akkúrat eins og hún átti að hljóma. Til allrar óhamingju var þetta hápunkturinn á tónleikunum. Restin var ekki nærri því eins góð. Strengjakvartett í G dúr op. 18 nr. 2 í meðförum Ásdísar, Nicola Lolli, Marks Reedman og Sigurgeirs Agnarssonar var ekki fullnægjandi. Jú, inn á milli voru fínir sprettir en í það heila var tónlistin óttalega bragðdauf og flatneskjuleg. Auk þess var leikurinn ekki alltaf hreinn. Sumir fiðlutónar voru leiðinlega falskir og það skemmdi heildarmyndina. Ekki var kvintett fyrir klarinettu og strengjakvartett op. 115 eftir Brahms skemmtilegri. Aftur voru óhreinir fiðlutónar að þvælast fyrir, svo mjög að það fór um mann á tímabili. Almennt var flutningurinn fremur losaralegur, og það vantaði alla stígandi í hann. Nú veit ég ekkert um hve mikið fimmmenningarnir æfðu fyrir tónleikana. En oft hef ég heyrt kammerhópa sem hafa spilað saman í mörg ár. Slíkt samspil er venjulega fágað, fólkið leikur eins og ein manneskja. Það sem hér var boðið upp á var engan veginn þannig. Þetta var of hrátt og hljómaði ekki eins og einhver raunveruleg hugsun lægi að baki. Það var leiðinlegt.Niðurstaða: Fyrsta atriði tónleikanna var frábært, en hitt var ekki gott.
Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira