Svava selur fatalínu Helenu Christensen Ritstjórn skrifar 26. nóvember 2015 10:15 Helena Christensen og Svava Johansen. Danska ofurfyrirsætan Helena Christensen er flestum kunn en hún var (og er) ein af vinælustu fyrirsætunum tíunda áratugarins. Christensen, sem núna titlar sig sem ljósmyndara, er margt til lista lagt og meðal annars að hanna föt. Skandinavíska fatakeðjan Inwear fékk Christensen til liðs við sig til að hanna fatalínu. "Ég lærði heilmikið af þessu samstarfi við Inwear og þekki núna hönnunarferlið vel. Ein af mínum fyrstu vinnum var einmitt fyrir Inwear og núna vinn ég fyrir þau aftur, bara á öðrum og áhugaverðum forsendum," segir Christensen um samstarfið. Íslendingar fá svo sannarlega sinn skerf af óaðfinnanlegum stíl Christensen en fatalínan er væntanleg í verslunina Companys í Kringlunni í dag. Um er að ræða fjölbreytta línu þar sem hægt er að finna buxnadragt, rúllukragapeysur, pallíettukjóla og fallegar yfirhafnir. Kvenleg og klassísk lína. Eigandi Companys, Svava Johansen, hitti einmitt Christensen í kynningarpartý línunnar samhliða dönsku tískuvikunnar í haust og lýsir ofurfyrirsætunni sem "yndisleg, falleg og skemmtileg." Hér má sjá brot af fatalínunni:Christensen situr sjálf fyrir í auglýsingaherferðinni. Glamour Tíska Mest lesið Sturlaðir tímar Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Spaugilega hliðin á „contouring“ Glamour Forsmekkur af haustinu hjá H&M Glamour Íslensk hönnun á BAFTA-verðlaununum Glamour Whoopi Goldberg hannar ljótar jólapeysur Glamour Beckham og Hart eru tvíburar fyrir H&M Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Met Gala 2017: Hver er Rei Kawakubo? Glamour
Danska ofurfyrirsætan Helena Christensen er flestum kunn en hún var (og er) ein af vinælustu fyrirsætunum tíunda áratugarins. Christensen, sem núna titlar sig sem ljósmyndara, er margt til lista lagt og meðal annars að hanna föt. Skandinavíska fatakeðjan Inwear fékk Christensen til liðs við sig til að hanna fatalínu. "Ég lærði heilmikið af þessu samstarfi við Inwear og þekki núna hönnunarferlið vel. Ein af mínum fyrstu vinnum var einmitt fyrir Inwear og núna vinn ég fyrir þau aftur, bara á öðrum og áhugaverðum forsendum," segir Christensen um samstarfið. Íslendingar fá svo sannarlega sinn skerf af óaðfinnanlegum stíl Christensen en fatalínan er væntanleg í verslunina Companys í Kringlunni í dag. Um er að ræða fjölbreytta línu þar sem hægt er að finna buxnadragt, rúllukragapeysur, pallíettukjóla og fallegar yfirhafnir. Kvenleg og klassísk lína. Eigandi Companys, Svava Johansen, hitti einmitt Christensen í kynningarpartý línunnar samhliða dönsku tískuvikunnar í haust og lýsir ofurfyrirsætunni sem "yndisleg, falleg og skemmtileg." Hér má sjá brot af fatalínunni:Christensen situr sjálf fyrir í auglýsingaherferðinni.
Glamour Tíska Mest lesið Sturlaðir tímar Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Spaugilega hliðin á „contouring“ Glamour Forsmekkur af haustinu hjá H&M Glamour Íslensk hönnun á BAFTA-verðlaununum Glamour Whoopi Goldberg hannar ljótar jólapeysur Glamour Beckham og Hart eru tvíburar fyrir H&M Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Met Gala 2017: Hver er Rei Kawakubo? Glamour