Katrín: Auðveld ákvörðun því þjálfarinn ætlaði að setja mig á bekkinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2015 16:45 Katrín Ómarsdóttir í leik með Liverpool. vísir/getty Katrín Ómarsdóttir, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, greindi frá því á Twiter-síðu sinni í dag að hún væri að hætta hjá félaginu eftir þriggja ára dvöl. Katrín vann tvo Englandsmeistaratitla með Liverpool á fyrstu tveimur árunum í Liverpool, en liðið var í vandræðum á síðustu leiktíð og hafnaði í næst neðsta sæti. „Ég held að þetta sé rétt skref eins og er. Ég var farin að hafa það á tilfinningunni að ég myndi færa mig um set. Ég þarf nýja áskorun og langar að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Katrín í viðtali í Akraborginni í dag, en nýr þjálfari liðsins ætlaði ekki að nota hana mikið. „Ég settist niður með nýja þjálfaranum og hann var á því að ég yrði mikið á bekknum á næsta tímabili. Það gerði ákvörðunina frekar auðvelda fyrir mig.“ „Mér finnst ég samt ótrúlega heppin að hafa verið þarna og vera hluti af þessu félagi. Svo vann ég náttúrlega tvo titla,“ sagði Katrín. Katrín er í fótbolta til að spila með landsliðinu.vísir/getty Langar aftur í landsliðið Katrín var stödd í Leifsstöð á leið til New York með móður sinni þegar Hjörtur Hjartarson heyrði í henni í Akraborginni. Aðspurð hvað tæki nú við svaraði hún kímin: „Er það ekki bara crossfit eða MMA eða eitthvað?“ Katrín er búin að finna sér nýtt félagslið og gengur frá samningi við það á næstu vikum. „Mig langar að vera áfram á Englandi. Það er eitt lið sem ég er með í huga og finnst líklegast að ég fari til. Ég verð að halda því fyrir mig núna,“ sagði hún. „Ég er áætlega spennt fyrir þessu og fæ þar líklega að spila framar á vellinum sem ég vil helst gera. Þjálfarinn er spenntur og þetta virðist vera gott tækifæri fyrir mig á þessum tímapunkti,“ sagði Katrín. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur ekki valið Katrínu í landsliðið að undanförnu og var hún ekki í hópnum í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. „Mig langar mjög mikið að vera í landsliðinu. Ég talaði við Frey eftir síðustu verkefni. Ég hafði ekkert heyrt í honum sem var frekar skrítið. Við áttum gott samtal og ég er enn þá inn í myndinni. Vonandi get ég komið sterk inn sem fyrst,“ sagði Katrín. „Ég er í fótbolta til að vera í íslenska landsliðinu og langar að vera þar meira en allt,“ sagði Katrín Ómarsdóttir. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Katrín Ómarsdóttir, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, greindi frá því á Twiter-síðu sinni í dag að hún væri að hætta hjá félaginu eftir þriggja ára dvöl. Katrín vann tvo Englandsmeistaratitla með Liverpool á fyrstu tveimur árunum í Liverpool, en liðið var í vandræðum á síðustu leiktíð og hafnaði í næst neðsta sæti. „Ég held að þetta sé rétt skref eins og er. Ég var farin að hafa það á tilfinningunni að ég myndi færa mig um set. Ég þarf nýja áskorun og langar að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Katrín í viðtali í Akraborginni í dag, en nýr þjálfari liðsins ætlaði ekki að nota hana mikið. „Ég settist niður með nýja þjálfaranum og hann var á því að ég yrði mikið á bekknum á næsta tímabili. Það gerði ákvörðunina frekar auðvelda fyrir mig.“ „Mér finnst ég samt ótrúlega heppin að hafa verið þarna og vera hluti af þessu félagi. Svo vann ég náttúrlega tvo titla,“ sagði Katrín. Katrín er í fótbolta til að spila með landsliðinu.vísir/getty Langar aftur í landsliðið Katrín var stödd í Leifsstöð á leið til New York með móður sinni þegar Hjörtur Hjartarson heyrði í henni í Akraborginni. Aðspurð hvað tæki nú við svaraði hún kímin: „Er það ekki bara crossfit eða MMA eða eitthvað?“ Katrín er búin að finna sér nýtt félagslið og gengur frá samningi við það á næstu vikum. „Mig langar að vera áfram á Englandi. Það er eitt lið sem ég er með í huga og finnst líklegast að ég fari til. Ég verð að halda því fyrir mig núna,“ sagði hún. „Ég er áætlega spennt fyrir þessu og fæ þar líklega að spila framar á vellinum sem ég vil helst gera. Þjálfarinn er spenntur og þetta virðist vera gott tækifæri fyrir mig á þessum tímapunkti,“ sagði Katrín. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur ekki valið Katrínu í landsliðið að undanförnu og var hún ekki í hópnum í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. „Mig langar mjög mikið að vera í landsliðinu. Ég talaði við Frey eftir síðustu verkefni. Ég hafði ekkert heyrt í honum sem var frekar skrítið. Við áttum gott samtal og ég er enn þá inn í myndinni. Vonandi get ég komið sterk inn sem fyrst,“ sagði Katrín. „Ég er í fótbolta til að vera í íslenska landsliðinu og langar að vera þar meira en allt,“ sagði Katrín Ómarsdóttir.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira