"Mér finnst þetta óþægilegt" Ritstjórn skrifar 20. nóvember 2015 16:30 Lily-Rose Depp og Karl Lagerfeld. Glamour/Getty Leikarinn Johnny Depp opnar sig um frægð dóttur hans, Lily-Rose Depp, í viðtali við Daily Mailen það er óhætt að segja að Lily-Rose sé ný stjarna í tískuheiminum. Þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul er Lily-Rose andlit Chanel og hefur gengið tískupallana fyrir merkið sem og að hafa leikið í nokkrum myndum. Depp segir að frægðarstjarna dóttur sinnar hafi risið svo hratt undanfarið að hann geti varla fylgst með. "Það sem er að gerast fyrir Lily-Rose núna er eitthvað sem ég átti ekki von á að mundi gerast svona snemma, það er víst. Hún var uppgötvuð af Karl Lagerfeld, sem er tilviljun því mamma hennar (innsk. bl. Vanessa Paradis)var á sama aldri þegar hann uppgötvaði hana - og þegar ég sé hana málaða í fullum skrúða þá finnst mér það óþægilegt, því hún er mjög falleg stelpa og þetta er að gerast mjög hratt." Depp segir að hann og dóttir hans séu mjög góðir vinir og að hann styðji hana fullkomlega í því sem hún er að gera. "Að hún starfi sem fyrirsæta eða leikkona var aldrei það sem ég sá fyrir mér að hún mundi gera en það er það sem hún elskar að gera, hún er góð í því svo hvað get ég sagt." blonde A photo posted by Lily-Rose Depp (@lilyrose_depp) on Oct 28, 2014 at 6:44pm PDT Glamour Tíska Mest lesið Gerviflúrin málið í sumar Glamour Beint af tískupallinum í sölu Glamour Strigaskór og dúnúlpur á strætum Parísar Glamour 9 ráð til stækka lítil rými Glamour Airwaves: Síðir frakkar og bros á vör Glamour Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Er Frank Ocean orðinn partur af Balmain-hernum? Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour
Leikarinn Johnny Depp opnar sig um frægð dóttur hans, Lily-Rose Depp, í viðtali við Daily Mailen það er óhætt að segja að Lily-Rose sé ný stjarna í tískuheiminum. Þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul er Lily-Rose andlit Chanel og hefur gengið tískupallana fyrir merkið sem og að hafa leikið í nokkrum myndum. Depp segir að frægðarstjarna dóttur sinnar hafi risið svo hratt undanfarið að hann geti varla fylgst með. "Það sem er að gerast fyrir Lily-Rose núna er eitthvað sem ég átti ekki von á að mundi gerast svona snemma, það er víst. Hún var uppgötvuð af Karl Lagerfeld, sem er tilviljun því mamma hennar (innsk. bl. Vanessa Paradis)var á sama aldri þegar hann uppgötvaði hana - og þegar ég sé hana málaða í fullum skrúða þá finnst mér það óþægilegt, því hún er mjög falleg stelpa og þetta er að gerast mjög hratt." Depp segir að hann og dóttir hans séu mjög góðir vinir og að hann styðji hana fullkomlega í því sem hún er að gera. "Að hún starfi sem fyrirsæta eða leikkona var aldrei það sem ég sá fyrir mér að hún mundi gera en það er það sem hún elskar að gera, hún er góð í því svo hvað get ég sagt." blonde A photo posted by Lily-Rose Depp (@lilyrose_depp) on Oct 28, 2014 at 6:44pm PDT
Glamour Tíska Mest lesið Gerviflúrin málið í sumar Glamour Beint af tískupallinum í sölu Glamour Strigaskór og dúnúlpur á strætum Parísar Glamour 9 ráð til stækka lítil rými Glamour Airwaves: Síðir frakkar og bros á vör Glamour Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Er Frank Ocean orðinn partur af Balmain-hernum? Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour