Bakaðar á hverju finnsku heimili Vera Einarsdóttir skrifar 25. nóvember 2015 11:00 Stjörnurnar eru fljótgerðar og hin mesta prýði. MYNDIR/ANTON BRINK Piia Mettälä er frá Finnlandi en þar baka langflestir finnskar jólastjörnur fyrir jólin. Þær eru gerðar úr smjördeigi og sveskjusultu og eru mikið fyrir augað. Hér sýnir hún réttu handtökin og leggur fallega á svart og hvítt jólaborð. Piia, sem er einn þriggja eigenda Finnsku búðarinnar, býr hér á landi ásamt íslenskum eiginmanni sínum og tveimur sonum. Hún segir margt líkt með íslenskum og finnskum hefðum. "Við borðum þó alltaf möndlugrautinn á morgnana. Sá sem fær möndluna má svo opna einn lítinn pakka. Að því loknu setjum við pakkana undir tréð og hlustum á jólalög," segir Piia og leggur áherslu á að hún sé alltaf með lifandi tré. Að sögn Piiu borðar flestir Finnar svínakjöt á jólunum. „Við eldum hins vegar yfirleitt kalkún og einhvern góðan fisk. Í Finnlandi er hefðin líka sú að jólasveinninn komi með pakkana en við látum duga að setja þá beint undir tréð.“Piia gerir finnskar jólastjörnur á hverju ári.Piia er hrifin af finnskri hönnun og ber heimili hennar þess glöggt merki. „Mér finnst hún yfirleitt bæði hagnýt og falleg. Ég á diska og kaffistell frá Marimekko og glös frá Iittala sem ég tek fram þegar mikið stendur til. Kökudiskurinn og kertastjakarnir eru svo frá Aarikka.“ Þeir eru úr hvítmáluðum við sem Piia segir mjög finnskt. „Ég er mikið með svart og hvítt á heimilinu og borðbúnaðurinn passar því vel við annað sem ég á.“ Piia segir nær alla Finna baka jólastjörnur fyrir jól. „Það er hægt að nota venjulegt smjördeig úr búð og þá er þetta eins einfalt og hugsast getur. Það er líka hægt að nota sultu úr búð en ég geri mína sjálf.“Finnskar jólastjörnur1 pakki smjördeigsveskjusultaflórsykur Fletjið smjördeigið út. Skerið í litla ferninga. Setjið sultu á miðjuna og brettið fjögur horn inn að miðju (sjá myndir). Bakið við 225°C í 10 til 15 mínútur. Leyfið stjörnunum að kólna og stráið flórsykri yfir.SveskjusultaSveskjurvatnkonjaksskvetta ef vill Setjið botnfylli af sveskjum í pott. Látið vatn fljóta rétt yfir. Sjóðið í 10-15 mínútur og hrærið með sleif. Bætið konjaksskvettu við ef vill. Jólafréttir Jólamatur Matur Mest lesið Margar gerðir af jóladiskum - verð frá 413 kr. 30% afsláttur. Jólin Ingibjörg leikkona: Allt húsið ilmar og jólalög sett í græjurnar Jólin Innri friður Jólin Sönn jól eru góðar tilfinningar Jólin Jólagjafir undir 1000 kr. Jól Jólin 1891 - eftir Matthías Jochumsson Jól Fögur er foldin Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Dýrlingar drekka romm Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól
Piia Mettälä er frá Finnlandi en þar baka langflestir finnskar jólastjörnur fyrir jólin. Þær eru gerðar úr smjördeigi og sveskjusultu og eru mikið fyrir augað. Hér sýnir hún réttu handtökin og leggur fallega á svart og hvítt jólaborð. Piia, sem er einn þriggja eigenda Finnsku búðarinnar, býr hér á landi ásamt íslenskum eiginmanni sínum og tveimur sonum. Hún segir margt líkt með íslenskum og finnskum hefðum. "Við borðum þó alltaf möndlugrautinn á morgnana. Sá sem fær möndluna má svo opna einn lítinn pakka. Að því loknu setjum við pakkana undir tréð og hlustum á jólalög," segir Piia og leggur áherslu á að hún sé alltaf með lifandi tré. Að sögn Piiu borðar flestir Finnar svínakjöt á jólunum. „Við eldum hins vegar yfirleitt kalkún og einhvern góðan fisk. Í Finnlandi er hefðin líka sú að jólasveinninn komi með pakkana en við látum duga að setja þá beint undir tréð.“Piia gerir finnskar jólastjörnur á hverju ári.Piia er hrifin af finnskri hönnun og ber heimili hennar þess glöggt merki. „Mér finnst hún yfirleitt bæði hagnýt og falleg. Ég á diska og kaffistell frá Marimekko og glös frá Iittala sem ég tek fram þegar mikið stendur til. Kökudiskurinn og kertastjakarnir eru svo frá Aarikka.“ Þeir eru úr hvítmáluðum við sem Piia segir mjög finnskt. „Ég er mikið með svart og hvítt á heimilinu og borðbúnaðurinn passar því vel við annað sem ég á.“ Piia segir nær alla Finna baka jólastjörnur fyrir jól. „Það er hægt að nota venjulegt smjördeig úr búð og þá er þetta eins einfalt og hugsast getur. Það er líka hægt að nota sultu úr búð en ég geri mína sjálf.“Finnskar jólastjörnur1 pakki smjördeigsveskjusultaflórsykur Fletjið smjördeigið út. Skerið í litla ferninga. Setjið sultu á miðjuna og brettið fjögur horn inn að miðju (sjá myndir). Bakið við 225°C í 10 til 15 mínútur. Leyfið stjörnunum að kólna og stráið flórsykri yfir.SveskjusultaSveskjurvatnkonjaksskvetta ef vill Setjið botnfylli af sveskjum í pott. Látið vatn fljóta rétt yfir. Sjóðið í 10-15 mínútur og hrærið með sleif. Bætið konjaksskvettu við ef vill.
Jólafréttir Jólamatur Matur Mest lesið Margar gerðir af jóladiskum - verð frá 413 kr. 30% afsláttur. Jólin Ingibjörg leikkona: Allt húsið ilmar og jólalög sett í græjurnar Jólin Innri friður Jólin Sönn jól eru góðar tilfinningar Jólin Jólagjafir undir 1000 kr. Jól Jólin 1891 - eftir Matthías Jochumsson Jól Fögur er foldin Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Dýrlingar drekka romm Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól