Skelfilegar aðstæður hjá birgjum Nestlé í Taílandi sæunn gísladóttir skrifar 25. nóvember 2015 09:00 Dæmi eru um að fórnarlömb mansals starfi í rækjuiðnaðinum í Taílandi. vísir/epa Matvælaframleiðandinn Nestlé hefur tilkynnt að birgjar sjávarafurða þeirra hafi misnotað starfsmenn sína í Taílandi. Nestlé er eitt af fjölmörgum fyrirtækjum sem á í slíkum vandræðum í Taílandi. Taíland er stærsti rækjuframleiðandi heims. Margir sem vinna í rækjugeiranum eru fórnarlömb mansals. Starfsfólkið vinnur við hættulegar aðstæður, býr í lélegu húsnæði og er jafnvel stórskuldugt þar sem það þarf að greiða háar fjárhæðir til þess að fá vinnu við að veiða og vinna fisk, sem endar svo hjá fyrirtækjum á borð við Nestlé. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Verité, bandarískur hópur sem beitir sér fyrir öruggum, sanngjörnum og löglegum vinnuskilyrðum , vann fyrir fyrirtækið. Nestlé er einn stærsti matvælaframleiðandi heims, og framleiðir meðal annars Perrier, Haagen-Dazs, Cheerios og Nescafé. Í nýju skýrslunni er máluð dökk mynd af starfsmönnum birgja þess í Taílandi. Þar kemur fram að margir hafa verið ginntir til starfa í geiranum með gylliboðum en hafi svo oft ekki fengið greidd laun á meðan haldið var í skilríkin þeirra. Nestlé er ekki fyrsta sem sakað er um sambærilegt framferði. CNN Money greinir frá því að í ágúst var lögð fram kæra í Kaliforníu gegn Costco þar sem þess var krafist að fyrirtækið merkti rækjur sem það seldi sem framleiðslu fólks í ánauð. Einnig var gerð krafa um að Costco hætti að kaupa rækjur af taílenska birginum. Á mánudaginn sögðu talsmenn Nestlé í tilkynningu að fyrirtækið væri að vinna að því að bæta aðstöðu starfsfólks, meðal annars með því að fylgjast með hvaðan hráefni í vörur þeirra kemur, með því að þjálfa skipstjóra veiðibáta og með auknu eftirliti. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Matvælaframleiðandinn Nestlé hefur tilkynnt að birgjar sjávarafurða þeirra hafi misnotað starfsmenn sína í Taílandi. Nestlé er eitt af fjölmörgum fyrirtækjum sem á í slíkum vandræðum í Taílandi. Taíland er stærsti rækjuframleiðandi heims. Margir sem vinna í rækjugeiranum eru fórnarlömb mansals. Starfsfólkið vinnur við hættulegar aðstæður, býr í lélegu húsnæði og er jafnvel stórskuldugt þar sem það þarf að greiða háar fjárhæðir til þess að fá vinnu við að veiða og vinna fisk, sem endar svo hjá fyrirtækjum á borð við Nestlé. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Verité, bandarískur hópur sem beitir sér fyrir öruggum, sanngjörnum og löglegum vinnuskilyrðum , vann fyrir fyrirtækið. Nestlé er einn stærsti matvælaframleiðandi heims, og framleiðir meðal annars Perrier, Haagen-Dazs, Cheerios og Nescafé. Í nýju skýrslunni er máluð dökk mynd af starfsmönnum birgja þess í Taílandi. Þar kemur fram að margir hafa verið ginntir til starfa í geiranum með gylliboðum en hafi svo oft ekki fengið greidd laun á meðan haldið var í skilríkin þeirra. Nestlé er ekki fyrsta sem sakað er um sambærilegt framferði. CNN Money greinir frá því að í ágúst var lögð fram kæra í Kaliforníu gegn Costco þar sem þess var krafist að fyrirtækið merkti rækjur sem það seldi sem framleiðslu fólks í ánauð. Einnig var gerð krafa um að Costco hætti að kaupa rækjur af taílenska birginum. Á mánudaginn sögðu talsmenn Nestlé í tilkynningu að fyrirtækið væri að vinna að því að bæta aðstöðu starfsfólks, meðal annars með því að fylgjast með hvaðan hráefni í vörur þeirra kemur, með því að þjálfa skipstjóra veiðibáta og með auknu eftirliti.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira