Allt að gerast á Íslandi Skjóðan skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Forsætisráðherra telur fráleitt að landflótti sé brostinn á meðal ungra Íslendinga vegna spillingar og stjórnarfars. Ráðherrann segir Ísland bera af öðrum löndum sem gull af eiri og það passi einfaldlega ekki að ungt fólk sé á flótta undan öllum þeim tækifærum sem Ísland hefur upp á að bjóða. Skýringarinnar á útþrá ungs fólks sé að leita í ævintýraþrá og forvitni en ekki í því að vont sé að búa hér á landi. Enda muni allir koma aftur og fleiri til, segir forsætisráðherra. Og hví ætti fólk ekki að koma til baka? Á fundi framsóknarmanna um síðustu helgi lýsti forsætisráðherra því hreykinn yfir að nú væri að fara í gang vinna á fullu við afnám verðtryggingar á neytendalán. Stóra kosningaloforðið hjá forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar vorið 2013 var einmitt að afnema verðtryggingu. Síðan eru liðin tæp þrjú ár. Já, það er allt að gerast. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir seðlabönkum annarra landa til syndanna fyrir að bjóða upp á allt of lága vexti. Það er ekki pyttur sem Seðlabanki Íslands fellur í því vextir hans hafa á köflum verið nærri fimmtugfaldir á við vexti annarra seðlabanka. Fyrir vikið getur ungt fólk ekki tekið lán og keypt sér húsnæði á Íslandi. Mikið má það vera þakklátt því ekki þarf að greiða af lánum sem ekki eru tekin. Unga fólkið býr bara heima hjá pabba og mömmu þangað til það erfir æskuheimili sín og verðtryggðu lánin sem fylgja með. Aldeilis flott lausn á húsnæðisvanda ungs fólks. Fólkinu í landinu var lofað að það fengi að kjósa um framhald Evrópuferlisins á kjörtímabilinu. Ekkert verður af því af því að vitanlega er það einhvers konar pólitískur ómöguleiki að ríkisstjórn hætti á að þjóðin komist að annarri niðurstöðu en ríkisstjórnin vill fá fram. Þá yrði ríkisstjórnin að víkja en þessi ríkisstjórn beitti krók á móti bragði og lét þjóðina víkja. Allt uppi á borðinu og engin spilling. Fyrirmyndar stjórnarfar. Eftir hryðjuverkaárásirnar á París getur unga fólkið á Íslandi gleymt því að Ísland verði hluti af Evrópu framtíðarinnar. Forseti lýðveldisins er búinn að lýsa því yfir að Schengen-samstarfið hafi brugðist og einsýnt sé að Ísland hverfi frá því samstarfi með nágrannaþjóðum sínum. Schengen sé gagnslaust og við Íslendingar höfum hvort eð er engin efni á þátttöku. Við erum of blönk til að vera í Schengen en nógu rík til að loka okkur af með okkar krónu og fimmtugfalda vexti. Nei, unga fólkið er áreiðanlega ekki að flýja spillingu og slæmt stjórnarfar. Hér er allt að gerast. Skjóðan Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira
Forsætisráðherra telur fráleitt að landflótti sé brostinn á meðal ungra Íslendinga vegna spillingar og stjórnarfars. Ráðherrann segir Ísland bera af öðrum löndum sem gull af eiri og það passi einfaldlega ekki að ungt fólk sé á flótta undan öllum þeim tækifærum sem Ísland hefur upp á að bjóða. Skýringarinnar á útþrá ungs fólks sé að leita í ævintýraþrá og forvitni en ekki í því að vont sé að búa hér á landi. Enda muni allir koma aftur og fleiri til, segir forsætisráðherra. Og hví ætti fólk ekki að koma til baka? Á fundi framsóknarmanna um síðustu helgi lýsti forsætisráðherra því hreykinn yfir að nú væri að fara í gang vinna á fullu við afnám verðtryggingar á neytendalán. Stóra kosningaloforðið hjá forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar vorið 2013 var einmitt að afnema verðtryggingu. Síðan eru liðin tæp þrjú ár. Já, það er allt að gerast. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir seðlabönkum annarra landa til syndanna fyrir að bjóða upp á allt of lága vexti. Það er ekki pyttur sem Seðlabanki Íslands fellur í því vextir hans hafa á köflum verið nærri fimmtugfaldir á við vexti annarra seðlabanka. Fyrir vikið getur ungt fólk ekki tekið lán og keypt sér húsnæði á Íslandi. Mikið má það vera þakklátt því ekki þarf að greiða af lánum sem ekki eru tekin. Unga fólkið býr bara heima hjá pabba og mömmu þangað til það erfir æskuheimili sín og verðtryggðu lánin sem fylgja með. Aldeilis flott lausn á húsnæðisvanda ungs fólks. Fólkinu í landinu var lofað að það fengi að kjósa um framhald Evrópuferlisins á kjörtímabilinu. Ekkert verður af því af því að vitanlega er það einhvers konar pólitískur ómöguleiki að ríkisstjórn hætti á að þjóðin komist að annarri niðurstöðu en ríkisstjórnin vill fá fram. Þá yrði ríkisstjórnin að víkja en þessi ríkisstjórn beitti krók á móti bragði og lét þjóðina víkja. Allt uppi á borðinu og engin spilling. Fyrirmyndar stjórnarfar. Eftir hryðjuverkaárásirnar á París getur unga fólkið á Íslandi gleymt því að Ísland verði hluti af Evrópu framtíðarinnar. Forseti lýðveldisins er búinn að lýsa því yfir að Schengen-samstarfið hafi brugðist og einsýnt sé að Ísland hverfi frá því samstarfi með nágrannaþjóðum sínum. Schengen sé gagnslaust og við Íslendingar höfum hvort eð er engin efni á þátttöku. Við erum of blönk til að vera í Schengen en nógu rík til að loka okkur af með okkar krónu og fimmtugfalda vexti. Nei, unga fólkið er áreiðanlega ekki að flýja spillingu og slæmt stjórnarfar. Hér er allt að gerast.
Skjóðan Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira